Enski boltinn

Schmeichel: Enginn stærri en Van Gaal

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Louis van Gaal mætir til leiks hjá United eftir heim.
Louis van Gaal mætir til leiks hjá United eftir heim. Vísir/getty
Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður Manchester United, er ánægður með ráðningu félagsins á Louis van Gaal sem knattspyrnustjóra félagsins.

Hollendingurinn tekur við Manchester United af David Moyes sem var látinn taka pokann sinn í apríl eftir afleitt gengi liðsins á tímabilinu.

„Nefnið mér einhvern sem er stærra nafn eða hefur gert meira í fótboltanum,“ sagði Schmeichel á ráðstefnu Sony í Singapúr um helgina.

„Stóru félögin tala alltaf um sömu mennina. Þjálfara á borð við Ancelotti, Mourinho og Wenger. Louis van Gaal er í þeirri umræðu.“

„Hann hefur sinn eigin stíl og er ákveðinn maður. Hann veit nákvæmlega hvað hann vill og hefur skýra stefnu enda er hann búinn að þjálfa Barcelona, Bayern og nú hollenska landsliðið. Fyrir mér verða nöfnin ekki stærri,“ segir Peter Schmeichel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×