Krefjast þess að Ísland víki frá stóriðjustefnu sinni Atli Ísleifsson skrifar 21. september 2014 11:20 Hildur Knútsdóttir er einn skipuleggjenda Loftslagsgöngunnar, en sambærilegar göngur eru nú haldnar víða um heim. Vísir/AFP og GVA „Við munum lesa upp kröfur til íslenskra stjórnvalda á fundinum á eftir um að ríkisstjórn Íslands víki frá þessari stóriðjustefnu, því hún samræmist ekki þeim skuldbindingum sem Ísland hefur gert á alþjóðavettvangi um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Hildur Knútsdóttir rithöfundur og einn skipuleggjenda Loftslagsgöngu Reykjavíkur sem farin verður klukkan 14 í dag. Hildur segir gönguna vera hluta af alþjóðlegri hreyfingu, People‘s Climate March og þegar hafa verið boðaðir yfir 2.700 viðburðir í dag og í gær í 160 löndum. „Þetta er gert til að setja pressu á leiðtogana og sýna að fólk er að pæla í þessu, hefur áhyggjur og vill alvöru aðgerðir. Það er stór fundur í New York á þriðjudaginn sem Ban Ki-moon stendur fyrir og hann er búinn að bjóða þjóðarleiðtogum þangað. Hugsunin með fundinum er að liðka fyrir að samkomulag náist á loftslagsráðstefnu í París á næsta ári. Hann er að reyna að veita leiðtogum vettvang til að ræða málin í rólegheitum svo að almennilegt samkomulag náist á næsta ári,“ segir Hildur en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sækir fundinn í New York fyrir Íslands hönd. Gangan hefst á Drekasvæðinu Loftslagsganga Reykjavíkur fer frá Drekasvæðinu svokallaða (fyrir framan söluturninn Drekann á horni Kárastígs, Grettisgötu og Frakkastígs) sem leið liggur upp Kárastíg, niður Skólavörðustíg, Bankastræti, Austurstræti og á Austurvöll. Þar verður haldinn kröfufundur og þess krafist að stjórnvöld virði skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og taki af alvöru á málinu, „enda eru loftslagsbreytingar af mannavöldum stærsta ógn sem Ísland, og reyndar lífríki allt, stendur frammi fyrir,“ líkt og segir í tilkynningu. Hildur mun flytja ræðu ásamt Halldóri Björnssyni, hópstjóra loftlagsrannsókna hjá Veðurstofunni og Finni Guðmundarsyni Olgusyni landfræðinema. Veðrið í dag forsmekkur af því sem koma skal Hildur segir það ef til vill viðeigandi að veðrið sé eins og það er í dag, „því með hækkandi hitastigi mun líklega verða hvassara og blautara hér á Íslandi. Þetta er því kannski forsmekkurinn af því sem koma skal ef ekkert verður að gert.“ Hildur segir alþjóðasamfélagið ekki hafa mörg ár til stefnu, sé ætlunin að afstýra mestu hörmungunum. „Þetta er málefni sem er afskaplega mikilvægt og það ríður á að gera eitthvað núna. Aukaverkun af auknum koltvísýringi er líka súrnun sjávar. Það ógnar mjög útgerð á Ísland, sem er einn aðalatvinnuvegur þjóðarinnar og við erum að stefna fiskinum í ofsalega hættu.“ Stóriðja Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
„Við munum lesa upp kröfur til íslenskra stjórnvalda á fundinum á eftir um að ríkisstjórn Íslands víki frá þessari stóriðjustefnu, því hún samræmist ekki þeim skuldbindingum sem Ísland hefur gert á alþjóðavettvangi um að draga saman losun gróðurhúsalofttegunda,“ segir Hildur Knútsdóttir rithöfundur og einn skipuleggjenda Loftslagsgöngu Reykjavíkur sem farin verður klukkan 14 í dag. Hildur segir gönguna vera hluta af alþjóðlegri hreyfingu, People‘s Climate March og þegar hafa verið boðaðir yfir 2.700 viðburðir í dag og í gær í 160 löndum. „Þetta er gert til að setja pressu á leiðtogana og sýna að fólk er að pæla í þessu, hefur áhyggjur og vill alvöru aðgerðir. Það er stór fundur í New York á þriðjudaginn sem Ban Ki-moon stendur fyrir og hann er búinn að bjóða þjóðarleiðtogum þangað. Hugsunin með fundinum er að liðka fyrir að samkomulag náist á loftslagsráðstefnu í París á næsta ári. Hann er að reyna að veita leiðtogum vettvang til að ræða málin í rólegheitum svo að almennilegt samkomulag náist á næsta ári,“ segir Hildur en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sækir fundinn í New York fyrir Íslands hönd. Gangan hefst á Drekasvæðinu Loftslagsganga Reykjavíkur fer frá Drekasvæðinu svokallaða (fyrir framan söluturninn Drekann á horni Kárastígs, Grettisgötu og Frakkastígs) sem leið liggur upp Kárastíg, niður Skólavörðustíg, Bankastræti, Austurstræti og á Austurvöll. Þar verður haldinn kröfufundur og þess krafist að stjórnvöld virði skuldbindingar sínar í loftslagsmálum og taki af alvöru á málinu, „enda eru loftslagsbreytingar af mannavöldum stærsta ógn sem Ísland, og reyndar lífríki allt, stendur frammi fyrir,“ líkt og segir í tilkynningu. Hildur mun flytja ræðu ásamt Halldóri Björnssyni, hópstjóra loftlagsrannsókna hjá Veðurstofunni og Finni Guðmundarsyni Olgusyni landfræðinema. Veðrið í dag forsmekkur af því sem koma skal Hildur segir það ef til vill viðeigandi að veðrið sé eins og það er í dag, „því með hækkandi hitastigi mun líklega verða hvassara og blautara hér á Íslandi. Þetta er því kannski forsmekkurinn af því sem koma skal ef ekkert verður að gert.“ Hildur segir alþjóðasamfélagið ekki hafa mörg ár til stefnu, sé ætlunin að afstýra mestu hörmungunum. „Þetta er málefni sem er afskaplega mikilvægt og það ríður á að gera eitthvað núna. Aukaverkun af auknum koltvísýringi er líka súrnun sjávar. Það ógnar mjög útgerð á Ísland, sem er einn aðalatvinnuvegur þjóðarinnar og við erum að stefna fiskinum í ofsalega hættu.“
Stóriðja Reykjavík Loftslagsmál Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira