„Það er ráðherraglýjan sem komin er í augu háttvirts þingmanns“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. september 2014 22:58 Hart var tekist á í þinginu í dag um skattbreytingar. Össur Skarphéðinsson gagnrýndi Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar sem hefur lýst sig andsnúna hækkun matarskatts, fyrir að taka ekki umræðu um málið í þinginu. Ágreiningur er meðal meðal þingmanna stjórnarflokkanna um fjárlagafrumvarpið og tekjuöflunarfrumvarp þess. Framsóknarmenn hafa miklar efasemdir um hækkun matarskattsins. Auk hækkunar matarskattsins úr sjö prósentum í í tólf eru undanþágur frá virðisaukaskattinum eitt heitasta deiluefnið í þinginu. Það er fleira sem Framsóknarmenn eru óánægðir með. Frosti Sigurjónsson lýsti á mánudag efasemdum um afnám sykurskatts. Í gær steig svo Karl Garðarsson fram og benti á að veltan í seldum laxveiðileyfum í fyrra hefði numið 20 milljörðum króna. Þessi þjónusta ber ekki virðisaukaskatt og ekki stendur til að breyta því. Karli finnst óeðlilegt að þetta sé ennþá undanþegið virðisaukaskatti. Karl sagðist í samtali við Stöð 2 frekar eiga von á því að fjárlagafrumvarpið tæki breytingum til að koma til móts við fram komnar athugasemdir.Líka draumur Össurar að Vigdís verði ráðherra Þrátt fyrir athugasemdir framsóknarmanna hafa þeir haft hægt um sig í umræðu í þinginu um fjárlagafrumvarpið. Þannig hefur Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar lagst gegn hækkun matarskatts án þess að lýsa því viðhorfi úr ræðustól þingsins á yfirstandandi þingi. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýndi Vigdísi í dag fyrir að taka ekki umræðu um málið í þinginu. „Háttvirtur þingmaður hefur ekki enn skráð sig á mælendaskrá. Þó hefur hún farið og geipað í fjölmiðlum um það að hún ætli að skýra afstöðu sína hérna í þessum sal. En þegar háttvirtur þingmaður gengur hér framhjá mér og ég horfist í augu við hana þá sé ég hvað það er sem veldur því að hún hefur á síðustu dögum verið á hröðum flótta, svo sér undir hófa hennar, frá fyrri yfirlýsingum. Og það er ráðherraglýjan sem komin er í augu háttvirts þingmanns. Háttvirtur þingmaður á sama draum og ég, að hún verði ráðherra. Því það er líka draumur minn,“ sagði Össur. Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Hart var tekist á í þinginu í dag um skattbreytingar. Össur Skarphéðinsson gagnrýndi Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar sem hefur lýst sig andsnúna hækkun matarskatts, fyrir að taka ekki umræðu um málið í þinginu. Ágreiningur er meðal meðal þingmanna stjórnarflokkanna um fjárlagafrumvarpið og tekjuöflunarfrumvarp þess. Framsóknarmenn hafa miklar efasemdir um hækkun matarskattsins. Auk hækkunar matarskattsins úr sjö prósentum í í tólf eru undanþágur frá virðisaukaskattinum eitt heitasta deiluefnið í þinginu. Það er fleira sem Framsóknarmenn eru óánægðir með. Frosti Sigurjónsson lýsti á mánudag efasemdum um afnám sykurskatts. Í gær steig svo Karl Garðarsson fram og benti á að veltan í seldum laxveiðileyfum í fyrra hefði numið 20 milljörðum króna. Þessi þjónusta ber ekki virðisaukaskatt og ekki stendur til að breyta því. Karli finnst óeðlilegt að þetta sé ennþá undanþegið virðisaukaskatti. Karl sagðist í samtali við Stöð 2 frekar eiga von á því að fjárlagafrumvarpið tæki breytingum til að koma til móts við fram komnar athugasemdir.Líka draumur Össurar að Vigdís verði ráðherra Þrátt fyrir athugasemdir framsóknarmanna hafa þeir haft hægt um sig í umræðu í þinginu um fjárlagafrumvarpið. Þannig hefur Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlaganefndar lagst gegn hækkun matarskatts án þess að lýsa því viðhorfi úr ræðustól þingsins á yfirstandandi þingi. Össur Skarphéðinsson þingmaður Samfylkingarinnar gagnrýndi Vigdísi í dag fyrir að taka ekki umræðu um málið í þinginu. „Háttvirtur þingmaður hefur ekki enn skráð sig á mælendaskrá. Þó hefur hún farið og geipað í fjölmiðlum um það að hún ætli að skýra afstöðu sína hérna í þessum sal. En þegar háttvirtur þingmaður gengur hér framhjá mér og ég horfist í augu við hana þá sé ég hvað það er sem veldur því að hún hefur á síðustu dögum verið á hröðum flótta, svo sér undir hófa hennar, frá fyrri yfirlýsingum. Og það er ráðherraglýjan sem komin er í augu háttvirts þingmanns. Háttvirtur þingmaður á sama draum og ég, að hún verði ráðherra. Því það er líka draumur minn,“ sagði Össur.
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira