Innlent

Gasmengun berst til Húsavíkur og nærsveita

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Vísir/Egill Aðalsteinsson

Gasmengun frá eldgosinu í Holuhrauni er nú að berast til Húsavíkur, Mývatnssveitar og nærsveita.  Loftgæðamælar við Mývatn eru að sýna 800-1200 µg/m3 eða 0,3 - 0,4 ppm og eru loftgæði því slæm þar fyrir viðkvæma. Almannavarnir hvetja fólk því að fylgjast með vefsíðu Umhverfisstofnunar þar sem finna má upplýsingar um SO2 á heilsu og viðbrögð.

Í dag og á morgun má búast við gasmengun frá gosstöðvunum verði víða á norðanverðu landinu, frá Jökuldalsheiði fyrir austan, vestur í Hvammsfjörð.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.