Sport

Gunnar fær nýjan andstæðing í Dublin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ryan LaFlare getur ekki barist við Gunnar Nelson í Dublin í sumar. Zak Cummings tekur hans stað.

Twitter-síða UFC staðfesti þetta í morgun en líklegasta ástæðan fyrir fjarveru LaFlare eru meiðsli.

Gunnar er í þrettánda sæti styrkleikalista UFC fyrir veltivigt en Cummings er ekki á meðal efstu fimmtán. Hann er þekktastur fyrir að hafa tekið þátt í sjónvarpsþættinum The Ultimate Fighter, sautjándu þáttaröð.

Cummings hefur keppt í 20 bardögum á ferlinum og unnið sautján.

Bardagakvöld UFC í Dublin fer fram þann 19. júlí en miðasala á atburðinn hefst 6. júní.

MMAFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.