Lífið

Nýtt kynlífstæki lofar rosalegri fullnægingu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Kynlífstækjaframleiðandinn LELO er búinn að setja nýtt kynlífstæki á markað sem heitir Luna Smart Bead. Tækið á að geta þjálfað líkamann þannig að konur geti fengið betri og lengri fullnægingar en fyrr og fylgir tækinu sérhannað æfingarkerfi.

LELO gerði nýlega kynlífskönnun og í henni kom fram að 76 prósent kvenna segist aðeins njóta fullnægingar í minna en sex sekúndur. Aðeins 4 prósent kvenna sem tóku þátt í könnunni sögðust vera algjörlega fullnægðar.

33 prósent kvennanna sögðust aldrei hafa fengið raðfullnægingu og ellefu prósent kvennanna sögðust aldrei hafa fengið fullnægingu.

LELO vildi breyta þessu og því var Luna Smart Bead fundið upp. Tækið notar skynjara til að reikna út hve sterk fullnæging konu getur orðið þegar hún notar tækið í fyrsta sinn. Því næst hannar það æfingakerfi til að hjálpa konunum að fá eins langa og sterka fullnægingu og hægt er.

Tækið kostar 109 dollara, eða rúmlega þrettán þúsund krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×