Bjóða upp á ís úr brjóstamjólk mæðra frá Hveragerði Kjartan Atli Kjartansson skrifar 5. ágúst 2014 12:52 Búbís verður á boðstólnum þann 16. ágúst. Vísir/Getty Eftir um tvær vikur mun Kjörís bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk. Ísinn, sem er kallaður Búbís, verður á boðstólnum á Ísdeginum í Hveragerði sem fer fram þann 16. ágúst. „Já, þetta er ís unnin úr brjóstamjólk. Þetta er bara venjulegur ís, nema í staðinn fyrir að mjólkin komi úr kú kemur hún úr kvenmanni," segir Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjöríss. Nokkrar mæður úr Hveragerði gáfu mjólk í ísinn. „Eins og fólk væntanlega veit er Kjörís í Hveragerði. Við erum í nánu sambandi - kannski fullnánu - við íbúa bæjarins," segir Guðrún hlæjandi og heldur áfram: „Þegar það spurðist út að við ætluðum að bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk buðust nokkrar frábærar, hraustar og fallegar konur sem voru að fæða upprennandi Hvergerðinga til þess að gefa mjólk í verkefnið."Fékk hugmyndina eftir símahrekk Guðrún segir að hugmyndin hafi komið upp í fyrra eftir símahrekk frá útvarpsmönnum FM957. Í útvarpsþættinum Systkinin var hringt í Guðrúnu. Hrekkinn má heyra hér að ofan. „Þá hringdi kona í mig sem sagðist vilja gefa brjóstamjólk til þess að gera ís. Ég tók alveg rosalega vel í það þá og fannst hugmyndin alveg frábær. Þegar það kom í ljós að þetta var símahrekkur sagði ég útvarpsfólkinu að það hefði ekki átt að æsa mig svona upp," segir Guðrún sem fór strax af stað í að vinna í þessari hugmynd. „Já, ég segi alltaf að ég eigi iðulega síðasta orðið í öllu. Þannig var það líka í þessum símahrekk."Fullt af öðrum tegundum Hátíðin Ísdagurinn fer fram í Hveragerði þann 16. ágúst og hefst dagskráin klukkan eitt og stendur til fjögur. Boðið verður upp á ís með mjög óvenjulegum bragðtegundum. „Við verðum með ís úr Royal karmellubúðing, úr Skittles, harðfiskís, kotasæluís og svo ís tileinkaðan löndum og heimsálfum," segir Guðrún og heldur upptalningunni áfram: „Við verðum með ís tileinkaðan Elvis Presley sem á að standa fyrir Norður-Ameríku. Við bjóðum upp á ís tileinkaðan Rússlandi, Brasilíu og Íran. Kanaríís og svona mætti lengi telja."Brjóstamjólkin gerilsneydd Guðrún bendir á að brjóstamjólkin, sem notuð er í Búbísinn er gerilsneydd. „Ég vil líka taka fram að það er öllum valfrjálst að smakka ísinn. Það er enginn tilneyddur til að smakka. Hann er vitaskuld gerilsneyddur og unninn eftir kúnstarinnar reglum," segir hún. Guðrún hlakkar til að sjá sem flesta á þessari vinsælu hátíð. „Við bjóðum alla velkomna til okkar." Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira
Eftir um tvær vikur mun Kjörís bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk. Ísinn, sem er kallaður Búbís, verður á boðstólnum á Ísdeginum í Hveragerði sem fer fram þann 16. ágúst. „Já, þetta er ís unnin úr brjóstamjólk. Þetta er bara venjulegur ís, nema í staðinn fyrir að mjólkin komi úr kú kemur hún úr kvenmanni," segir Guðrún Hafsteinsdóttir, forstjóri Kjöríss. Nokkrar mæður úr Hveragerði gáfu mjólk í ísinn. „Eins og fólk væntanlega veit er Kjörís í Hveragerði. Við erum í nánu sambandi - kannski fullnánu - við íbúa bæjarins," segir Guðrún hlæjandi og heldur áfram: „Þegar það spurðist út að við ætluðum að bjóða upp á ís gerðan úr brjóstamjólk buðust nokkrar frábærar, hraustar og fallegar konur sem voru að fæða upprennandi Hvergerðinga til þess að gefa mjólk í verkefnið."Fékk hugmyndina eftir símahrekk Guðrún segir að hugmyndin hafi komið upp í fyrra eftir símahrekk frá útvarpsmönnum FM957. Í útvarpsþættinum Systkinin var hringt í Guðrúnu. Hrekkinn má heyra hér að ofan. „Þá hringdi kona í mig sem sagðist vilja gefa brjóstamjólk til þess að gera ís. Ég tók alveg rosalega vel í það þá og fannst hugmyndin alveg frábær. Þegar það kom í ljós að þetta var símahrekkur sagði ég útvarpsfólkinu að það hefði ekki átt að æsa mig svona upp," segir Guðrún sem fór strax af stað í að vinna í þessari hugmynd. „Já, ég segi alltaf að ég eigi iðulega síðasta orðið í öllu. Þannig var það líka í þessum símahrekk."Fullt af öðrum tegundum Hátíðin Ísdagurinn fer fram í Hveragerði þann 16. ágúst og hefst dagskráin klukkan eitt og stendur til fjögur. Boðið verður upp á ís með mjög óvenjulegum bragðtegundum. „Við verðum með ís úr Royal karmellubúðing, úr Skittles, harðfiskís, kotasæluís og svo ís tileinkaðan löndum og heimsálfum," segir Guðrún og heldur upptalningunni áfram: „Við verðum með ís tileinkaðan Elvis Presley sem á að standa fyrir Norður-Ameríku. Við bjóðum upp á ís tileinkaðan Rússlandi, Brasilíu og Íran. Kanaríís og svona mætti lengi telja."Brjóstamjólkin gerilsneydd Guðrún bendir á að brjóstamjólkin, sem notuð er í Búbísinn er gerilsneydd. „Ég vil líka taka fram að það er öllum valfrjálst að smakka ísinn. Það er enginn tilneyddur til að smakka. Hann er vitaskuld gerilsneyddur og unninn eftir kúnstarinnar reglum," segir hún. Guðrún hlakkar til að sjá sem flesta á þessari vinsælu hátíð. „Við bjóðum alla velkomna til okkar."
Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Ölvun og hávaði í heimahúsi Innlent Fleiri fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Sjá meira