Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Fjölnir 4-3 | Valssigur í ótrúlegum leik Anton Ingi Leifsson á Vodafonevellinum skrifar 6. ágúst 2014 18:30 Iain Williamson og Haukur Páll Sigurðsson. vísir/stefán Valur vann sinn þriðja leik á heimavelli í kvöld þegar liðið lagði Fjölni af velli í ævintýralegum leik, 4-3. Valsmenn voru með leikinn í höndum sér í síðari hálfleik, en voru nærri því búnir að missa leikinn niður í jafntefli undir lok leiks. Leikurinn var afar kaflaskiptur, en Valsmenn voru frábærir í fyrri hálfleik á meðan varamenn Fjölnis gerðu gæfumuninn í þeim síðari sem endaði með bráðfjörugum lokamínútum. Valsmenn byrjuðu af ágætis krafti, en Fjölnismenn unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Þeir áttu tvö hörkuskot í upphafi leiks og virtust ætla gefa Valsmönnum alvöru leik, en annað var síðan uppá teningnum. Sigurður Egill opnaði markareikninginn fyrir Val eftir rúmar tuttugu og fjórar mínútur. Næst var röðin komin að ungum dreng sem heitir Daði Bergsson. Hann tvöfaldaði forystuna eftir rúmar hálftíma og skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Vals á 35. mínútu. Daði spilaði á hægri kantinum og var frábær þann tæpa klukkutíma sem hann spilaði, en sífelld ógn var að honum. Fjölnisliðið var heillum horfið í fyrri hálfleik og var hrikalega skrýtið að fylgjast með liðinu. Það verður þó ekkert tekið af Valsmönnum sem spiluðu líklega einn sinn besta hálfleik í sumar í fyrri hálfleik, en þeir spiluðu frábærlega og svokallaðan samba-bolta á köflum. 3-0 fyrir þeim rauðklæddu í hálfleik. Ágústi Gylfasyni, þjálfara Fjölnis, var nóg boðið í hálfleik og gerði tvöfalda breytingu. Hún virkaði ágætlega og Þórir Guðjónsson minnkaði muninn eftir fjórar mínútur í síðari hálfleik eftir sendingu frá varamanninum Aroni Sigurðarsyni. Pilturinn ungi, Daði Bergsson, sem hafði spilað svo vel þurfti að fara af velli vegna meiðsla eftir tæpan klukkutíma og Kristinn Ingi Halldórsson leysti hann af hólmi. Kristinn Ingi gerði sér svo bara lítið fyrir og skoraði fjórða mark Valsmanna eftir 62. mínútur og virtist vera gera út um leikinn. Varamaðurinn Aron Sigurðarson var ekki hættur, en hann minnkaði muninn i 4-2 með einu af mörkum sumarsins. Eftir það reyndu Fjölnismenn allt hvað þeir gátu til að minnka muninn enn frekar og títtnefndur Aron Sigurðarson var ekki hættur. Hann minnkaði muninn í 4-3 úr aukaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok, en nær komust Fjölnismenn ekki og Valsmenn fögnuðu mikilvægum sigri í Evrópubaráttu sinni. Leikurinn í kvöld var hrikalega skrýtin. Valsmenn léku á alls oddi í fyrri hálfleik, en síðari hálfleikurinn var illa spilaður af jafn reynslumiklu liði og Valsarar hafa í höndunum. Í fyrri hálfleik voru þeir hins vegar frábærir; voru hreyfanlegir og gerðu vel þegar þeir voru með boltann. Varnarleikur Fjölnismanna var hins vegar frekar skrautlegur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Hægri helmingur varnar Fjölnis, þeir Árni Kristinn Gunnarsson og Atli Már Þorbergsson, voru í allskyns vandræðum og gerðu kantmenn og bakverðir Valsmanna þeim oft á tíðum lífið leitt. Aron Sigurðarson kom með ferskleika inn í hálfleik og hann breytti algjörlega leiknum; skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Valsmenn fara með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar með 21 stig, en Fjölnismenn eru í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stigum minna.Magnús Gylfason: Hættum að spila fóbtolta „Mér fannst við spila heilt yfir mjög vel allan leikinn. Góð mörk og gott spil og á köflum hefðum við getað gert fleiri mörk," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals í leikslok. „Þeir koma svo grimmir inn í síðari hálfleikinn og koma til baka. Ég hélt