Fleiri listamenn á ATP-hátíðina 11. júní 2014 14:30 Ólafur Arnalds kemur fram í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ. Vísir/Stefán ATP-tónlistarhátíðin á Íslandi hefur nú bætt við auka tónleikum sem fara fram í Hljómahöll, Reykjanesbæ dagana 8. og 9. júlí, eða mitt á milli tónleika Neil Young & Crazy Horse og hátíðarinnar sjálfrar í Ásbrú. Kvöldið 8. júlí munu ATP leggja undir sig Hljómahöll fyrir svokallað ATP label kvöld, þar sem fram koma sveitirnar Fuck Buttons, Hebronix og Eaux auk þess sem stofnandi ATP, Barry Hogan mun þeyta skífum. Kvöldið 9. júlí kemur svo Ólafur Arnalds fram. „Ég mun koma fram með lítilli strengjasveit og ætlum við að skapa innilega og persónulega stemmingu í Hljómahöllinni. Hljómahöllin er spennandi nýr tónleikastaður og hátíðin skartar einu flottasta læn-öppi sem ég hef séð í lengri tíma," segir Ólafur um tónleikana. Tónleikar þessir hefjast klukkan átta, eru öllum opnir og gildir ATP armband sem aðgangsmiði, en almennur miði kostar 2.500 krónur. Áhugasamir eru hvattir til að tryggja sér miða í tíma þar sem sem takmarkaður fjöldi miða er í almennri sölu. „Nú bjóðum við gestum ATP Iceland upp á sex daga veislu með því besta sem er að gerast í tónlist í heiminum. Það lá beinast við að halda tónleika milli Neil Young og hátíðardaganna og Hljómahöll er eingöngu 5 mínútur frá hátíðarsvæðinu, við hliðina á Rokksafni Íslands í Reykjanesbæ,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi ATP hér á landi. Það er því ljóst að tónelskir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Reykjanesbæ í júlí, en á hátíðinni sjálfri koma fram hljómsveitir á borð við Portishead, Interpol, Mogwai, Dlowdive, Shellac, Devendra Banhart (sóló), Kurt Vile & The Violators, Swans, Loop, Low, Liars og margar fleiri. ATP í Keflavík Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
ATP-tónlistarhátíðin á Íslandi hefur nú bætt við auka tónleikum sem fara fram í Hljómahöll, Reykjanesbæ dagana 8. og 9. júlí, eða mitt á milli tónleika Neil Young & Crazy Horse og hátíðarinnar sjálfrar í Ásbrú. Kvöldið 8. júlí munu ATP leggja undir sig Hljómahöll fyrir svokallað ATP label kvöld, þar sem fram koma sveitirnar Fuck Buttons, Hebronix og Eaux auk þess sem stofnandi ATP, Barry Hogan mun þeyta skífum. Kvöldið 9. júlí kemur svo Ólafur Arnalds fram. „Ég mun koma fram með lítilli strengjasveit og ætlum við að skapa innilega og persónulega stemmingu í Hljómahöllinni. Hljómahöllin er spennandi nýr tónleikastaður og hátíðin skartar einu flottasta læn-öppi sem ég hef séð í lengri tíma," segir Ólafur um tónleikana. Tónleikar þessir hefjast klukkan átta, eru öllum opnir og gildir ATP armband sem aðgangsmiði, en almennur miði kostar 2.500 krónur. Áhugasamir eru hvattir til að tryggja sér miða í tíma þar sem sem takmarkaður fjöldi miða er í almennri sölu. „Nú bjóðum við gestum ATP Iceland upp á sex daga veislu með því besta sem er að gerast í tónlist í heiminum. Það lá beinast við að halda tónleika milli Neil Young og hátíðardaganna og Hljómahöll er eingöngu 5 mínútur frá hátíðarsvæðinu, við hliðina á Rokksafni Íslands í Reykjanesbæ,“ segir Tómas Young, skipuleggjandi ATP hér á landi. Það er því ljóst að tónelskir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í Reykjanesbæ í júlí, en á hátíðinni sjálfri koma fram hljómsveitir á borð við Portishead, Interpol, Mogwai, Dlowdive, Shellac, Devendra Banhart (sóló), Kurt Vile & The Violators, Swans, Loop, Low, Liars og margar fleiri.
ATP í Keflavík Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira