„Sá sem gerði þetta á skilið að sjást“ Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2014 09:12 Frá Friðlandinu að fjallabaki. Vísir/Vilhelm Ágúst Rúnarsson varð vitni að utanvegaakstri í Friðlandinu að fjallabaki, þann 20. september síðastliðinn, þar sem hann sá jeppa keyrt inn Jökulgilið. Þetta er eini dagurinn á árinu sem leyfilegt er að keyra inn gilið. Umræddum jeppa var keyrt um á miklum hraða og spólaði hann víða. „Það eru bændur sem að hafa þessa undanþágu samkvæmt reglugerð til að komast í smölun. Jeppakarlar og ferðamenn nýta sér þetta tækifæri oft,“ segir Ágúst í samtali við Vísi. Landið var friðlýst árið 1979 og á vef Umhverfisstofnunar segir að það hafi verið gert til að hindra spjöll á náttúru eða röskun á svip landsins. „Gestir svæðisins eru beðnir um að virða umgengnisreglur friðlandsins og leggja þannig sitt af mörkum svo að tilgangi friðlýsingar verði náð, þannig að allir bæði við og afkomendur okkar, fái notið náttúru friðlandsins til fullnustu,“ segir á vef UST. „Ég var með mínum félögum í gönguferð um svæðið þegar við urðum vitni að þessu. Öll vorum við mjög sjokkeruð yfir því hvernig þetta var. Okkur finnst að þegar menn fá þetta einstaka leyfi að keyra þarna um, eigi menn aðeins að sitja á sér. Sérstaklega þar sem þetta er nú friðland,“ segir Ágúst. Hann telur að utanvegaakstur á Íslandi fari minnkandi. Umfjöllun fjölmiðla undanfarið um utanvegaakstur gefi ekki rétta mynd af stöðu mála. „En svörtu sauðirnir skemma fyrir hinum, sem eru bara að njóta náttúrunnar og bera virðingu fyrir náttúrunni,“ segir Ágúst og bætir við: „Sá sem gerði þetta á skilið að sjást. Ég setti myndir af þessu á Facebook. Þar var einn jeppakarl alveg brjálaður og sagði þetta ekki skipta neinu máli. Þarna flæddi yfir og sporin myndu hverfa yfir veturinn. Það er þó ekki alveg svoleiðis því hann er að keyra yfir gróið svæði líka.“ Post by Agust Runarsson. Tengdar fréttir Ökuníðingurinn á Sólheimasandi fundinn og sektaður eftir utanvegaakstur Utanvegaaksturinn náðist á myndband sem vakti mikla athygli. "Við lögðum mikla vinnu í þetta en okkur tókst að hafa upp á honum,“ segir lögregla. 6. september 2014 23:51 Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Svæsinn utanvegaakstur: "Engin glóra í þessum akstri“ Lögreglan á Hvolsvelli segir fleiri tilkynningar um utanvegaakstur í sumar en undanfarin ár. Ástandið er mjög alvarlegt. 12. september 2014 16:00 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Ágúst Rúnarsson varð vitni að utanvegaakstri í Friðlandinu að fjallabaki, þann 20. september síðastliðinn, þar sem hann sá jeppa keyrt inn Jökulgilið. Þetta er eini dagurinn á árinu sem leyfilegt er að keyra inn gilið. Umræddum jeppa var keyrt um á miklum hraða og spólaði hann víða. „Það eru bændur sem að hafa þessa undanþágu samkvæmt reglugerð til að komast í smölun. Jeppakarlar og ferðamenn nýta sér þetta tækifæri oft,“ segir Ágúst í samtali við Vísi. Landið var friðlýst árið 1979 og á vef Umhverfisstofnunar segir að það hafi verið gert til að hindra spjöll á náttúru eða röskun á svip landsins. „Gestir svæðisins eru beðnir um að virða umgengnisreglur friðlandsins og leggja þannig sitt af mörkum svo að tilgangi friðlýsingar verði náð, þannig að allir bæði við og afkomendur okkar, fái notið náttúru friðlandsins til fullnustu,“ segir á vef UST. „Ég var með mínum félögum í gönguferð um svæðið þegar við urðum vitni að þessu. Öll vorum við mjög sjokkeruð yfir því hvernig þetta var. Okkur finnst að þegar menn fá þetta einstaka leyfi að keyra þarna um, eigi menn aðeins að sitja á sér. Sérstaklega þar sem þetta er nú friðland,“ segir Ágúst. Hann telur að utanvegaakstur á Íslandi fari minnkandi. Umfjöllun fjölmiðla undanfarið um utanvegaakstur gefi ekki rétta mynd af stöðu mála. „En svörtu sauðirnir skemma fyrir hinum, sem eru bara að njóta náttúrunnar og bera virðingu fyrir náttúrunni,“ segir Ágúst og bætir við: „Sá sem gerði þetta á skilið að sjást. Ég setti myndir af þessu á Facebook. Þar var einn jeppakarl alveg brjálaður og sagði þetta ekki skipta neinu máli. Þarna flæddi yfir og sporin myndu hverfa yfir veturinn. Það er þó ekki alveg svoleiðis því hann er að keyra yfir gróið svæði líka.“ Post by Agust Runarsson.
Tengdar fréttir Ökuníðingurinn á Sólheimasandi fundinn og sektaður eftir utanvegaakstur Utanvegaaksturinn náðist á myndband sem vakti mikla athygli. "Við lögðum mikla vinnu í þetta en okkur tókst að hafa upp á honum,“ segir lögregla. 6. september 2014 23:51 Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14 Svæsinn utanvegaakstur: "Engin glóra í þessum akstri“ Lögreglan á Hvolsvelli segir fleiri tilkynningar um utanvegaakstur í sumar en undanfarin ár. Ástandið er mjög alvarlegt. 12. september 2014 16:00 Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03 Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Ökuníðingurinn á Sólheimasandi fundinn og sektaður eftir utanvegaakstur Utanvegaaksturinn náðist á myndband sem vakti mikla athygli. "Við lögðum mikla vinnu í þetta en okkur tókst að hafa upp á honum,“ segir lögregla. 6. september 2014 23:51
Miklar skemmdir eftir utanvegaakstur við Landmannahelli „Það er mjög súrt að þurfa að eyða heilu vinnudögunum í þetta,“ segir landvörður. 25. ágúst 2014 17:14
Svæsinn utanvegaakstur: "Engin glóra í þessum akstri“ Lögreglan á Hvolsvelli segir fleiri tilkynningar um utanvegaakstur í sumar en undanfarin ár. Ástandið er mjög alvarlegt. 12. september 2014 16:00
Bíræfinn utanvegaakstur á Sólheimasandi: „Þetta er alveg út úr korti“ Myndband náðist af utanvegaakstri bílaleigubíls á sandbreiðunum og segir lögreglan á Hvolsvelli að þeir hafi aldrei orðið vitni að öðru eins. 4. september 2014 21:03
Stórfelld náttúruspjöll innan Friðlands að fjallabaki Umfangsmikil spjöll voru unnin innan Friðlands að fjallabaki með utanvegaakstri nú fyrir helgina. Lögreglan á Hvolsvelli lýsir eftir vitnum og gætu þeir seku átt von á sekt upp á hálfa milljón króna. 25. ágúst 2014 20:00