Heiðruðu Sesselju, Landspítalinn og FME fyrir vistvænar samgöngur Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2014 18:35 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti viðururkenningarnar síðdegis í dag. Mynd/Reykjavíkurborg Sesselja Traustadóttir, Landspítalinn og Fjármálaeftirlitið voru í dag heiðruð af Reykjavíkurborg fyrir vinnu sína að vistvænum samgöngum. Reykjavíkurborg veitir árlega samgönguviðurkenningu sína í tengslum við evrópska samgönguviku og afhenti borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, viðurkenningarnar síðdegis í dag. Sesselja Traustadóttir var heiðruð fyrir frumkvöðlastarf í þágu bættrar hjólamenningar, Fjármálaeftirlitið fékk Samgönguviðurkenningu í hópi minni vinnustaða og Landspítalinn fékk Samgönguviðurkenningu í hópi stórra vinnustaða. Þá fékk Landspítalinn einnig Hjólaskálina, viðurkenningu fyrir bætta hjólamenningu.Frumkvöðull og skapari Dr. Bæk Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Sesselja Traustadóttir hafi verið heiðruð sérstaklega sem frumkvöðull, en hún hefur verið einstaklega ötul við að hvetja borgarbúa að nýta sér hjólreiðar sem samgöngumáta. „Sesselja hefur lagt mörgum verkefnum lið. Staðið vaktina í verkefninu Hjólað í vinnuna, hún er einn upphafsmanna Hjólum í skólann, hún hefur verið með fyrirlestra um hjólreiðar og hjólafærni víða. Hún er virkur þátttakandi í félagsstarfi hjólreiðafólks og er einn aðstandenda Hjólafærni, sem býður upp á margvíslega þjónustu og nægir þar minnast á ofurhetjuna Dr. Bæk, sem nær að vera á mörgum stöðum í einu, ef því er að skipta.“Áhugi jókst með fjárhagslegum hvata Landspítalinn fékk Samgönguviðurkenningu 2014 í hópi stórra vinnustaða, en spítalinn setti sér samgöngustefnu í maí 2011 og síðar heildstæða umhverfisstefnu. „Í könnun spítalans árið 2011 sýndu starfsmenn áhuga á að ferðast með vistvænum hætti og í kjölfarið var hafist handa við að bæta aðstöðu hjólreiðamanna og koma á afslætti í strætó fyrir starfsfólk. Góðri aðstöðu fyrir hjól með hjólastæðum, yfirbyggðum hjólastæðum og læstum hjólageymslum var komið upp. Mesta breyting á ferðavenjum starfsmanna varð þó eftir að settur var fjárhagslegur hvati með samgöngusamningum í maí á þessu ári, en í kjölfar þess fjölgaði starfsmönnum sem ferðast með vistvænum hætti um 360 manns. 28% starfsmanna ferðast nú með vistvænum hætti til og frá vinnu. Landspítalinn hefur sýnt að hægt er að breyta stemningu og virkja starfsfólk. Í ljósi aðgerðaráætlunar spítalans um vist- og heilsuvænar samgöngur getum við jafnvel búist við enn meiri árangri.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans veitti viðurkenningunni viðtöku.Bætt heilsa með virkum samgöngusamningi Fjármálaeftirlitið hlaut Samgönguviðurkenningu 2014 í hópi lítilla vinnustaða. Hjá Fjármálaeftirlitinu var samgöngustefna innleidd í júní 2013 og að því tilefni voru teknir upp samgöngusamningar við starfsfólk. Um mitt þetta ár var þriðjungur starfsmanna með virkan samning. „Ferðavenjukönnun sýnir að hlutfall þeirra sem koma oftast einir í bíl lækkaði úr 84% í 58% á milli ára. Fjármálaeftirlitið tekur reglulega saman heilsufarsmælingar og hefur sýnt sig að þeir sem eru með virkan samgöngusamning eru almennt minna frá vegna veikinda en þeir sem eru ekki með samning,“ segir í tilkynningunni, en Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, tók við samgönguviðurkenningunni. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Sesselja Traustadóttir, Landspítalinn og Fjármálaeftirlitið voru í dag heiðruð af Reykjavíkurborg fyrir vinnu sína að vistvænum samgöngum. Reykjavíkurborg veitir árlega samgönguviðurkenningu sína í tengslum við evrópska samgönguviku og afhenti borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, viðurkenningarnar síðdegis í dag. Sesselja Traustadóttir var heiðruð fyrir frumkvöðlastarf í þágu bættrar hjólamenningar, Fjármálaeftirlitið fékk Samgönguviðurkenningu í hópi minni vinnustaða og Landspítalinn fékk Samgönguviðurkenningu í hópi stórra vinnustaða. Þá fékk Landspítalinn einnig Hjólaskálina, viðurkenningu fyrir bætta hjólamenningu.Frumkvöðull og skapari Dr. Bæk Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að Sesselja Traustadóttir hafi verið heiðruð sérstaklega sem frumkvöðull, en hún hefur verið einstaklega ötul við að hvetja borgarbúa að nýta sér hjólreiðar sem samgöngumáta. „Sesselja hefur lagt mörgum verkefnum lið. Staðið vaktina í verkefninu Hjólað í vinnuna, hún er einn upphafsmanna Hjólum í skólann, hún hefur verið með fyrirlestra um hjólreiðar og hjólafærni víða. Hún er virkur þátttakandi í félagsstarfi hjólreiðafólks og er einn aðstandenda Hjólafærni, sem býður upp á margvíslega þjónustu og nægir þar minnast á ofurhetjuna Dr. Bæk, sem nær að vera á mörgum stöðum í einu, ef því er að skipta.“Áhugi jókst með fjárhagslegum hvata Landspítalinn fékk Samgönguviðurkenningu 2014 í hópi stórra vinnustaða, en spítalinn setti sér samgöngustefnu í maí 2011 og síðar heildstæða umhverfisstefnu. „Í könnun spítalans árið 2011 sýndu starfsmenn áhuga á að ferðast með vistvænum hætti og í kjölfarið var hafist handa við að bæta aðstöðu hjólreiðamanna og koma á afslætti í strætó fyrir starfsfólk. Góðri aðstöðu fyrir hjól með hjólastæðum, yfirbyggðum hjólastæðum og læstum hjólageymslum var komið upp. Mesta breyting á ferðavenjum starfsmanna varð þó eftir að settur var fjárhagslegur hvati með samgöngusamningum í maí á þessu ári, en í kjölfar þess fjölgaði starfsmönnum sem ferðast með vistvænum hætti um 360 manns. 28% starfsmanna ferðast nú með vistvænum hætti til og frá vinnu. Landspítalinn hefur sýnt að hægt er að breyta stemningu og virkja starfsfólk. Í ljósi aðgerðaráætlunar spítalans um vist- og heilsuvænar samgöngur getum við jafnvel búist við enn meiri árangri.“ Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans veitti viðurkenningunni viðtöku.Bætt heilsa með virkum samgöngusamningi Fjármálaeftirlitið hlaut Samgönguviðurkenningu 2014 í hópi lítilla vinnustaða. Hjá Fjármálaeftirlitinu var samgöngustefna innleidd í júní 2013 og að því tilefni voru teknir upp samgöngusamningar við starfsfólk. Um mitt þetta ár var þriðjungur starfsmanna með virkan samning. „Ferðavenjukönnun sýnir að hlutfall þeirra sem koma oftast einir í bíl lækkaði úr 84% í 58% á milli ára. Fjármálaeftirlitið tekur reglulega saman heilsufarsmælingar og hefur sýnt sig að þeir sem eru með virkan samgöngusamning eru almennt minna frá vegna veikinda en þeir sem eru ekki með samning,“ segir í tilkynningunni, en Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, tók við samgönguviðurkenningunni.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira