Theódór Júlíusson heiðurlistamaður Kópavogs Bjarki Ármannsson skrifar 11. maí 2014 14:36 Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri með listamönnunum heiðruðu og Karen E. Halldórsdóttur, formanni lista- og menningarráðs. Mynd/Kópavogsbær Theódór Júlíusson leikari var í dag útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs. Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar upplýsti þetta við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni, listasafni Kópavogs í dag. „Það er mikil vegsemd að vera útnefndur heiðurslistamaður af bæjarfélagi sínu. Ég tala nú ekki um bæjarfélag eins og Kópavog þar sem menningin blómstrar,“ sagði Theódór í ræðu sinni við tækifærið. Theódór er fæddur á Siglufirði en hefur búið í Kópavogi frá árinu 1990. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Englar alheimsins, Reykjavík-Rotterdam og Eldfjalli, en fyrir hlutverk sitt þar hlaut hann verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni Eurasia í Kazakstan og á kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo. Listakonurnar Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Salka Sól Eyfeld voru á sama tíma útnefndar bæjarlistamenn Kópavogs. Þær skipa hljómsveitina Tazmania og verður samningur gerður við þær um að taka þátt í fræðslu – og menningarstarfi skólabarna í Kópavogi í haust. Þær segjast ekki geta beðið eftir að taka til starfa, en Blær, Tinna og Salka Sól eru allar meðlimir í rappsveitinni Reykjavíkurdætur sem vakið hefur athygli undanfarið. Lista- og menningarráð hefur útnefnt heiðurslistamann á þessum afmælisdegi bæjarins frá árinu 1988 en í fyrsta sinn nú er samhliða verið að velja bæjarlistamenn. Með fyrrnefnda valinu er verið að heiðra listamann fyrir ævistarf en með því síðarnefnda er verið að velja unga og efnilega listamenn til að sinna tilteknu fræðslu- og menningarstarfi. Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Theódór Júlíusson leikari var í dag útnefndur heiðurslistamaður Kópavogs. Lista- og menningarráð Kópavogsbæjar upplýsti þetta við hátíðlega athöfn í Gerðarsafni, listasafni Kópavogs í dag. „Það er mikil vegsemd að vera útnefndur heiðurslistamaður af bæjarfélagi sínu. Ég tala nú ekki um bæjarfélag eins og Kópavog þar sem menningin blómstrar,“ sagði Theódór í ræðu sinni við tækifærið. Theódór er fæddur á Siglufirði en hefur búið í Kópavogi frá árinu 1990. Hann er meðal annars þekktur fyrir hlutverk sín í kvikmyndunum Englar alheimsins, Reykjavík-Rotterdam og Eldfjalli, en fyrir hlutverk sitt þar hlaut hann verðlaun sem besti leikarinn á kvikmyndahátíðinni Eurasia í Kazakstan og á kvikmyndahátíðinni í Sao Paulo. Listakonurnar Þuríður Blær Jóhannsdóttir, Tinna Sverrisdóttir og Salka Sól Eyfeld voru á sama tíma útnefndar bæjarlistamenn Kópavogs. Þær skipa hljómsveitina Tazmania og verður samningur gerður við þær um að taka þátt í fræðslu – og menningarstarfi skólabarna í Kópavogi í haust. Þær segjast ekki geta beðið eftir að taka til starfa, en Blær, Tinna og Salka Sól eru allar meðlimir í rappsveitinni Reykjavíkurdætur sem vakið hefur athygli undanfarið. Lista- og menningarráð hefur útnefnt heiðurslistamann á þessum afmælisdegi bæjarins frá árinu 1988 en í fyrsta sinn nú er samhliða verið að velja bæjarlistamenn. Með fyrrnefnda valinu er verið að heiðra listamann fyrir ævistarf en með því síðarnefnda er verið að velja unga og efnilega listamenn til að sinna tilteknu fræðslu- og menningarstarfi.
Menning Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira