Pape: Það er rasismi á Íslandi Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 24. maí 2014 12:30 Pape í leik með Fylki á sínum tíma vísir/stefán Pape Mamadou Faye er í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar talar hann m.a. um kynþáttaníð sem hann hefur þurft að þola hér á landi og viðskilnaðinn við Fylki. „Það er rasismi á Íslandi og löngu tímabært að við horfumst í augu við það vandamál. Ég hef hins vegar aldrei látið mótlæti af þessu tagi brjóta mig niður, þvert á móti hef ég notað það sem hvatningu og til að standa mig ennþá betur,“ sagði Pape í Morgunblaðinu. Pape flutti til Íslands frá Senegal, þar sem hann er fæddur, ellefu ára gamall. Hann segir frá því hvernig hann hafi byrjað að upplifa fordóma í sinn gerð tveimur til þremur árum seinna. „Þegar ég var þrettán eða fjórtán ára fór að bera á fordómum í minn garð. Inni á vellinum kom fyrir að andstæðingar mínir fóru yfir strikið og í áhorfendastúkunni létu foreldrar og aðrir áhorfendur ekki sitt eftir liggja. „Það var mjög sárt að upplifa þetta en í miðjum leik var lítið sem ég gat gert. Kári Jónasson þjálfari (hjá Fylki) tók hins vegar upp hanskann fyrir mig á hliðarlínunni og lét áhorfendur gjarnan hafa það óþvegið. Ég er honum þakklátur fyrir það.“ Pape var rekinn frá uppeldisfélagi sínu, Fylki árið 2010 og gerir hann það upp í blaðinu. „Þetta var agabrot. Mér urðu á mistök. Gerði hlut sem ég átti ekki að gera. Ég sá strax eftir því en ef til vill var ég ekki nógu auðmjúkur í minni iðrun á þessum tíma. Ég myndi aldrei gera svona lagað í dag. „Eigi að síður fannst mér þá og finnst enn að Fylkir hefði getað leyst málið með öðrum hætti en að reka mig úr félaginu. Auðvitað áttu þeir að refsa mér en hefðu getað gert það með því að setja mig í bann eða lána mig til annars félags. Það var fullgróft að reka mig. Ég var bara krakki, nítján ára, og Fylkir var mín önnur fjölskylda. „Menn ákváðu hins vegar að fara þessa leið og við því er ekkert að segja. Það breytir ekki því að mér þykir ennþá mjög vænt um Fylki. Ég mun alltaf geyma félagið í hjarta mér,“ sagði Pape meðal annars. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Pape Mamadou Faye er í viðtali í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Þar talar hann m.a. um kynþáttaníð sem hann hefur þurft að þola hér á landi og viðskilnaðinn við Fylki. „Það er rasismi á Íslandi og löngu tímabært að við horfumst í augu við það vandamál. Ég hef hins vegar aldrei látið mótlæti af þessu tagi brjóta mig niður, þvert á móti hef ég notað það sem hvatningu og til að standa mig ennþá betur,“ sagði Pape í Morgunblaðinu. Pape flutti til Íslands frá Senegal, þar sem hann er fæddur, ellefu ára gamall. Hann segir frá því hvernig hann hafi byrjað að upplifa fordóma í sinn gerð tveimur til þremur árum seinna. „Þegar ég var þrettán eða fjórtán ára fór að bera á fordómum í minn garð. Inni á vellinum kom fyrir að andstæðingar mínir fóru yfir strikið og í áhorfendastúkunni létu foreldrar og aðrir áhorfendur ekki sitt eftir liggja. „Það var mjög sárt að upplifa þetta en í miðjum leik var lítið sem ég gat gert. Kári Jónasson þjálfari (hjá Fylki) tók hins vegar upp hanskann fyrir mig á hliðarlínunni og lét áhorfendur gjarnan hafa það óþvegið. Ég er honum þakklátur fyrir það.“ Pape var rekinn frá uppeldisfélagi sínu, Fylki árið 2010 og gerir hann það upp í blaðinu. „Þetta var agabrot. Mér urðu á mistök. Gerði hlut sem ég átti ekki að gera. Ég sá strax eftir því en ef til vill var ég ekki nógu auðmjúkur í minni iðrun á þessum tíma. Ég myndi aldrei gera svona lagað í dag. „Eigi að síður fannst mér þá og finnst enn að Fylkir hefði getað leyst málið með öðrum hætti en að reka mig úr félaginu. Auðvitað áttu þeir að refsa mér en hefðu getað gert það með því að setja mig í bann eða lána mig til annars félags. Það var fullgróft að reka mig. Ég var bara krakki, nítján ára, og Fylkir var mín önnur fjölskylda. „Menn ákváðu hins vegar að fara þessa leið og við því er ekkert að segja. Það breytir ekki því að mér þykir ennþá mjög vænt um Fylki. Ég mun alltaf geyma félagið í hjarta mér,“ sagði Pape meðal annars.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira