Illdeilur innan Vinnslustöðvarinnar rísa á ný Svavar Hávarðsson skrifar 10. október 2014 07:00 Bræðurnir vilja endurnýja skip og tæki – stjórnarformaður segir deilur standa í vegi fyrir því að það sé gert. Fréttablaðið/Óskar Stilla útgerð ehf., sem fer með minnihlutaeign í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum (VSV), hyggst stefna öðrum hluthöfum félagsins vegna sameiningar við útgerðina Ufsaberg, og kaupa á fyrirtækinu Eyjaís. Þetta lá fyrir eftir hluthafafund VSV á miðvikudag þar sem forsvarsmenn Stillu lögðu til, og fengu samþykkt í krafti laga um hlutafélög, að einstaklingum og félögum sem fara með meirihlutann yrði stefnt í nafni Vinnslustöðvarinnar sjálfrar til að greiða skaðabætur vegna tjóns sem þeir hefðu orðið fyrir við sameiningu og kaup á félögunum tveimur í Eyjum. Eigendur Stillu, bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir, vilja meina að viðskiptin valdi VSV tjóni, og einstaklingar og félög sem mynda meirihlutann hafi hag af viðskiptunum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, segir þá bræður vilja bætur fyrir tjón sem þeir telja sig verða fyrir – nokkuð sem aðrir hluthafar geti ekki fallist á að sé raunin. „Þvert á móti tel ég viðskiptin mjög hagfelld fyrir félagið,“ segir Guðmundur og bætir við að átökin innan VSV standi félaginu fyrir þrifum í allri eðlilegri uppbyggingu sjávarútvegsfyrirtækis. „Það að hóta meðeigendum sínum með þessum hætti held ég að sé án fordæma,“ segir Guðmundur og segir deginum ljósara að hluthafalögin séu meingölluð. Hér vísar Guðmundur til þess að samkvæmt hluthafalögum mega eigendur meirihluta hlutafjár ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu vegna mála sem beinast gegn þeim sjálfum, og þannig hafi minnihlutinn gerræðislegt vald til að ná sínu fram. Spurður hvort málarekstur bræðranna sé til þess að koma í veg fyrir að hlutfjáreign þeirra þynnist út, segir Guðmundur að málið líti þannig út fyrir sér enda hafi þeir lengi reynt að auka hlut sinn í VSV, en enginn í hópi Vestmanneyinganna hafi viljað selja.Guðmundur í BrimiGuðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims og stjórnarmaður í VSV, segir að málið liggi ljóst fyrir og snúist um tvennt. VSV sé metin allt of lágt, og því hafi verið selt á undirverði. „Svo teljum við að það sé hægt að reka Vinnslustöðina miklu betur. En meirihluti hluthafa hefur ekki viljað fara eftir okkar tillögum, t.d. varðandi fjárfestingu í skipum og tækjum,“ segir Guðmundur og nefnir að stór sjávarútvegsfyrirtæki, sambærileg við Vinnslustöðina, skili betri afkomu. Því séu möguleikar félagsins vannýttir, og gömul atvinnutæki hluti af þeirri skýringu.Framhald áralangra átaka innan VSVTillaga Stillumanna er í raun nýr kafli í átökum innan félagsins sem á sér langa sögu. Um eru að ræða átök eigenda Stillu sem eiga ríflega 30% í VSV, Guðmundar Kristjánssonar, sem er oftast kenndur við útgerð sína Brim, og bróður hans Hjálmars, við hóp Vestmannaeyinga sem á tæp 70%. Átökin náðu hámarki þegar VSV keypti hluti í Ufsabergi árin 2008 og 2011, gegn vilja bræðranna. Þeir fóru með málið fyrir dómstóla og stefndu þáverandi stjórnarformanni ásamt þremur úr eigendahópi félagsins. Þeir féllu síðar frá þeirri kröfu. Í mars 2013 ógilti Hæstiréttur samruna VSV og félaganna tveggja; ný samrunaáætlun var samþykkt af VSV og Ufsabergi í sumar og var samþykkt á fundinum á miðvikudag. Málið er því í raun að fara annan hring.Eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi Vinnslustöðin er meðal fimm stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins, með um 250 fastráðna starfsmenn. Fyrirtækið gerir út níu skip til uppsjávar-, tog- og netaveiða og starfrækir fjölbreytta landvinnslu. Aflaheimildir fyrirtækisins eru um 18.000 þorskígildistonn, eða 4,27% af heildarafla (2013). Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Stilla útgerð ehf., sem fer með minnihlutaeign í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum (VSV), hyggst stefna öðrum hluthöfum félagsins vegna sameiningar við útgerðina Ufsaberg, og kaupa á fyrirtækinu Eyjaís. Þetta lá fyrir eftir hluthafafund VSV á miðvikudag þar sem forsvarsmenn Stillu lögðu til, og fengu samþykkt í krafti laga um hlutafélög, að einstaklingum og félögum sem fara með meirihlutann yrði stefnt í nafni Vinnslustöðvarinnar sjálfrar til að greiða skaðabætur vegna tjóns sem þeir hefðu orðið fyrir við sameiningu og kaup á félögunum tveimur í Eyjum. Eigendur Stillu, bræðurnir Guðmundur og Hjálmar Kristjánssynir, vilja meina að viðskiptin valdi VSV tjóni, og einstaklingar og félög sem mynda meirihlutann hafi hag af viðskiptunum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður Vinnslustöðvarinnar, segir þá bræður vilja bætur fyrir tjón sem þeir telja sig verða fyrir – nokkuð sem aðrir hluthafar geti ekki fallist á að sé raunin. „Þvert á móti tel ég viðskiptin mjög hagfelld fyrir félagið,“ segir Guðmundur og bætir við að átökin innan VSV standi félaginu fyrir þrifum í allri eðlilegri uppbyggingu sjávarútvegsfyrirtækis. „Það að hóta meðeigendum sínum með þessum hætti held ég að sé án fordæma,“ segir Guðmundur og segir deginum ljósara að hluthafalögin séu meingölluð. Hér vísar Guðmundur til þess að samkvæmt hluthafalögum mega eigendur meirihluta hlutafjár ekki taka þátt í atkvæðagreiðslu vegna mála sem beinast gegn þeim sjálfum, og þannig hafi minnihlutinn gerræðislegt vald til að ná sínu fram. Spurður hvort málarekstur bræðranna sé til þess að koma í veg fyrir að hlutfjáreign þeirra þynnist út, segir Guðmundur að málið líti þannig út fyrir sér enda hafi þeir lengi reynt að auka hlut sinn í VSV, en enginn í hópi Vestmanneyinganna hafi viljað selja.Guðmundur í BrimiGuðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims og stjórnarmaður í VSV, segir að málið liggi ljóst fyrir og snúist um tvennt. VSV sé metin allt of lágt, og því hafi verið selt á undirverði. „Svo teljum við að það sé hægt að reka Vinnslustöðina miklu betur. En meirihluti hluthafa hefur ekki viljað fara eftir okkar tillögum, t.d. varðandi fjárfestingu í skipum og tækjum,“ segir Guðmundur og nefnir að stór sjávarútvegsfyrirtæki, sambærileg við Vinnslustöðina, skili betri afkomu. Því séu möguleikar félagsins vannýttir, og gömul atvinnutæki hluti af þeirri skýringu.Framhald áralangra átaka innan VSVTillaga Stillumanna er í raun nýr kafli í átökum innan félagsins sem á sér langa sögu. Um eru að ræða átök eigenda Stillu sem eiga ríflega 30% í VSV, Guðmundar Kristjánssonar, sem er oftast kenndur við útgerð sína Brim, og bróður hans Hjálmars, við hóp Vestmannaeyinga sem á tæp 70%. Átökin náðu hámarki þegar VSV keypti hluti í Ufsabergi árin 2008 og 2011, gegn vilja bræðranna. Þeir fóru með málið fyrir dómstóla og stefndu þáverandi stjórnarformanni ásamt þremur úr eigendahópi félagsins. Þeir féllu síðar frá þeirri kröfu. Í mars 2013 ógilti Hæstiréttur samruna VSV og félaganna tveggja; ný samrunaáætlun var samþykkt af VSV og Ufsabergi í sumar og var samþykkt á fundinum á miðvikudag. Málið er því í raun að fara annan hring.Eitt stærsta sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi Vinnslustöðin er meðal fimm stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins, með um 250 fastráðna starfsmenn. Fyrirtækið gerir út níu skip til uppsjávar-, tog- og netaveiða og starfrækir fjölbreytta landvinnslu. Aflaheimildir fyrirtækisins eru um 18.000 þorskígildistonn, eða 4,27% af heildarafla (2013).
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira