Fótbolti

Færeyskur U-21 landsliðsmaður lést í vinnuslysi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zachariassen í leik með U-21 liði Færeyinga.
Zachariassen í leik með U-21 liði Færeyinga. Vísir/Getty
Færeyingar syrgja fráfall hins 22 ára gamla Gunnars Zachariassen en hann lést í vinnuslysi í vikunni.

Zachariassen var leikmaður hjá EB/Streymi og U-21 liði Færeyinga. Hann lék sem miðjumaður og var á sínum tíma á mála hjá Bröndby í Danmörku.

„Við erum í áfalli eftir að hafa misst góðan félaga og efnilegan leikmann,“ sagði Signar í Homrum, stjórnarformaður EB/Streymis. „Það er ekki aðeins EB/Streymur sem hefur misst efnilegan leikmann heldur hefur færeysk knattspyrna misst mikið.“

„En fyrst og fremst eru hugsanir okkar hjá nánustu ættingjum hans,“ bætti hann við.

Gunnar var að starfa við löndun í Vestaru-bryggju í Havn þegar hann lést.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×