Efast um að forseti ASÍ standi við hótunina Hjörtur Hjartarson skrifar 18. september 2014 19:30 Forsætisráðherra dregur í efa að forseti ASÍ standi við hótanir um að láta af öllu samstarfi við ríkisstjórnina ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. Staðreynd málsins sé sú að frumvarpið skili fjörutíu milljörðum til heimilanna í landinu. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina fela sig á bakvið meðaltalsreikning sem nýtist þeim tekjulægstu ekki neitt. Forseti ASÍ, sagði fjárlagafrumvarpið vera aðför að launafólki samanber hækkun á matarskatti, styttingu bótatímabilsins og aukinn kostnaður sjúklinga í lyfjakaupum. Þetta sé gert á meðan dregið er úr álögum á hina efnameiri. „Ég veit ekki hvernig hann rökstyður þetta því að staðreynd málsins er sú að með fjárlagafrumvarpinu er verið að skila, ef svo má segja, til almennings, verulegu fjármagni, miðað við það sem hefur verið tekið af fólki á undanförnum árum. Þannig er gert ráð fyrir að skattkerfisbreytingarnar auki ráðstöfunartekjur fólks um fjóra milljarða en á heildina litið skili þetta fjörtíu milljörðum til heimilanna í landinu. Og þar er sérstaklega verið að huga að þeim sem eru með millitekjur og lágtekjuhópana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.Gylfi Arnbjörnsson brýndi félagsmenn sína á miðstjórnarfundi sambandsins í gær fyrir gerð komandi kjarasamninga. Hætt er við að eftirsóttur stöðugleiki fari út um gluggann ef til þess kemur að harðvítugar kjaradeilur séu það sem koma skal. „Já, auðvitað er það mikið áhyggjuefni og dyr okkar eru alltaf opnar ef að aðilar vinnumarkaðsins vilja ræða málin." En þó dyrnar séu opnar hjá forsætisráðherra þá mun ASÍ ekki ganga um þær ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Jájá, hann hótaði því. Maður verður að sýna því skilning að í aðdraganda kosninga í Alþýðusambandinu geta menn þurft að láta aðeins finna fyrir sér. En ég efast nú um að Gylfi telji það umbjóðendum sínum til gagns að hætta öllu þessu víðtæka samráði sem er í gangi við stjórnvöld,“ segir Sigmundur.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarEn hvernig má það vera að menn geta lesið og rýnt í sama frumvarpið en túlkað innihald þess með svo gjörólíkum hætti? „Það er auðvitað vegna þess að leikurinn sem forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann eru að leika hefur margoft verið leikinn í stjórnmálum áður. Hann felst í því að tala í meðaltölum. Að það sé hægt að reikna út eitthvað meðaltal um að þessvegna hafi allir það betra. Maður sem stendur með annan fótinn í eldi og hinn fótinn í ís, hefur það ekki að meðaltali gott,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Árni bætir því við að núverandi ríkisstjórn hafi aðeins eitt markmið. „Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að skerða lífsgæði venjulegs fólks og létta undir með þeim sem best hafa það,“ segir Árni. Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira
Forsætisráðherra dregur í efa að forseti ASÍ standi við hótanir um að láta af öllu samstarfi við ríkisstjórnina ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. Staðreynd málsins sé sú að frumvarpið skili fjörutíu milljörðum til heimilanna í landinu. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina fela sig á bakvið meðaltalsreikning sem nýtist þeim tekjulægstu ekki neitt. Forseti ASÍ, sagði fjárlagafrumvarpið vera aðför að launafólki samanber hækkun á matarskatti, styttingu bótatímabilsins og aukinn kostnaður sjúklinga í lyfjakaupum. Þetta sé gert á meðan dregið er úr álögum á hina efnameiri. „Ég veit ekki hvernig hann rökstyður þetta því að staðreynd málsins er sú að með fjárlagafrumvarpinu er verið að skila, ef svo má segja, til almennings, verulegu fjármagni, miðað við það sem hefur verið tekið af fólki á undanförnum árum. Þannig er gert ráð fyrir að skattkerfisbreytingarnar auki ráðstöfunartekjur fólks um fjóra milljarða en á heildina litið skili þetta fjörtíu milljörðum til heimilanna í landinu. Og þar er sérstaklega verið að huga að þeim sem eru með millitekjur og lágtekjuhópana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.Gylfi Arnbjörnsson brýndi félagsmenn sína á miðstjórnarfundi sambandsins í gær fyrir gerð komandi kjarasamninga. Hætt er við að eftirsóttur stöðugleiki fari út um gluggann ef til þess kemur að harðvítugar kjaradeilur séu það sem koma skal. „Já, auðvitað er það mikið áhyggjuefni og dyr okkar eru alltaf opnar ef að aðilar vinnumarkaðsins vilja ræða málin." En þó dyrnar séu opnar hjá forsætisráðherra þá mun ASÍ ekki ganga um þær ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Jájá, hann hótaði því. Maður verður að sýna því skilning að í aðdraganda kosninga í Alþýðusambandinu geta menn þurft að láta aðeins finna fyrir sér. En ég efast nú um að Gylfi telji það umbjóðendum sínum til gagns að hætta öllu þessu víðtæka samráði sem er í gangi við stjórnvöld,“ segir Sigmundur.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarEn hvernig má það vera að menn geta lesið og rýnt í sama frumvarpið en túlkað innihald þess með svo gjörólíkum hætti? „Það er auðvitað vegna þess að leikurinn sem forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann eru að leika hefur margoft verið leikinn í stjórnmálum áður. Hann felst í því að tala í meðaltölum. Að það sé hægt að reikna út eitthvað meðaltal um að þessvegna hafi allir það betra. Maður sem stendur með annan fótinn í eldi og hinn fótinn í ís, hefur það ekki að meðaltali gott,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Árni bætir því við að núverandi ríkisstjórn hafi aðeins eitt markmið. „Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að skerða lífsgæði venjulegs fólks og létta undir með þeim sem best hafa það,“ segir Árni.
Mest lesið Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Sjá meira