"Mozart teknósins“ snýr aftur Þórður Ingi Jónsson skrifar 19. ágúst 2014 18:00 Aphex Twin er fríður maður. Bretinn Richard D. James, best þekktur sem Aphex Twin, er vafalaust einn ástsælasti tónlistarmaður heims. Tímaritið The Guardian hefur kallað hann „frumlegasta og áhrifamesta karakter raftónlistarsenunnar“ og tónlistartímaritið MOJO krýndi hann „Mozart teknósins“ á tíunda áratugnum. Svo virðist sem Aphex hafi vaknað úr löngum dvala í ár, flestum tónlistarunnendum til mikillar gleði. Hann hefur nú tilkynnt um nýja plötu í bígerð að nafni Syro en seinasta platan drukQs kom út fyrir 13 árum og var talið meistarastykki sem spannaði margar tónlistarstefnur. Aphex er meðal annars þekktur fyrir mikið skopskyn og dularfullan prakkaraskap en síðastliðinn laugardag mátti glitta í loftbelg svífandi yfir Lundúnaborg merktum Aphex Twin merkinu fræga. Þetta var strax túlkað sem vísbending um mögulega endurkomu meistarans en tveimur dögum seinna var hlekkur settur inn á Twitter síðu Aphex þar sem hann gaf meðal annars upp nafnið á plötunni og lagalistann. Ekki var þó allt með felldu þar sem ómögulegt var að nálgast hlekkinn á hefðbundnum netvöfrum. Þetta er annar glaðningurinn fyrir aðdáendur hans í ár. Óútgefna platan Caustic Window, gerð árið 1994 undir því nafni (eitt af fjölmörgum alteregóum hans) var loksins gerð fáanleg í ár eftir að upprunaleg prufuútgáfa plötunnar á vínyl var auglýst til sölu á netinu. Platan var keypt fyrir 47.000$ eða um fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það var höfundur Minecraft leikjanna, Svíinn Markus Persson sem gerði kaupin og fékk án efa þónokkur nördastig í kladdann fyrir. Tónlist Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Bretinn Richard D. James, best þekktur sem Aphex Twin, er vafalaust einn ástsælasti tónlistarmaður heims. Tímaritið The Guardian hefur kallað hann „frumlegasta og áhrifamesta karakter raftónlistarsenunnar“ og tónlistartímaritið MOJO krýndi hann „Mozart teknósins“ á tíunda áratugnum. Svo virðist sem Aphex hafi vaknað úr löngum dvala í ár, flestum tónlistarunnendum til mikillar gleði. Hann hefur nú tilkynnt um nýja plötu í bígerð að nafni Syro en seinasta platan drukQs kom út fyrir 13 árum og var talið meistarastykki sem spannaði margar tónlistarstefnur. Aphex er meðal annars þekktur fyrir mikið skopskyn og dularfullan prakkaraskap en síðastliðinn laugardag mátti glitta í loftbelg svífandi yfir Lundúnaborg merktum Aphex Twin merkinu fræga. Þetta var strax túlkað sem vísbending um mögulega endurkomu meistarans en tveimur dögum seinna var hlekkur settur inn á Twitter síðu Aphex þar sem hann gaf meðal annars upp nafnið á plötunni og lagalistann. Ekki var þó allt með felldu þar sem ómögulegt var að nálgast hlekkinn á hefðbundnum netvöfrum. Þetta er annar glaðningurinn fyrir aðdáendur hans í ár. Óútgefna platan Caustic Window, gerð árið 1994 undir því nafni (eitt af fjölmörgum alteregóum hans) var loksins gerð fáanleg í ár eftir að upprunaleg prufuútgáfa plötunnar á vínyl var auglýst til sölu á netinu. Platan var keypt fyrir 47.000$ eða um fimm og hálfa milljón íslenskra króna. Það var höfundur Minecraft leikjanna, Svíinn Markus Persson sem gerði kaupin og fékk án efa þónokkur nördastig í kladdann fyrir.
Tónlist Mest lesið „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Lífið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi Lífið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fleiri fréttir „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira