Óþolandi meðferð á íslensku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2014 22:08 Þessi ágæti maður gæti hafa heyrt "víst að“ í staðinn fyrir "fyrst að“ einum of oft. Vísir/Getty Með tilkomu Internetsins eru margir á þeirri skoðun að tungumálið okkar, íslenskan, fái oftar en ekki slæma útreið. Lesendur fréttamiðla á borð við Vísi, Mbl og fleiri láta reglulega vita af því að ýmislegt mætti betur fara í meðferð okkar ástkæra ylhýra. Auk þess lætur fólk í sér heyra í athugasemdakerfum þar sem ýmislegt er látið flakka. Sumar villur virðast algengari en aðrar og er óhætt að segja að sumar stuði lesendur sérstaklega mikið. Stundum er hreinlega um innsláttarvillur að ræða en einnig er þágufallssýkin klassísk. Svo verður að hafa í huga að sumir lesendur eiga erfiðara bæði með lestur og skrift og verður að taka tillit til þeirra. Allir hafa rétt á að tjá sig. Hér að neðan hafa verið teknar saman sex af algengustu málvillunum á netinu í dag.1. „Víst að“ í staðinn fyrir „fyrst að“ Dæmi: Ætli ég fari ekki að koma mér heim víst að klukkan er orðin svona margt.2. „Mér hlakkar“ í staðinn fyrir „Ég hlakka“3. „Mig hlakkar í staðinn fyrir „Ég hlakka“ Sumir ætla aldeilis ekki að láta grípa sig í bólinu og segja mig hlakkar í staðinn fyrir mér hlakkar. Augljóslega er hið fyrra engu betra en hið síðara.4. „Ég vill“ í staðinn fyrir „Ég vil“.5. „Mér langar“ í staðinn fyrir „Mig langar“6. „Þæginlegt“ í staðinn fyrir „þægilegt“ Vísir hvetur lesendur til að deila með öðrum lesendum málvillum sem þeir taka sérstaklega mikið eftir. Endilega tilgreina ef sérstakar villur fara í taugarnar á fólki og þá hvers vegna.Uppfært klukkan 22:29 Á einhvern óskiljanlegan hátt gleymdist að nefna málvilluna „þæginlegt“. Eru lesendur beðnir afsökunar á því. Gjörsamlega óbærileg villa. Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira
Með tilkomu Internetsins eru margir á þeirri skoðun að tungumálið okkar, íslenskan, fái oftar en ekki slæma útreið. Lesendur fréttamiðla á borð við Vísi, Mbl og fleiri láta reglulega vita af því að ýmislegt mætti betur fara í meðferð okkar ástkæra ylhýra. Auk þess lætur fólk í sér heyra í athugasemdakerfum þar sem ýmislegt er látið flakka. Sumar villur virðast algengari en aðrar og er óhætt að segja að sumar stuði lesendur sérstaklega mikið. Stundum er hreinlega um innsláttarvillur að ræða en einnig er þágufallssýkin klassísk. Svo verður að hafa í huga að sumir lesendur eiga erfiðara bæði með lestur og skrift og verður að taka tillit til þeirra. Allir hafa rétt á að tjá sig. Hér að neðan hafa verið teknar saman sex af algengustu málvillunum á netinu í dag.1. „Víst að“ í staðinn fyrir „fyrst að“ Dæmi: Ætli ég fari ekki að koma mér heim víst að klukkan er orðin svona margt.2. „Mér hlakkar“ í staðinn fyrir „Ég hlakka“3. „Mig hlakkar í staðinn fyrir „Ég hlakka“ Sumir ætla aldeilis ekki að láta grípa sig í bólinu og segja mig hlakkar í staðinn fyrir mér hlakkar. Augljóslega er hið fyrra engu betra en hið síðara.4. „Ég vill“ í staðinn fyrir „Ég vil“.5. „Mér langar“ í staðinn fyrir „Mig langar“6. „Þæginlegt“ í staðinn fyrir „þægilegt“ Vísir hvetur lesendur til að deila með öðrum lesendum málvillum sem þeir taka sérstaklega mikið eftir. Endilega tilgreina ef sérstakar villur fara í taugarnar á fólki og þá hvers vegna.Uppfært klukkan 22:29 Á einhvern óskiljanlegan hátt gleymdist að nefna málvilluna „þæginlegt“. Eru lesendur beðnir afsökunar á því. Gjörsamlega óbærileg villa.
Mest lesið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Lífið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Tónlist Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð Tíska og hönnun Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Borgin býður í tívolíveislu Tónlist Ragga Holm og Elma trúlofaðar Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Fleiri fréttir Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sjá meira