við værum að klára þetta í 4-1, en það var aldeilis ekki og þeir komust inn í leikinn með glæsilegu marki í samskeytin. Eftir það kom smá stress." „Það var klaufalegt af okkar hálfu að hætta að spila fótbolta, því þegar við spiluðum boltanum á milli okkar þá áttum við alls kostar gegn þeim." „Mér fannst við hætta að spila boltanum á milli okkar og menn ætluðu að láta tímann líða. Það kann aldrei góðri lukku að stýra, en við stigum upp á þeim köflum þegar á þurfti. Svo var þetta ekki fótbolti í lokin heldur bara kýlingar út í loftið," sagði Maggi sem var smá stressaður í lokin þegar munurinn var einungis eitt mark. „Maður er alltaf stressaður í þessari stöðu. Lítið eftir og eins marks forysta, en ég trúði að mínir menn myndu klára þetta eins og gerðist." „Ég held að það sé hollast fyrir okkur að einbeita okkar að okkur sjálfum. Við erum búnir að vinna tvo leiki í röð og við erum bara að safna stigum," sagði Magnús Gylfason í leikslok.Aron Sigurðarson: Nokkuð ánægður með frammistöðuna „Þetta var leiðinlegt, vegna þess að við vorum grátlega nálægt því að jafna metin í lokin," sagði Aron Sigurðarson, leikmaður Fjölnis, í leikslok. „Ég vissi að ég myndi koma inná í síðari hálfleik sama hver staðan væri. Staðan var slæm þegar við komum inn, en við náðum að gera ágætlega úr henni." „Ég er nokkuð ánægður með frammistöðu liðsins og míns líka. Það er gott að ná að gefa stoðsendingu og skora tvö mörk," og aðspurður út í atvikið þegar boltinn rúllaði yfir löppina á Atla Má svaraði Aron. „Ég sá það ekki nógu vel, en við vorum grátlega nálægt því að jafna metin og það var svekkjandi." „Við erum að sogast ofan í fallbaráttuna núna, en ég veit ekki hvernig önnur úrslit fóru í kvöld," sagði Aron Sigurðarson í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira
Valur vann sinn þriðja leik á heimavelli í kvöld þegar liðið lagði Fjölni af velli í ævintýralegum leik, 4-3. Valsmenn voru með leikinn í höndum sér í síðari hálfleik, en voru nærri því búnir að missa leikinn niður í jafntefli undir lok leiks. Leikurinn var afar kaflaskiptur, en Valsmenn voru frábærir í fyrri hálfleik á meðan varamenn Fjölnis gerðu gæfumuninn í þeim síðari sem endaði með bráðfjörugum lokamínútum. Valsmenn byrjuðu af ágætis krafti, en Fjölnismenn unnu sig hægt og rólega inn í leikinn. Þeir áttu tvö hörkuskot í upphafi leiks og virtust ætla gefa Valsmönnum alvöru leik, en annað var síðan uppá teningnum. Sigurður Egill opnaði markareikninginn fyrir Val eftir rúmar tuttugu og fjórar mínútur. Næst var röðin komin að ungum dreng sem heitir Daði Bergsson. Hann tvöfaldaði forystuna eftir rúmar hálftíma og skoraði svo sitt annað mark og þriðja mark Vals á 35. mínútu. Daði spilaði á hægri kantinum og var frábær þann tæpa klukkutíma sem hann spilaði, en sífelld ógn var að honum. Fjölnisliðið var heillum horfið í fyrri hálfleik og var hrikalega skrýtið að fylgjast með liðinu. Það verður þó ekkert tekið af Valsmönnum sem spiluðu líklega einn sinn besta hálfleik í sumar í fyrri hálfleik, en þeir spiluðu frábærlega og svokallaðan samba-bolta á köflum. 3-0 fyrir þeim rauðklæddu í hálfleik. Ágústi Gylfasyni, þjálfara Fjölnis, var nóg boðið í hálfleik og gerði tvöfalda breytingu. Hún virkaði ágætlega og Þórir Guðjónsson minnkaði muninn eftir fjórar mínútur í síðari hálfleik eftir sendingu frá varamanninum Aroni Sigurðarsyni. Pilturinn ungi, Daði Bergsson, sem hafði spilað svo vel þurfti að fara af velli vegna meiðsla eftir tæpan klukkutíma og Kristinn Ingi Halldórsson leysti hann af hólmi. Kristinn Ingi gerði sér svo bara lítið fyrir og skoraði fjórða mark Valsmanna eftir 62. mínútur og virtist vera gera út um leikinn. Varamaðurinn Aron Sigurðarson var ekki hættur, en hann minnkaði muninn i 4-2 með einu af mörkum