Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins Tinni Sveinsson skrifar 26. ágúst 2014 18:30 Í gærkvöldi var haldið útgáfuhóf fyrir rafrænu ljóðabókina Vísur eftir Birki Blæ Ingólfsson, sem kom út hér á Vísi í gærdag. Ljóðabókin er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum en með því að hala niður litlu forriti, birtist hún í stað hefðbundins kommentakerfis hér á Vísi. Birkir Blær gefur bókina út í samstarfi við Vísi og útgáfufélagið Meðgönguljóð. Hönnun bókarinnar var í höndum Katrínar Helenu Jónsdóttur en það var Jón Eðvald Vignisson sem hannaði hugbúnaðinn. Í tilefni útgáfunnar var boðið til hófs á skemmtistaðnum Húrra í gærkvöldi þar sem Birkir Blær las upp nokkur ljóð. Hann gerði síðan gott betur og steig á stokk með jazzhljómsveit sinni og spilaði nokkur lög en hann er fær saxófónleikari. Ljósmyndarinn Friðrik Fr. smellti nokkrum myndum af gestunum sem sjá má hér fyrir ofan. Ljóðabók af þessu tagi er líklega hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum en Birkir er búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum í einhvern tíma. „Á Íslandi koma út fjölmargar ljóðabækur á hverju ári, en ég er ekki viss um að margir gefi sér tíma til að lesa þau,“ segir Birkir. „Kannski er það vegna þess að enginn hefur áhuga á ljóðum lengur. En kannski er það vegna þess að enginn nennir að gera sér ferð út í bókabúð. Fólk lifir og hrærist inni á internetinu og þetta er tilraun til að sjanghæja ljóðum inn í þann veruleika.“ Ljóðabókina er hægt að skoða í Google Chrome-vafra með því að sækja vafraviðbót í Chrome Web Store. Hún birtist síðan fyrir neðan fréttir í Lífinu á Vísi, ljóð fyrir ljóð. Þegar lesandi er kominn út að enda bókarinnar hverfur hún úr vafranum og hefðbundið kommentakerfi birtist aftur.Við hvetjum fólk til að ná í þessa skemmtilegu ljóðabók en hægt er að nálgast hana hér. Tengdar fréttir Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Í gærkvöldi var haldið útgáfuhóf fyrir rafrænu ljóðabókina Vísur eftir Birki Blæ Ingólfsson, sem kom út hér á Vísi í gærdag. Ljóðabókin er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum en með því að hala niður litlu forriti, birtist hún í stað hefðbundins kommentakerfis hér á Vísi. Birkir Blær gefur bókina út í samstarfi við Vísi og útgáfufélagið Meðgönguljóð. Hönnun bókarinnar var í höndum Katrínar Helenu Jónsdóttur en það var Jón Eðvald Vignisson sem hannaði hugbúnaðinn. Í tilefni útgáfunnar var boðið til hófs á skemmtistaðnum Húrra í gærkvöldi þar sem Birkir Blær las upp nokkur ljóð. Hann gerði síðan gott betur og steig á stokk með jazzhljómsveit sinni og spilaði nokkur lög en hann er fær saxófónleikari. Ljósmyndarinn Friðrik Fr. smellti nokkrum myndum af gestunum sem sjá má hér fyrir ofan. Ljóðabók af þessu tagi er líklega hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum en Birkir er búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum í einhvern tíma. „Á Íslandi koma út fjölmargar ljóðabækur á hverju ári, en ég er ekki viss um að margir gefi sér tíma til að lesa þau,“ segir Birkir. „Kannski er það vegna þess að enginn hefur áhuga á ljóðum lengur. En kannski er það vegna þess að enginn nennir að gera sér ferð út í bókabúð. Fólk lifir og hrærist inni á internetinu og þetta er tilraun til að sjanghæja ljóðum inn í þann veruleika.“ Ljóðabókina er hægt að skoða í Google Chrome-vafra með því að sækja vafraviðbót í Chrome Web Store. Hún birtist síðan fyrir neðan fréttir í Lífinu á Vísi, ljóð fyrir ljóð. Þegar lesandi er kominn út að enda bókarinnar hverfur hún úr vafranum og hefðbundið kommentakerfi birtist aftur.Við hvetjum fólk til að ná í þessa skemmtilegu ljóðabók en hægt er að nálgast hana hér.
Tengdar fréttir Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38 Mest lesið Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Herra Hnetusmjör og Sara keyptu draumahúsið Lífið Fleiri fréttir Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Sjá meira
Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38