Fögnuðu Vísum og brotthvarfi kommentakerfisins Tinni Sveinsson skrifar 26. ágúst 2014 18:30 Í gærkvöldi var haldið útgáfuhóf fyrir rafrænu ljóðabókina Vísur eftir Birki Blæ Ingólfsson, sem kom út hér á Vísi í gærdag. Ljóðabókin er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum en með því að hala niður litlu forriti, birtist hún í stað hefðbundins kommentakerfis hér á Vísi. Birkir Blær gefur bókina út í samstarfi við Vísi og útgáfufélagið Meðgönguljóð. Hönnun bókarinnar var í höndum Katrínar Helenu Jónsdóttur en það var Jón Eðvald Vignisson sem hannaði hugbúnaðinn. Í tilefni útgáfunnar var boðið til hófs á skemmtistaðnum Húrra í gærkvöldi þar sem Birkir Blær las upp nokkur ljóð. Hann gerði síðan gott betur og steig á stokk með jazzhljómsveit sinni og spilaði nokkur lög en hann er fær saxófónleikari. Ljósmyndarinn Friðrik Fr. smellti nokkrum myndum af gestunum sem sjá má hér fyrir ofan. Ljóðabók af þessu tagi er líklega hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum en Birkir er búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum í einhvern tíma. „Á Íslandi koma út fjölmargar ljóðabækur á hverju ári, en ég er ekki viss um að margir gefi sér tíma til að lesa þau,“ segir Birkir. „Kannski er það vegna þess að enginn hefur áhuga á ljóðum lengur. En kannski er það vegna þess að enginn nennir að gera sér ferð út í bókabúð. Fólk lifir og hrærist inni á internetinu og þetta er tilraun til að sjanghæja ljóðum inn í þann veruleika.“ Ljóðabókina er hægt að skoða í Google Chrome-vafra með því að sækja vafraviðbót í Chrome Web Store. Hún birtist síðan fyrir neðan fréttir í Lífinu á Vísi, ljóð fyrir ljóð. Þegar lesandi er kominn út að enda bókarinnar hverfur hún úr vafranum og hefðbundið kommentakerfi birtist aftur.Við hvetjum fólk til að ná í þessa skemmtilegu ljóðabók en hægt er að nálgast hana hér. Tengdar fréttir Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Í gærkvöldi var haldið útgáfuhóf fyrir rafrænu ljóðabókina Vísur eftir Birki Blæ Ingólfsson, sem kom út hér á Vísi í gærdag. Ljóðabókin er sú fyrsta sinnar tegundar í heiminum en með því að hala niður litlu forriti, birtist hún í stað hefðbundins kommentakerfis hér á Vísi. Birkir Blær gefur bókina út í samstarfi við Vísi og útgáfufélagið Meðgönguljóð. Hönnun bókarinnar var í höndum Katrínar Helenu Jónsdóttur en það var Jón Eðvald Vignisson sem hannaði hugbúnaðinn. Í tilefni útgáfunnar var boðið til hófs á skemmtistaðnum Húrra í gærkvöldi þar sem Birkir Blær las upp nokkur ljóð. Hann gerði síðan gott betur og steig á stokk með jazzhljómsveit sinni og spilaði nokkur lög en hann er fær saxófónleikari. Ljósmyndarinn Friðrik Fr. smellti nokkrum myndum af gestunum sem sjá má hér fyrir ofan. Ljóðabók af þessu tagi er líklega hin fyrsta sinnar tegundar í heiminum en Birkir er búinn að ganga með þessa hugmynd í kollinum í einhvern tíma. „Á Íslandi koma út fjölmargar ljóðabækur á hverju ári, en ég er ekki viss um að margir gefi sér tíma til að lesa þau,“ segir Birkir. „Kannski er það vegna þess að enginn hefur áhuga á ljóðum lengur. En kannski er það vegna þess að enginn nennir að gera sér ferð út í bókabúð. Fólk lifir og hrærist inni á internetinu og þetta er tilraun til að sjanghæja ljóðum inn í þann veruleika.“ Ljóðabókina er hægt að skoða í Google Chrome-vafra með því að sækja vafraviðbót í Chrome Web Store. Hún birtist síðan fyrir neðan fréttir í Lífinu á Vísi, ljóð fyrir ljóð. Þegar lesandi er kominn út að enda bókarinnar hverfur hún úr vafranum og hefðbundið kommentakerfi birtist aftur.Við hvetjum fólk til að ná í þessa skemmtilegu ljóðabók en hægt er að nálgast hana hér.
Tengdar fréttir Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38 Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Menning Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Lífið Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Lífið Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Lífið Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Lífið Cooper bað móðurina um hönd Hadid Lífið Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Lífið Laufey á landinu Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Vísa ásökunum Skinner um kosningasvindl á bug Kimmel ávarpar bresku þjóðina: Frábært ár fyrir fasisma „Ég hugsa til þín á hverjum einasta degi“ Stjörnulífið: Óskar tíkunum gleðilegra jóla Veikindi eyðilögðu líka stóru stund Manúelu Hefur misst vini og kunningja vegna skoðana sinna Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Frægir fundu ástina 2025 Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Útgefandi Walliams lætur hann róa Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Sjá meira
Skiptir út kommentakerfinu fyrir ljóð Birkir Blær Ingólfsson gefur út ljóðabók í dag sem eingöngu er hægt að nálgast á fréttavef Vísis þar sem lesendur geta skipt athugasemdakerfinu út fyrir ljóð. 25. ágúst 2014 09:38