Innlent

Engar skemmdir unnar á gróðri

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Utanvegaakstur í Jökulgili í Friðlandinu að fjallabaki olli ekki skaða á umhverfinu. Myndband af athæfinu var birt á Vísi í morgun. Þar stóðu yfir upptökur vegna auglýsingar. Halldór Árnason var þar ásamt fleirum við tökur en hann segir að aksturinn hafi ekki ollið skaða á umhverfinu.

„Það var aldrei farið inn á grænt svæði. Við vorum allan tímann á melum sem munu fara undir vatn og með okkur voru menn sem þekkja vel til á svæðinu,“ segir Halldór. „Þeir þekkja svæðið eins og lófann á sér.“

Hann segir ástæðu þess að á myndbandinu líti út fyrir að um glannaakstur sé að ræða, sé vegna þess að upptökur hafi verið í gangi og að bílnum hann hafi keyrt nokkuð skart. Þó var það eingöngu gert á melunum.

Þar að auki hafði maður samband við Vísi fyrr í dag, sem sagðist hafa farið í leitir á svæðinu um árabil. Hann sagði marga smala keyra upp jökulgilið, en þegar hann færi aftur á svæðið í seinni leitir um tveimur vikum seinna, væru bílaförinn yfirleitt farin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.