Hafþór Júlíus í viðtali við New York Post Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. júní 2014 14:00 Kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson, sem leikur Sir Gregor Clegane, eða Fjallið, í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, er í viðtali á vefsíðu New York Post. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn í þáttunum, sérstaklega í slagsmálasenu sem var í þættinum í fjórðu seríu sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi, sem var ansi hrottafengin. Blaðamaður New York Post spyr Hafþór meðal annars hvað hann hefði þurft að gera í áheyrnarprufu fyrir þættina. „Við þurftum að fara í gegnum nokkrar senur og lesa línur úr handritinu. Þeir vildu líka að ég myndi sýna hvort ég gæti hreyft mig hratt í bardagasenum og það kom þeim á óvart hve snöggur ég var. Ég er mjög snöggur, ég er ekki að gorta mig; þetta er staðreynd. Síðan báðu þeir mig um að lyfta manni, grípa undir handakrika hans og lyfta honum yfir höfuð mitt. Þeir sögðu að hann liti út eins og barn í höndum mínum. Ég fékk að minnsta kosti hlutverkið. Ég meina, hver myndi ekki elska að leika Fjallið í Game of Thrones?“ segir Hafþór. Hann segir það hafa tekið á að læra sverðfimi fyrir leik sinn í þáttunum. „Ég var í stífri þjálfun með sverðameistara þáttanna, C.C. Smiff, sem vel á minnst er einnig frábær dansari. Það var mjög erfitt. Við unnum frá því snemma á morgnana þangað til seint á kvöldin í margar vikur en eins og þið getið séð í slagsmálasenunni borgaði þessi erfiðisvinna sig.“ En snýr hann aftur í fimmtu þáttaröð Game of Thrones? „Þið verðið að spyrja [höfunda þáttanna] Dave [Benioff] og Dan [Weiss]. Þeir eru óútreiknanlegir og vilja halda öllum, og ég meina öllum, á tánum,“ segir Hafþór í viðtalinu. Game of Thrones Tengdar fréttir Vinir þrátt fyrir hrottafengið atriði í Game of Thrones Pedro Pascal og Hafþór Júlíus Björnsson í stuði á Instagram. 3. júní 2014 11:30 Hafþór Júlíus situr fyrir svörum hjá Reddit Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun sitja fyrir svörum á vefsvæði Reddit í dag og geta lesendur spurt hann spjörunum úr milli fjögur og fimm síðdegis. 18. mars 2014 15:00 Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08 „Viðurkenni alveg að ég var mjög stressaður“ Sterkasti maður Íslands, Hafþór Júlíus, fer með hlutverk Gregors Clegane í hinum geysivinsælu þáttum Game of Thrones og tekur sig vel út á sjónvarpsskjánum. 20. maí 2014 10:00 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Kraftakarlinn Hafþór Júlíus Björnsson, sem leikur Sir Gregor Clegane, eða Fjallið, í sjónvarpsþáttunum Game of Thrones, er í viðtali á vefsíðu New York Post. Hann hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn í þáttunum, sérstaklega í slagsmálasenu sem var í þættinum í fjórðu seríu sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi, sem var ansi hrottafengin. Blaðamaður New York Post spyr Hafþór meðal annars hvað hann hefði þurft að gera í áheyrnarprufu fyrir þættina. „Við þurftum að fara í gegnum nokkrar senur og lesa línur úr handritinu. Þeir vildu líka að ég myndi sýna hvort ég gæti hreyft mig hratt í bardagasenum og það kom þeim á óvart hve snöggur ég var. Ég er mjög snöggur, ég er ekki að gorta mig; þetta er staðreynd. Síðan báðu þeir mig um að lyfta manni, grípa undir handakrika hans og lyfta honum yfir höfuð mitt. Þeir sögðu að hann liti út eins og barn í höndum mínum. Ég fékk að minnsta kosti hlutverkið. Ég meina, hver myndi ekki elska að leika Fjallið í Game of Thrones?“ segir Hafþór. Hann segir það hafa tekið á að læra sverðfimi fyrir leik sinn í þáttunum. „Ég var í stífri þjálfun með sverðameistara þáttanna, C.C. Smiff, sem vel á minnst er einnig frábær dansari. Það var mjög erfitt. Við unnum frá því snemma á morgnana þangað til seint á kvöldin í margar vikur en eins og þið getið séð í slagsmálasenunni borgaði þessi erfiðisvinna sig.“ En snýr hann aftur í fimmtu þáttaröð Game of Thrones? „Þið verðið að spyrja [höfunda þáttanna] Dave [Benioff] og Dan [Weiss]. Þeir eru óútreiknanlegir og vilja halda öllum, og ég meina öllum, á tánum,“ segir Hafþór í viðtalinu.
Game of Thrones Tengdar fréttir Vinir þrátt fyrir hrottafengið atriði í Game of Thrones Pedro Pascal og Hafþór Júlíus Björnsson í stuði á Instagram. 3. júní 2014 11:30 Hafþór Júlíus situr fyrir svörum hjá Reddit Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun sitja fyrir svörum á vefsvæði Reddit í dag og geta lesendur spurt hann spjörunum úr milli fjögur og fimm síðdegis. 18. mars 2014 15:00 Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08 „Viðurkenni alveg að ég var mjög stressaður“ Sterkasti maður Íslands, Hafþór Júlíus, fer með hlutverk Gregors Clegane í hinum geysivinsælu þáttum Game of Thrones og tekur sig vel út á sjónvarpsskjánum. 20. maí 2014 10:00 Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Fleiri fréttir Leið yfir hana umkringd nöktum konum Herra skepna sló Hafþór utan undir Danir taka ekki afstöðu gegn Ísrael Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Er hún með „Bennifer“ hálsmen? Páskaungi á leiðinni hjá Kristínu og Sverri Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Play-liðar minnast góðu tímanna „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Fanney og Teitur orðin þriggja barna foreldrar Nicole Kidman og Keith Urban hvort í sína átt Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Sjá meira
Vinir þrátt fyrir hrottafengið atriði í Game of Thrones Pedro Pascal og Hafþór Júlíus Björnsson í stuði á Instagram. 3. júní 2014 11:30
Hafþór Júlíus situr fyrir svörum hjá Reddit Kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson mun sitja fyrir svörum á vefsvæði Reddit í dag og geta lesendur spurt hann spjörunum úr milli fjögur og fimm síðdegis. 18. mars 2014 15:00
Ný stikla með Hafþór Júlíusi í Game of Thrones Sterkasti maður Íslands sést í fyrsta sinn í hlutverki "fjallið“ í stiklu úr fjórðu þáttaröð Game of Thrones. 13. janúar 2014 13:08
„Viðurkenni alveg að ég var mjög stressaður“ Sterkasti maður Íslands, Hafþór Júlíus, fer með hlutverk Gregors Clegane í hinum geysivinsælu þáttum Game of Thrones og tekur sig vel út á sjónvarpsskjánum. 20. maí 2014 10:00