Sport

Þú getur verið Gunnar Nelson í UFC tölvuleik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mögulegt verður að spila sem Gunnar Nelson.
Mögulegt verður að spila sem Gunnar Nelson. visir/getty
Hægt verður að spila sem Gunnar Nelson í UFC tölvuleik sem er væntanlegur frá tölvuleikjaframleiðandanum EA Sports.

Dana White, forseti UFC, ræddi við blaðamenn í Berlín á dögunum þar sem hann staðfesti að mögulegt verði að hala niður Gunnari Nelson og spila leikinn sem hann.

Gunnar mun ekki fylgja leiknum en eins og áður segir verður mögulegt að glíma sem hann.

MMA fréttir greina frá þessu á Fésbókarsíðu sinni í dag en hér að neðan má sjá viðtalið við White.

Eftir 58 mín. og 20 sekúndur talar White um að nú þegar sé verið að vinna í því að skapa Gunnar Nelson sem karakter í leiknum.


Tengdar fréttir

Hver er þessi Zak Cummings?

Eins og kom fram í fréttum í gær mætir Gunnar Nelson hinum bandaríska Zak Cummings í stað Ryan LaFlare í Dublin þann 19. júlí. En hver er þessi Zak Cummings?

Kenny Baker: Gunnar Nelson finnur alltaf leið til sigurs

Englendingurinn Kenny Baker er svart belti brasilísku jiu-jitsu og dvaldi nýlega hér á landi við æfingar í Mjölni. Gunnar Nelson mætir Ryan LaFlare í UFC í Dublin í júlí en Baker telur Gunnar líklegri til sigurs.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.