Innlent

Engar skemmdir unnar á gróðri

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm

Utanvegaakstur í Jökulgili í Friðlandinu að fjallabaki olli ekki skaða á umhverfinu. Myndband af athæfinu var birt á Vísi í morgun. Þar stóðu yfir upptökur vegna auglýsingar. Halldór Árnason var þar ásamt fleirum við tökur en hann segir að aksturinn hafi ekki ollið skaða á umhverfinu.

„Það var aldrei farið inn á grænt svæði. Við vorum allan tímann á melum sem munu fara undir vatn og með okkur voru menn sem þekkja vel til á svæðinu,“ segir Halldór. „Þeir þekkja svæðið eins og lófann á sér.“

Hann segir ástæðu þess að á myndbandinu líti út fyrir að um glannaakstur sé að ræða, sé vegna þess að upptökur hafi verið í gangi og að bílnum hann hafi keyrt nokkuð skart. Þó var það eingöngu gert á melunum.

Þar að auki hafði maður samband við Vísi fyrr í dag, sem sagðist hafa farið í leitir á svæðinu um árabil. Hann sagði marga smala keyra upp jökulgilið, en þegar hann færi aftur á svæðið í seinni leitir um tveimur vikum seinna, væru bílaförinn yfirleitt farin.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.