Innlent

Um 80 skjálftar í Bárðarbungu

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gervitunglamynd frá sl. föstudegi sem sýnir gosið og útlínur hraunsins.
Gervitunglamynd frá sl. föstudegi sem sýnir gosið og útlínur hraunsins. Mynd/NASA, USGS og Jarðvísindastofnun

Um 80 skjálftar hafa mælst í Bárðarbungu síðastliðinn sólarhring. Sá stærsti varð snemma í morgun og var 5,3 að stærð.

Gosið í Holuhrauni heldur áfram en hefur varla sést vegna slæms skyggnis það sem af er degi.

Á meðfylgjandi gervitunglamynd frá USGS og NASA sem birt var á Facebook-síðu Jarðvísindastofnunar má sjá gosið og vel greina útlínur nýja hraunsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.