Efast um að forseti ASÍ standi við hótunina Hjörtur Hjartarson skrifar 18. september 2014 19:30 Forsætisráðherra dregur í efa að forseti ASÍ standi við hótanir um að láta af öllu samstarfi við ríkisstjórnina ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. Staðreynd málsins sé sú að frumvarpið skili fjörutíu milljörðum til heimilanna í landinu. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina fela sig á bakvið meðaltalsreikning sem nýtist þeim tekjulægstu ekki neitt. Forseti ASÍ, sagði fjárlagafrumvarpið vera aðför að launafólki samanber hækkun á matarskatti, styttingu bótatímabilsins og aukinn kostnaður sjúklinga í lyfjakaupum. Þetta sé gert á meðan dregið er úr álögum á hina efnameiri. „Ég veit ekki hvernig hann rökstyður þetta því að staðreynd málsins er sú að með fjárlagafrumvarpinu er verið að skila, ef svo má segja, til almennings, verulegu fjármagni, miðað við það sem hefur verið tekið af fólki á undanförnum árum. Þannig er gert ráð fyrir að skattkerfisbreytingarnar auki ráðstöfunartekjur fólks um fjóra milljarða en á heildina litið skili þetta fjörtíu milljörðum til heimilanna í landinu. Og þar er sérstaklega verið að huga að þeim sem eru með millitekjur og lágtekjuhópana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.Gylfi Arnbjörnsson brýndi félagsmenn sína á miðstjórnarfundi sambandsins í gær fyrir gerð komandi kjarasamninga. Hætt er við að eftirsóttur stöðugleiki fari út um gluggann ef til þess kemur að harðvítugar kjaradeilur séu það sem koma skal. „Já, auðvitað er það mikið áhyggjuefni og dyr okkar eru alltaf opnar ef að aðilar vinnumarkaðsins vilja ræða málin." En þó dyrnar séu opnar hjá forsætisráðherra þá mun ASÍ ekki ganga um þær ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Jájá, hann hótaði því. Maður verður að sýna því skilning að í aðdraganda kosninga í Alþýðusambandinu geta menn þurft að láta aðeins finna fyrir sér. En ég efast nú um að Gylfi telji það umbjóðendum sínum til gagns að hætta öllu þessu víðtæka samráði sem er í gangi við stjórnvöld,“ segir Sigmundur.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarEn hvernig má það vera að menn geta lesið og rýnt í sama frumvarpið en túlkað innihald þess með svo gjörólíkum hætti? „Það er auðvitað vegna þess að leikurinn sem forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann eru að leika hefur margoft verið leikinn í stjórnmálum áður. Hann felst í því að tala í meðaltölum. Að það sé hægt að reikna út eitthvað meðaltal um að þessvegna hafi allir það betra. Maður sem stendur með annan fótinn í eldi og hinn fótinn í ís, hefur það ekki að meðaltali gott,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Árni bætir því við að núverandi ríkisstjórn hafi aðeins eitt markmið. „Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að skerða lífsgæði venjulegs fólks og létta undir með þeim sem best hafa það,“ segir Árni. Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira
Forsætisráðherra dregur í efa að forseti ASÍ standi við hótanir um að láta af öllu samstarfi við ríkisstjórnina ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. Staðreynd málsins sé sú að frumvarpið skili fjörutíu milljörðum til heimilanna í landinu. Formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina fela sig á bakvið meðaltalsreikning sem nýtist þeim tekjulægstu ekki neitt. Forseti ASÍ, sagði fjárlagafrumvarpið vera aðför að launafólki samanber hækkun á matarskatti, styttingu bótatímabilsins og aukinn kostnaður sjúklinga í lyfjakaupum. Þetta sé gert á meðan dregið er úr álögum á hina efnameiri. „Ég veit ekki hvernig hann rökstyður þetta því að staðreynd málsins er sú að með fjárlagafrumvarpinu er verið að skila, ef svo má segja, til almennings, verulegu fjármagni, miðað við það sem hefur verið tekið af fólki á undanförnum árum. Þannig er gert ráð fyrir að skattkerfisbreytingarnar auki ráðstöfunartekjur fólks um fjóra milljarða en á heildina litið skili þetta fjörtíu milljörðum til heimilanna í landinu. Og þar er sérstaklega verið að huga að þeim sem eru með millitekjur og lágtekjuhópana,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.Gylfi Arnbjörnsson brýndi félagsmenn sína á miðstjórnarfundi sambandsins í gær fyrir gerð komandi kjarasamninga. Hætt er við að eftirsóttur stöðugleiki fari út um gluggann ef til þess kemur að harðvítugar kjaradeilur séu það sem koma skal. „Já, auðvitað er það mikið áhyggjuefni og dyr okkar eru alltaf opnar ef að aðilar vinnumarkaðsins vilja ræða málin." En þó dyrnar séu opnar hjá forsætisráðherra þá mun ASÍ ekki ganga um þær ef fjárlagafrumvarpið verður samþykkt óbreytt. „Jájá, hann hótaði því. Maður verður að sýna því skilning að í aðdraganda kosninga í Alþýðusambandinu geta menn þurft að láta aðeins finna fyrir sér. En ég efast nú um að Gylfi telji það umbjóðendum sínum til gagns að hætta öllu þessu víðtæka samráði sem er í gangi við stjórnvöld,“ segir Sigmundur.Árni Páll Árnason, formaður SamfylkingarinnarEn hvernig má það vera að menn geta lesið og rýnt í sama frumvarpið en túlkað innihald þess með svo gjörólíkum hætti? „Það er auðvitað vegna þess að leikurinn sem forsætisráðherrann og fjármálaráðherrann eru að leika hefur margoft verið leikinn í stjórnmálum áður. Hann felst í því að tala í meðaltölum. Að það sé hægt að reikna út eitthvað meðaltal um að þessvegna hafi allir það betra. Maður sem stendur með annan fótinn í eldi og hinn fótinn í ís, hefur það ekki að meðaltali gott,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. Árni bætir því við að núverandi ríkisstjórn hafi aðeins eitt markmið. „Allar aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða að því að skerða lífsgæði venjulegs fólks og létta undir með þeim sem best hafa það,“ segir Árni.
Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Fleiri fréttir Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Sjá meira