Enski boltinn

HM er sýningargluggi

Loic Remy í leik með franska landsliðinu
Loic Remy í leik með franska landsliðinu Vísir/Getty
Loic Remy telur að góð frammistaða á HM gæti hjálpað honum í leit að nýju félagi. Remy sem er franskur landsliðsmaður lék með Newcastle á láni frá QPR á síðasta tímabili.

Remy hefur átt góðu gengi að fagna með báðum liðum í ensku úrvalsdeildinni en telur að tíminn sé kominn að taka næsta skref og ganga til liðs við stórlið. 

Remy sem hefur verið orðaður við Arsenal og Liverpool viðurkenndi í viðtalinu að hafa haldið aftur af sér undanfarnar vikur. Remy óttaðist að meiðast og missa af mótinu en hann missti af Evrópumótinu í Úkraínu og Póllandi vegna meiðsla.

"Þetta er gluggi fyrir mig til að minna á hvað ég get. Newcastle vill ganga frá kaupunum á mér en ég veit ekki hvert framhaldið verður hjá mér. Það er kominn tími til að taka næsta skref."

"Pardew var mjög skilningsríkur þegar ég bað um að taka ekki þátt gegn Liverpool. Ég var búinn að halda aftur af mér undanfarnar vikur. Það var ekkert undir hjá okkur og ég vildi ekki taka neina áhættu. Ég man ennþá hvað meiðslin fyrir tveimur árum höfðu mikil áhrif á mig," sagði Remy.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×