Leitin í Fljótshlíð: "Það er ekki fullleitað fyrr en manneskjan er fundin“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 24. júní 2014 10:15 Leitin hefur verið þaulskipulögð en henni er ekki lokið. Mynd/Guðbrandur Örn „Þetta er verkefni af þeirri stærðargráðu að þetta reynir á allan mannskapinn. Nú er reynt að létta á heimamönnum sem hafa staðið vaktina frá því að Ásta hvarf, eins og jörðin hefði gleypt hana,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Hann stjórnaði aðgerðum í Bleiksárgljúfri síðastliðna helgi. Hann var í áhugaverðu og ítarlegu viðtali í Bítinu í morgun um leitina og aðstæður í Fljótshlíð. Viðtalið fylgir með fréttinni en ljóst er að mikið kapp er lagt á að finna Ástu Stefánsdóttur, sem ekkert hefur spurst til síðan um Hvítasunnuhelgina. Eftir 15 daga leit er mannskapur þreyttur og er nú hvíld þangað til næstu helgi. „Það var búið að fara mjög vel yfir leitarsvæðið,“ útskýrir hann en segir það ekki stórt. Einkum tvö svæði sem sveitin einbeitir sér að. „Gljúfrið sjálft, 200 metrar að lengd, það er það svæði sem við höfum áhuga á og annars vegar stór hringur sem markast af Markarfljótinu sjálf og Tindfjöllum,“ sagði Guðbrandur. „Það sem er verið að vinna í núna, það er búið að fara yfir gilið margoft. Kafa það, labba það, síga það. Leita bæði í efri hlutanum og neðri hlutanum.“ Þrátt fyrir að hafa leitað vel er verkinu ekki lokið. „Við tölum aldrei um að það sé búið að fullleita eitthvað því það er ekki fullleitað fyrr en manneskjan er fundin.“ „Það er einn stór foss sem við höfum sérstakan áhuga á þar sem við vitum að Pino og Ásta voru seinast. Það hefur ekki verið hægt að leita það eins vel og við hefðum viljað, bæði hættulegt og erfitt. Það er lítið skyggni í hyljum þar sem fossar eru að falla fram af.“ Í viðtalinu lýsir Guðbrandur ítarlega hvers konar verklagi björgunarsveitin hyggst beita um næstu helgi og þeim aðstæðum sem hópurinn þarf að vinna við. „Þetta er náttúrulega gil sem er mjög hátt, þar sem vinnusvæðið er þar er 30 metra lóðrétt fall beint niður og aðstæðurnar eru mjög þröngar.“ Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira
„Þetta er verkefni af þeirri stærðargráðu að þetta reynir á allan mannskapinn. Nú er reynt að létta á heimamönnum sem hafa staðið vaktina frá því að Ásta hvarf, eins og jörðin hefði gleypt hana,“ segir Guðbrandur Örn Arnarsson, frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg. Hann stjórnaði aðgerðum í Bleiksárgljúfri síðastliðna helgi. Hann var í áhugaverðu og ítarlegu viðtali í Bítinu í morgun um leitina og aðstæður í Fljótshlíð. Viðtalið fylgir með fréttinni en ljóst er að mikið kapp er lagt á að finna Ástu Stefánsdóttur, sem ekkert hefur spurst til síðan um Hvítasunnuhelgina. Eftir 15 daga leit er mannskapur þreyttur og er nú hvíld þangað til næstu helgi. „Það var búið að fara mjög vel yfir leitarsvæðið,“ útskýrir hann en segir það ekki stórt. Einkum tvö svæði sem sveitin einbeitir sér að. „Gljúfrið sjálft, 200 metrar að lengd, það er það svæði sem við höfum áhuga á og annars vegar stór hringur sem markast af Markarfljótinu sjálf og Tindfjöllum,“ sagði Guðbrandur. „Það sem er verið að vinna í núna, það er búið að fara yfir gilið margoft. Kafa það, labba það, síga það. Leita bæði í efri hlutanum og neðri hlutanum.“ Þrátt fyrir að hafa leitað vel er verkinu ekki lokið. „Við tölum aldrei um að það sé búið að fullleita eitthvað því það er ekki fullleitað fyrr en manneskjan er fundin.“ „Það er einn stór foss sem við höfum sérstakan áhuga á þar sem við vitum að Pino og Ásta voru seinast. Það hefur ekki verið hægt að leita það eins vel og við hefðum viljað, bæði hættulegt og erfitt. Það er lítið skyggni í hyljum þar sem fossar eru að falla fram af.“ Í viðtalinu lýsir Guðbrandur ítarlega hvers konar verklagi björgunarsveitin hyggst beita um næstu helgi og þeim aðstæðum sem hópurinn þarf að vinna við. „Þetta er náttúrulega gil sem er mjög hátt, þar sem vinnusvæðið er þar er 30 metra lóðrétt fall beint niður og aðstæðurnar eru mjög þröngar.“
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fleiri fréttir Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Sjá meira