YouTube-strákar komnir með risasamning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2014 13:15 Mynd/Fésbókarsíða sveitarinnar Strákasveit frá Brooklyn sem spilaði fyrir smámynt á Times Square síðastliðið sumar hefur skrifað undir risasamning við Sony. Frammistaða þeirra á götum New York var tekin upp og fór víða í dreifingu á YouTube. New York Post greinir frá. Hljómsveitin „Unlocking the Truth“ fékk 1,5 milljón áhorf á frammistöðu sína á Times Square. Samningur sveitarinnar við Sony hljóðar upp á 1,8 milljónir dollara sem svarar til 200 milljóna íslenskra króna. „Ég er svo spenntur. Við erum búnir að meika það,“ segir trommarinn Jarad Dawkins sem er tólf ára. Félagar hans í hljómsveitinni eru árinu eldri. Það er hins vegar ekki svo að strákarnir séu komnir með beinharða peninga í vasa sína ef frá er talin 60 þúsund dollara upphafsgreiðsla sem svarar til tæplega 7 milljóna íslenskra króna. Um fimm plötu samning er að ræða og þurfa strákarnir að selja yfir 250 þúsund eintök af fyrstu plötu sinni til að landa milljónunum tvö hundruð. Sérfræðingur sem New York Post ræddi við sagði 250 þúsund plötu markmiðið afar langsótt. Í samanburði hefðu selst 600 þúsund eintök af síðustu plötu Beyonce. Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Strákasveit frá Brooklyn sem spilaði fyrir smámynt á Times Square síðastliðið sumar hefur skrifað undir risasamning við Sony. Frammistaða þeirra á götum New York var tekin upp og fór víða í dreifingu á YouTube. New York Post greinir frá. Hljómsveitin „Unlocking the Truth“ fékk 1,5 milljón áhorf á frammistöðu sína á Times Square. Samningur sveitarinnar við Sony hljóðar upp á 1,8 milljónir dollara sem svarar til 200 milljóna íslenskra króna. „Ég er svo spenntur. Við erum búnir að meika það,“ segir trommarinn Jarad Dawkins sem er tólf ára. Félagar hans í hljómsveitinni eru árinu eldri. Það er hins vegar ekki svo að strákarnir séu komnir með beinharða peninga í vasa sína ef frá er talin 60 þúsund dollara upphafsgreiðsla sem svarar til tæplega 7 milljóna íslenskra króna. Um fimm plötu samning er að ræða og þurfa strákarnir að selja yfir 250 þúsund eintök af fyrstu plötu sinni til að landa milljónunum tvö hundruð. Sérfræðingur sem New York Post ræddi við sagði 250 þúsund plötu markmiðið afar langsótt. Í samanburði hefðu selst 600 þúsund eintök af síðustu plötu Beyonce.
Tónlist Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Þau allra nettustu á Met Gala Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira