Tónlist

Airwaves hófst á elliheimili

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/gva
Fyrstu tónleikar á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves fóru fram á elliheimilinu Grund klukkan 10.30 í morgun. 

Voru þetta svokallaðir „off venue“-tónleikar sem ókeypis er inná.

Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant reið á vaðið og spilaði ljúfa tóna fyrir jafnt unga sem aldna. Strax á eftir honum stigu stelpurnar í Ylju á stokk.

Iceland Airwaves hefst formlega í dag og stendur fram á sunnudag. „Off venue“-dagskrá hátíðarinnar má sjá hér. 

Hugguleg stemning.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×