Myndband: Dóp, nornaseiður og satanískar orgíur á Íslandi Þórður Ingi Jónsson skrifar 11. september 2014 14:30 Electric Wizard eru undir miklum áhrifum af gömlum hryllingsmyndum. Breska þungamálmsveitin Electric Wizard hefur nú gefið út nýtt myndband fyrir lagið Sadiowitch og er það að hluta til tekið upp á Íslandi. Electric Wizard spila það sem kallast „doom metal“, hægur, drunandi og níðþungur málmur en sveitin Black Sabbath lagði grunninn að stefnunni. Electric Wizard eru undir miklum áhrifum af gömlum hryllingsmyndum, dulspeki, dópi og bókmenntaverkum H.P. Lovecraft.Myndbandið er skotið uppi á Íslandi, Belgíu og Póllandi. Myndefnið er dökkt og dulrænt en þar má sjá satanískar orgíur og trúarathafnir ásamt nornum sjóðandi saman nornaseið. Listamaðurinn Páll Banine aðstoðaði við gerð myndbandsins en því var leikstýrt af belgísku leikstýrunni Shazzula Vultura. „Þegar hún kom til landsins þá vantaði hana hauskúpu úr manneskju,“ segir Palli og hlær. „Það var helvíti feit pöntun en ég náði að útvega afsteypu af alvöru hauskúpu.“ Myndbandið var meðal annars tekið upp á Raufarhöfn, Hveravöllum og í Dimmuborgum. Það hefur verið fjarlægt af YouTube en hægt er að sjá það hér á þýsku Noisey heimasíðunni. Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Breska þungamálmsveitin Electric Wizard hefur nú gefið út nýtt myndband fyrir lagið Sadiowitch og er það að hluta til tekið upp á Íslandi. Electric Wizard spila það sem kallast „doom metal“, hægur, drunandi og níðþungur málmur en sveitin Black Sabbath lagði grunninn að stefnunni. Electric Wizard eru undir miklum áhrifum af gömlum hryllingsmyndum, dulspeki, dópi og bókmenntaverkum H.P. Lovecraft.Myndbandið er skotið uppi á Íslandi, Belgíu og Póllandi. Myndefnið er dökkt og dulrænt en þar má sjá satanískar orgíur og trúarathafnir ásamt nornum sjóðandi saman nornaseið. Listamaðurinn Páll Banine aðstoðaði við gerð myndbandsins en því var leikstýrt af belgísku leikstýrunni Shazzula Vultura. „Þegar hún kom til landsins þá vantaði hana hauskúpu úr manneskju,“ segir Palli og hlær. „Það var helvíti feit pöntun en ég náði að útvega afsteypu af alvöru hauskúpu.“ Myndbandið var meðal annars tekið upp á Raufarhöfn, Hveravöllum og í Dimmuborgum. Það hefur verið fjarlægt af YouTube en hægt er að sjá það hér á þýsku Noisey heimasíðunni.
Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira