Lífið

Heilt safn tileinkað Hello Kitty

Hrund Þórsdóttir skrifar
Hello Kitty fagnar fertugsafmæli sínu þessa dagana og af því tilefni hefur heilt safn í Los Angeles verið lagt undir þetta dáða alþjóðlega tákn japanskrar krúttmenningar.

Frá því að krúttlega, munnlausa kisan varð til í japanskri hönnunarkeppni árið 1974 hefur hún unnið hug og hjörtu fólks um allan heim með boðskap sínum um ást, vináttu og væntumþykju.

Á sýningunni, sem verður opin í the Japanese American National Museum í Los Angeles út aprílmánuðinn næsta, má sjá hvernig Hello Kitty, sem á sér í raun engin persónueinkenni eða eiginlega sögu heldur var einfaldlega sköpuð í markaðslegum tilgangi, hefur verið notuð til að kynna allt frá leikföngum til flugvéla. Þá er lífi hennar gert skil í ýmiss konar verkum eftir listamenn hvaðanæva að.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá svipmyndir af safninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×