Námslán úr fortíðinni: Taka við ábyrgð föður sem lést fyrir 28 árum Kjartan Atli Kjartansson skrifar 18. september 2014 12:13 Bréfið hefur vakið athygli. Bréf frá Lánastofnun íslenskra námsmanna (LÍN) til barna manns sem lést fyrir 27 árum hefur vakið mikla athygli. Barnabarn mannsins birti bréfið á Facebook en þar kemur fram að börn mannsins séu orðin ábyrgðarmenn fyrir láni sem faðir þeirra ábyrgðist fyrir stjúpson sinn. Í bréfinu kemur fram að lánið er fallið á börn mannsins sem lést fyrir tæpum þremur áratugum, eftir að bú stjúpsonar hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Þar kemur fram að börn mannsins skuldi nú LÍN um tvær milljónir króna.Hrafnhildur Ásta.Eðlismunur að erfa lán eða ábyrgð Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri LÍN. Hún segir að þeir sem erfi einhvern, erfi ábyrgðir á lánum sem viðkomandi gekkst fyrir. Hún segir að samkvæmt lögum um einkaskipti eigi allar ábyrgðir að liggja fyrir þegar dánarbúi er skipt upp.Nú þurfa þeir sem taka námslán ekki lengur að hafa ábyrgðarmenn. „Ef þú ert lántakandi þá fellur lánið niður við andlát. Það er eðlismunur á því að erfingi taki við námslánum þess sem fellur frá eða taki við ábyrgðum hans, ef skuldarinn er ennþá á lífi,“ segir Hrafnhildur. Í tilfelli systkinanna eru þau orðin ábyrgðarmenn fyrir láni þar sem skuldarinn er enn lifandi. Lögunum um ábyrgðarmenn á námslánum var breytt árið 2009, en þau leiddu ekki til niðurfellingar á eldri ábyrgðum.Eins og fólki finnist að námslán eigi að vera öðruvísi „Þetta er bara eins og með önnur lán. Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Það virðist sem fólki finnist að það eigi að meðhöndla námslán með öðrum hætti. En þetta eru náttúrulega bara ábyrgðir og það gilda almennar reglur um það.“ Hrafnhildur segir jafnframt að svona atvik séu ekki algeng. „Nei, við erum með þrjátíu og þrjú þúsund greiðendur að lánum og ég tel þetta ekki vera algengt.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Bréf frá Lánastofnun íslenskra námsmanna (LÍN) til barna manns sem lést fyrir 27 árum hefur vakið mikla athygli. Barnabarn mannsins birti bréfið á Facebook en þar kemur fram að börn mannsins séu orðin ábyrgðarmenn fyrir láni sem faðir þeirra ábyrgðist fyrir stjúpson sinn. Í bréfinu kemur fram að lánið er fallið á börn mannsins sem lést fyrir tæpum þremur áratugum, eftir að bú stjúpsonar hans var tekið til gjaldþrotaskipta. Þar kemur fram að börn mannsins skuldi nú LÍN um tvær milljónir króna.Hrafnhildur Ásta.Eðlismunur að erfa lán eða ábyrgð Hrafnhildur Ásta Þorvaldsdóttir er framkvæmdastjóri LÍN. Hún segir að þeir sem erfi einhvern, erfi ábyrgðir á lánum sem viðkomandi gekkst fyrir. Hún segir að samkvæmt lögum um einkaskipti eigi allar ábyrgðir að liggja fyrir þegar dánarbúi er skipt upp.Nú þurfa þeir sem taka námslán ekki lengur að hafa ábyrgðarmenn. „Ef þú ert lántakandi þá fellur lánið niður við andlát. Það er eðlismunur á því að erfingi taki við námslánum þess sem fellur frá eða taki við ábyrgðum hans, ef skuldarinn er ennþá á lífi,“ segir Hrafnhildur. Í tilfelli systkinanna eru þau orðin ábyrgðarmenn fyrir láni þar sem skuldarinn er enn lifandi. Lögunum um ábyrgðarmenn á námslánum var breytt árið 2009, en þau leiddu ekki til niðurfellingar á eldri ábyrgðum.Eins og fólki finnist að námslán eigi að vera öðruvísi „Þetta er bara eins og með önnur lán. Námslán eru ekki frábrugðin öðrum lánum að þessu leyti,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Það virðist sem fólki finnist að það eigi að meðhöndla námslán með öðrum hætti. En þetta eru náttúrulega bara ábyrgðir og það gilda almennar reglur um það.“ Hrafnhildur segir jafnframt að svona atvik séu ekki algeng. „Nei, við erum með þrjátíu og þrjú þúsund greiðendur að lánum og ég tel þetta ekki vera algengt.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira