"Einlægt rapp þar sem við tölum vel um stelpur“ Þórður Ingi Jónsson skrifar 1. september 2014 11:03 Skjáskot úr myndbandinu við lagið Tilfinningatossi. Reykvíska rappsveitin I.B.M býður upp á frumsýningu á glænýju tónlistarmyndbandi í kvöld. Það er myndband við lagið Tilfinningatossi sem verður sýnt á Stofunni í kvöld klukkan níu. Eftir sýninguna er síðan forhlustun á nýrri plötu I.B.M, Viltu vera memm, sem sveitin leggur nú lokahönd á. Ljósmyndarinn Magnús Andersen leikstýrði myndbandinu en samkvæmt Loga Höskuldssyni, taktsmiði I.B.M, komu allir meðlimir sveitarinnar að gerð myndbandsins á einhvern hátt. Meðlimir sveitarinnar eru Logi, Magnús Dagur Sævarsson, Pálmi Freyr Hauksson, Jóhann Leó Lindusson-Birgisson, Magnús Andersen, Þórður Hermannsson og Hrafnhildur Helgadóttir.Úr myndbandinu.Samkvæmt Loga skipta meðlimir hlutverkum innan sveitarinnar milli sín. „Jóhann sér um allt umbrot fyrir prent og myndir. Magnús er yfirljósmyndari. Ég geri alla taktana, Pálmi býr til texta, Dagur er „hype“-maðurinn, Hrafnhildur er listrænn stjórnandi. Það rappa samt allir smá á nýju plötunni. Þetta er grúppa af fólki sem vinnur saman undir merkjum I.B.M og er eiginlega rappgrúppa en er líka að gera alls konar annað, svo sem útvarpsleikrit,“ segir Logi. „Enginn af okkur hefur verið að gera rapp eða neitt þannig, við erum eiginlega bara að giska á hvað maður á að gera." Þá samanstendur sveitin af fáum tónlistarmönnum en fyrir utan Loga og Dag, sem hafa lifað og hrærst í tónlist lengi, þá starfa meðlimirnir aðallega sem myndlistarmenn. "Þetta er einlægt rapp þar sem við tölum vel um stelpur,“ segir Logi. Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Reykvíska rappsveitin I.B.M býður upp á frumsýningu á glænýju tónlistarmyndbandi í kvöld. Það er myndband við lagið Tilfinningatossi sem verður sýnt á Stofunni í kvöld klukkan níu. Eftir sýninguna er síðan forhlustun á nýrri plötu I.B.M, Viltu vera memm, sem sveitin leggur nú lokahönd á. Ljósmyndarinn Magnús Andersen leikstýrði myndbandinu en samkvæmt Loga Höskuldssyni, taktsmiði I.B.M, komu allir meðlimir sveitarinnar að gerð myndbandsins á einhvern hátt. Meðlimir sveitarinnar eru Logi, Magnús Dagur Sævarsson, Pálmi Freyr Hauksson, Jóhann Leó Lindusson-Birgisson, Magnús Andersen, Þórður Hermannsson og Hrafnhildur Helgadóttir.Úr myndbandinu.Samkvæmt Loga skipta meðlimir hlutverkum innan sveitarinnar milli sín. „Jóhann sér um allt umbrot fyrir prent og myndir. Magnús er yfirljósmyndari. Ég geri alla taktana, Pálmi býr til texta, Dagur er „hype“-maðurinn, Hrafnhildur er listrænn stjórnandi. Það rappa samt allir smá á nýju plötunni. Þetta er grúppa af fólki sem vinnur saman undir merkjum I.B.M og er eiginlega rappgrúppa en er líka að gera alls konar annað, svo sem útvarpsleikrit,“ segir Logi. „Enginn af okkur hefur verið að gera rapp eða neitt þannig, við erum eiginlega bara að giska á hvað maður á að gera." Þá samanstendur sveitin af fáum tónlistarmönnum en fyrir utan Loga og Dag, sem hafa lifað og hrærst í tónlist lengi, þá starfa meðlimirnir aðallega sem myndlistarmenn. "Þetta er einlægt rapp þar sem við tölum vel um stelpur,“ segir Logi.
Tónlist Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Gagnrýni Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira