Myndlistamaður með leiðsögn um verk sín Stefán Árni Pálsson skrifar 18. nóvember 2014 10:02 Þorvaldur Jónsson. Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20 mun Þorvaldur Jónsson myndlistamaður vera með leiðsögn um verk sín á sýningunni Vara-litir sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Þorvaldur Jónsson stundaði nám í myndlist við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan vorið 2009. Hann vinnur verk sín á viðarplötur og teiknar og málar ótal smáatriði á myndflötinn í björtum litum. Verkin búa yfir ákveðinni æskuþrá og hafa að geyma útópíska ævintýraheima þar sem ægir saman teiknimyndasögulegum persónum, dýrum og hlutum á nosturslegan hátt. Þorvaldur hefur haldið sex einkasýningar auk fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin Vara-litir einkennist af litaflaumi og frásagnargleði. Bjartir og fjörmiklir litir eru áberandi á sýningunni og undirstrika óttaleysi og hispurslausa tjáningu listamannanna. Verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera hlaðin litum og formum sem endurspegla tíðaranda 21. aldarinnar, þar sem ofgnótt upplýsinga hleður hvert augnablik. Í verkunum kallast á margslungnir heimar ólíkra listamanna þar sem hlutir og verur leika lausum hala. Á sýningunni eru ný verk eftir Gabríelu Friðriksdóttur, Guðmund Thoroddsen, Helga Þórsson, Huldu Vilhjálmsdóttur, Ragnar Þórisson, Þorvald Jónsson og Þórdísi Aðalsteinsdóttur. Sýningarstjóri er Birta Fróðadóttir. Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Fimmtudaginn 20. nóvember kl. 20 mun Þorvaldur Jónsson myndlistamaður vera með leiðsögn um verk sín á sýningunni Vara-litir sem nú stendur yfir í Hafnarborg. Þorvaldur Jónsson stundaði nám í myndlist við Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan vorið 2009. Hann vinnur verk sín á viðarplötur og teiknar og málar ótal smáatriði á myndflötinn í björtum litum. Verkin búa yfir ákveðinni æskuþrá og hafa að geyma útópíska ævintýraheima þar sem ægir saman teiknimyndasögulegum persónum, dýrum og hlutum á nosturslegan hátt. Þorvaldur hefur haldið sex einkasýningar auk fjölda samsýninga hér heima og erlendis. Sýningin Vara-litir einkennist af litaflaumi og frásagnargleði. Bjartir og fjörmiklir litir eru áberandi á sýningunni og undirstrika óttaleysi og hispurslausa tjáningu listamannanna. Verkin á sýningunni eiga það sameiginlegt að vera hlaðin litum og formum sem endurspegla tíðaranda 21. aldarinnar, þar sem ofgnótt upplýsinga hleður hvert augnablik. Í verkunum kallast á margslungnir heimar ólíkra listamanna þar sem hlutir og verur leika lausum hala. Á sýningunni eru ný verk eftir Gabríelu Friðriksdóttur, Guðmund Thoroddsen, Helga Þórsson, Huldu Vilhjálmsdóttur, Ragnar Þórisson, Þorvald Jónsson og Þórdísi Aðalsteinsdóttur. Sýningarstjóri er Birta Fróðadóttir.
Menning Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira