Kemur fyllilega til greina að kaupa skattaupplýsingar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 28. september 2014 20:15 Greint var frá því í Fréttablaðinu á föstudag að embætti skattrannsóknarstjóra hefði fengið send sýnishorn af gögnum með nöfnum Íslendinga sem tengjast skattaskjólum og gögnin bendi til þess að hundruð Íslendinga hafi gerst sekir um skattaundanskot. Skattrannsóknarstjóri fékk gögnin send frá erlendum aðila sem vill selja þau og hefur embættið sent fjármálaráðuneytinu erindi vegna málsins þar sem tekin verður ákvörðun um hvort þau verði keypt.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag. Aðspurður um hvort til greina komi að kaupa þessi gögn sagði Bjarni. „Við viljum taka því mjög alvarlega og skoða það mjög vandlega að hvaða marki við getum nýtt slíkar upplýsingar. Mér finnst það koma fyllilega til greina að skoða það. Það kemur alveg til álita. Við þurfum að tryggja hins vegar að það sé gert með lögmætum hætti,“ segir Bjarni. Bjarni vísaði til þess að bandarísk stjórnvöld keyptu nýverið gögn af þessum toga fyrir háar fjárhæðir og sagði íslensk stjórnvöld þurfa að nota öll tiltæk ráð til þess að uppræta skattsvik. „Þegar við erum með upplýsingar eða leiðir til að uppræta skattsvik, þá þurfum við að grípa tækifærið. En í þessu tiltekna máli erum við að skoða hvort sá möguleiki sé fyrir hendi og ég vil auðvitað að það liggi fyrir að við séum ekki að greiða fyrir einskyns nýtar upplýsingar,“ sagði Bjarni. Tengdar fréttir Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann við Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Greint var frá því í Fréttablaðinu á föstudag að embætti skattrannsóknarstjóra hefði fengið send sýnishorn af gögnum með nöfnum Íslendinga sem tengjast skattaskjólum og gögnin bendi til þess að hundruð Íslendinga hafi gerst sekir um skattaundanskot. Skattrannsóknarstjóri fékk gögnin send frá erlendum aðila sem vill selja þau og hefur embættið sent fjármálaráðuneytinu erindi vegna málsins þar sem tekin verður ákvörðun um hvort þau verði keypt.Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag. Aðspurður um hvort til greina komi að kaupa þessi gögn sagði Bjarni. „Við viljum taka því mjög alvarlega og skoða það mjög vandlega að hvaða marki við getum nýtt slíkar upplýsingar. Mér finnst það koma fyllilega til greina að skoða það. Það kemur alveg til álita. Við þurfum að tryggja hins vegar að það sé gert með lögmætum hætti,“ segir Bjarni. Bjarni vísaði til þess að bandarísk stjórnvöld keyptu nýverið gögn af þessum toga fyrir háar fjárhæðir og sagði íslensk stjórnvöld þurfa að nota öll tiltæk ráð til þess að uppræta skattsvik. „Þegar við erum með upplýsingar eða leiðir til að uppræta skattsvik, þá þurfum við að grípa tækifærið. En í þessu tiltekna máli erum við að skoða hvort sá möguleiki sé fyrir hendi og ég vil auðvitað að það liggi fyrir að við séum ekki að greiða fyrir einskyns nýtar upplýsingar,“ sagði Bjarni.
Tengdar fréttir Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00 Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Innlent „Mjög óeðlileg nálgun“ Innlent Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Innlent Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent „Það er samkeppni um starfsfólk“ Innlent Fleiri fréttir Þyrlan sækir slasaðan göngumann við Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Vill þyngja refsingar við líkamsárásum Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða Sjá meira
Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00