Innlent

Undarlegt kattahvarf: Saknar átta katta af heimili sínu

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Vísir/Getty
Kjartan Ágústsson, bóndi á Löngumýri á Skeiðum lýsir eftir átta köttum sem hafa horfið frá honum í sumar. Hann telur að köttunum hafi verið komið fyrir kattarnef.  Kjartan hefur ekki hugmynd um hvar þeir gætu verið og er eitt spurningarmerki um hvarf kattanna.

„Ég hef ekki hugmynd um þá, þeir hafa bara verið að hverfa í sumar, eða frá því í vor. Þeir byrjuðu að hverfa einn og einn og síðan þrír, fjórir í lokinn og síðan ekki sögunnar meir. Þetta eru bara venjulegir heimiliskettir, allt frá því að vera eins ár og upp í vera nokkuð fullorðnir,“ segir Kjartan. Kettirnir eru flestir gæfir og mannelskir.

„Einhvern veginn hefur þeim verið komið fyrir kattanef ef svo má segja,“ bætir Kjartan við.

En á Kjartan sér einhverja óvildarmenn sem gætu hafa tekið kettina ?

„Ég vil nú ekki ætla neinum það en einhvern veginn hafa þeir horfið, ég veit ekki meir“, segir Kjartan.

Hann biður alla þá sem vita eitthvað um hvar kattanna að setja sig í samband við sig, símanúmerið er í símaskránni og á ja.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×