sumarsins. Eftir það reyndu Fjölnismenn allt hvað þeir gátu til að minnka muninn enn frekar og títtnefndur Aron Sigurðarson var ekki hættur. Hann minnkaði muninn í 4-3 úr aukaspyrnu átta mínútum fyrir leikslok, en nær komust Fjölnismenn ekki og Valsmenn fögnuðu mikilvægum sigri í Evrópubaráttu sinni. Leikurinn í kvöld var hrikalega skrýtin. Valsmenn léku á alls oddi í fyrri hálfleik, en síðari hálfleikurinn var illa spilaður af jafn reynslumiklu liði og Valsarar hafa í höndunum. Í fyrri hálfleik voru þeir hins vegar frábærir; voru hreyfanlegir og gerðu vel þegar þeir voru með boltann. Varnarleikur Fjölnismanna var hins vegar frekar skrautlegur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Hægri helmingur varnar Fjölnis, þeir Árni Kristinn Gunnarsson og Atli Már Þorbergsson, voru í allskyns vandræðum og gerðu kantmenn og bakverðir Valsmanna þeim oft á tíðum lífið leitt. Aron Sigurðarson kom með ferskleika inn í hálfleik og hann breytti algjörlega leiknum; skoraði tvö mörk og lagði upp eitt. Valsmenn fara með sigrinum upp í fimmta sæti deildarinnar með 21 stig, en Fjölnismenn eru í sjöunda sæti deildarinnar með sjö stigum minna.Magnús Gylfason: Hættum að spila fóbtolta „Mér fannst við spila heilt yfir mjög vel allan leikinn. Góð mörk og gott spil og á köflum hefðum við getað gert fleiri mörk," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals í leikslok. „Þeir koma svo grimmir inn í síðari hálfleikinn og koma til baka. Ég hélt við værum að klára þetta í 4-1, en það var aldeilis ekki og þeir komust inn í leikinn með glæsilegu marki í samskeytin. Eftir það kom smá stress." „Það var klaufalegt af okkar hálfu að hætta að spila fótbolta, því þegar við spiluðum boltanum á milli okkar þá áttum við alls kostar gegn þeim." „Mér fannst við hætta að spila boltanum á milli okkar og menn ætluðu að láta tímann líða. Það kann aldrei góðri lukku að stýra, en við stigum upp á þeim köflum þegar á þurfti. Svo var þetta ekki fótbolti í lokin heldur bara kýlingar út í loftið," sagði Maggi sem var smá stressaður í lokin þegar munurinn var einungis eitt mark. „Maður er alltaf stressaður í þessari stöðu. Lítið eftir og eins marks forysta, en ég trúði að mínir menn myndu klára þetta eins og gerðist." „Ég held að það sé hollast fyrir okkur að einbeita okkar að okkur sjálfum. Við erum búnir að vinna tvo leiki í röð og við erum bara að safna stigum," sagði Magnús Gylfason í leikslok.Aron Sigurðarson: Nokkuð ánægður með frammistöðuna „Þetta var leiðinlegt, vegna þess að við vorum grátlega nálægt því að jafna metin í lokin," sagði Aron Sigurðarson, leikmaður Fjölnis, í leikslok. „Ég vissi að ég myndi koma inná í síðari hálfleik sama hver staðan væri. Staðan var slæm þegar við komum inn, en við náðum að gera ágætlega úr henni." „Ég er nokkuð ánægður með frammistöðu liðsins og míns líka. Það er gott að ná að gefa stoðsendingu og skora tvö mörk," og aðspurður út í atvikið þegar boltinn rúllaði yfir löppina á Atla Má svaraði Aron. „Ég sá það ekki nógu vel, en við vorum grátlega nálægt því að jafna metin og það var svekkjandi." „Við erum að sogast ofan í fallbaráttuna núna, en ég veit ekki hvernig önnur úrslit fóru í kvöld," sagði Aron Sigurðarson í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Enski boltinn Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Körfubolti Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Enski boltinn Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Fótbolti Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Fótbolti Aftur tapar Liverpool Fótbolti Svaf í tuttugu tíma á dag eftir slysið Sport „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Körfubolti Fékk óvart rautt spjald Enski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Sjá meira