Mótmælin skiluðu árangri: Lækka verð á kaffi, hafragraut og súpu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2014 19:06 Mótmælin voru á föstudaginn og viku seinna skila þau árangri þar sem verð lækkar á morgun. Vísir/Valli/Ernir Vöruverð lækkar í Málinu, matsölu stúdenta í Háskólanum í Reykjavík, á morgun. Þá verður vöruúrval bætt og þjónusta einnig. Breytingarnar koma viku eftir að stúdentar við skólann mótmæltu háu vöruverði, þjónustu og vöruúrvali í matsölunni. Andri Sigurðsson, formaður Stúdentafélags HR, segist ánægður með hversu hratt málið leystist. „Framkvæmdastjóri Málsins hafði samband við okkur þegar boðað var til mótmælanna. Við settumst svo niður með henni um helgina og vorum þá með lista yfir það sem við höfðum heyrt frá stúdentum að mætti bæta. Það var meðal annars vöruúrvalið og verðið en einnig hvað það voru fáar boðleiðir til að láta þau hjá Málinu vita hvað mætti betur fara. Það verður því einnig bætt úr því og fundinn farvegur fyrir það hvernig stúdentar geta komið sínum skoðunum á framfæri,“ segir Andri í samtali við Vísi. Aðspurður hvort að skjót viðbrögð Málsins hafi komið Andra á óvart segir hann: „Bæði já og nei. Ég hafði ekki verið í neinum samskiptum við stjórnendur Málsins fyrr. Við, stúdentar, og svo starfsfólk skólans erum hins vegar eini markhópur matsölunnar. Ég held því að þau hafi kannski áttað sig á að því að þau áttu ekki neina aðra kosti en að koma til móts við okkur. Þau vita einfaldlega að ef að fólk er ósátt þá bara sleppir það því að versla við Málið.“Andri Sigurðsson, formaður Stúdentafélags HRVísir/ErnirAndri segist halda að það verði meira samstarf á milli Málsins og Stúdentafélagsins í framtíðinni. „Þetta snýst bara um að hlusta á hvað fólkið vill og finna einhvern milliveg. Það er kannski ekki alltaf hægt að koma til móts við alla og við verðum að skilja það en breytingarnar sem taka gildi á morgun eru án efa til mikilla bóta.“ Á meðal þess sem lækkar í verði á morgun eru súpur, hafragrautur, kaffi og ábót á heitum mat. Tengdar fréttir Nemendur Háskólans í Reykjavík mótmæla með nesti Ætla ekki að versla við veitingsölu skólans vegna lélegrar þjónustu og vöruverðs. 6. nóvember 2014 22:58 Vilja heiðarlegan og brosmildan starfsmann í Málið strax Málið, veitingasala Háskólans í Reykjavík, auglýsir eftir starfsmanni í afgreiðslu aðeins fjórum dögum eftir mótmæli nemenda skólans. 11. nóvember 2014 13:34 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Vöruverð lækkar í Málinu, matsölu stúdenta í Háskólanum í Reykjavík, á morgun. Þá verður vöruúrval bætt og þjónusta einnig. Breytingarnar koma viku eftir að stúdentar við skólann mótmæltu háu vöruverði, þjónustu og vöruúrvali í matsölunni. Andri Sigurðsson, formaður Stúdentafélags HR, segist ánægður með hversu hratt málið leystist. „Framkvæmdastjóri Málsins hafði samband við okkur þegar boðað var til mótmælanna. Við settumst svo niður með henni um helgina og vorum þá með lista yfir það sem við höfðum heyrt frá stúdentum að mætti bæta. Það var meðal annars vöruúrvalið og verðið en einnig hvað það voru fáar boðleiðir til að láta þau hjá Málinu vita hvað mætti betur fara. Það verður því einnig bætt úr því og fundinn farvegur fyrir það hvernig stúdentar geta komið sínum skoðunum á framfæri,“ segir Andri í samtali við Vísi. Aðspurður hvort að skjót viðbrögð Málsins hafi komið Andra á óvart segir hann: „Bæði já og nei. Ég hafði ekki verið í neinum samskiptum við stjórnendur Málsins fyrr. Við, stúdentar, og svo starfsfólk skólans erum hins vegar eini markhópur matsölunnar. Ég held því að þau hafi kannski áttað sig á að því að þau áttu ekki neina aðra kosti en að koma til móts við okkur. Þau vita einfaldlega að ef að fólk er ósátt þá bara sleppir það því að versla við Málið.“Andri Sigurðsson, formaður Stúdentafélags HRVísir/ErnirAndri segist halda að það verði meira samstarf á milli Málsins og Stúdentafélagsins í framtíðinni. „Þetta snýst bara um að hlusta á hvað fólkið vill og finna einhvern milliveg. Það er kannski ekki alltaf hægt að koma til móts við alla og við verðum að skilja það en breytingarnar sem taka gildi á morgun eru án efa til mikilla bóta.“ Á meðal þess sem lækkar í verði á morgun eru súpur, hafragrautur, kaffi og ábót á heitum mat.
Tengdar fréttir Nemendur Háskólans í Reykjavík mótmæla með nesti Ætla ekki að versla við veitingsölu skólans vegna lélegrar þjónustu og vöruverðs. 6. nóvember 2014 22:58 Vilja heiðarlegan og brosmildan starfsmann í Málið strax Málið, veitingasala Háskólans í Reykjavík, auglýsir eftir starfsmanni í afgreiðslu aðeins fjórum dögum eftir mótmæli nemenda skólans. 11. nóvember 2014 13:34 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fleiri fréttir Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Sjá meira
Nemendur Háskólans í Reykjavík mótmæla með nesti Ætla ekki að versla við veitingsölu skólans vegna lélegrar þjónustu og vöruverðs. 6. nóvember 2014 22:58
Vilja heiðarlegan og brosmildan starfsmann í Málið strax Málið, veitingasala Háskólans í Reykjavík, auglýsir eftir starfsmanni í afgreiðslu aðeins fjórum dögum eftir mótmæli nemenda skólans. 11. nóvember 2014 13:34