18 leikir á HM á Stöð 2 Sport 2 | Gummi Ben með HM-messu Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. maí 2014 16:22 Magnús Geir Þórðarson og Ari Edwald handsala samninginn í dag. Vísir/Vilhelm Stöð 2 Sport 2 sýnir 18 leiki frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem hefst í Brasilíu í næsta mánuði í beinni útsendingu og þá verða allir leikdagarnir gerðir upp í sérstakri HM-messu með GuðmundiBenediktssyni. 365 miðlar og RÚV komust að samkomulagi um þetta í dag en það voru Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, og Ari Edwald, forstjóri 365 Miðla, sem undirrituðu samstarfssamning stöðvanna í Efstaleiti í dag. Stöð 2 Sport 2 sýnir alla leiki riðlakeppninnar í fyrstu tveimur umferðunum sem hefjast klukkan 22.00. Þar má benda á frábæra leiki á borð við viðureignir Englands og Ítalíu annarsvegar og Bandaríkjanna og Portúgals hinsvegar. Í lokaumferðinni, þegar leikir riðlanna eru spilaðir á sama tíma, sýnir Stöð 2 Sport annan leikinn á móti RÚV en þar á meðal eru leikir Bandaríkjanna og Þýskalands og Kosta Ríka og Englands. Í heildina eru allir leikir Bandaríkjanna sýndir en með liðinu leikur Fjölnismaðurinn Aron Jóhannsson. RÚV sýnir þá leiki sem hefjast klukkan 16.00 og 19.00 á hverju kvöldi en að þeim loknum tekur við HM-messan með Gumma Ben á Stöð 2 Sport 2. Þar verða fyrstu tveir leikir dagsins gerðir upp og hitað upp fyrir leikinn sem hefst klukkan 22.00, leikinn sem sýndur verður á Stöð 2 Sport 2. RÚV sýnir alla leikina í útsláttarkeppninni en þeir verða svo endursýndir á Stöð 2 Sport 2 og látnir rúlla á stöðinni á milli leikja og HM-messunnar. „Við erum mjög ánægðir með að hafa náð þessu samkomulagi við ríkissjónvarpið. Á milli okkar hefur ríkt gott samstarf. Við erum með sérstaklega ánægðir með þá leiki sem við fáum og teljum að fótboltaleikir klukkan 22.00 á kvöldi að sumri til sé skemmtileg tímasetning,“ segir HjörvarHafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports, í samtali við Vísi. „Það gleður mig mikið að við skulum sýna alla leiki Bandaríkjanna í riðlakeppninni með það í huga að Aron Jóhannsson leiki með liðinu. Það er hluti af stefnu Stöðvar 2 Sports að fylgjast með glæsilegum íslenskum fyrirmyndum. Það höfum við einnig gert með GunnariNelson í UFC og afrekskonunum AnítuHinriksdóttur og ÁsdísiHjálmsdóttur á Demantamótaröðinni sem við hófum nýlega sýningar á,“ segir Hjörvar. Hjörvar er sjálfur annálaður sparkspekingur og fótboltaáhugamaður en hann hlakkar til að horfa á mótið í Brasilíu. „Loksins er heimsmeistaramótið komið aftur til Brasilíu, sem er á vissan hátt faðir fótboltans ef England er móðurlandið,“ segir hann léttur í bragði. Sem fyrr segir mun Guðmundur Benediktsson halda utan um HM-messuna á Stöð 2 Sport 2 í sumar. „Það hefur verið stefna mín frá fyrsta degi að fá sérhæfða menn til starfsins. Eins og þeir sem þekkja til sportstöðva okkar hafa kynnts nálgumst við fótboltann með fólki sem þekkir íþróttina inn og út. En auðvitað verður smá léttmeti með í för eins og Gumma Ben er einum lagið. Fótboltinn verður samt alltaf í fyrsta sæti,“ segir Hjörvar Hafliðason.Leikirnir á HM sem verða í beinni á Stöð 2 Sport 2: 13. júní, klukkan 22.00 B-riðill: Síle-Ástralía 14. júní, klukkan 22.00 D-riðill: England-Ítalía 15. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Argentína-Bosnía 16. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Gana - Bandaríkin 17. júní, klukkan 22.00 H-riðill: Rússland - Suður Kórea 18. júní, klukkan 22.00 A-riðill: Kamerún - Króatía 19. júní, klukkan 22.00 C-riðill: Japan - Grikkland 20. júní, klukkan 22.00 E-riðill: Hondúras - Ekvador 21. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Nígería - Bosnía 22. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Bandaríkin - Portúgal 23. júní, klukkan 16.00 B-riðill: Ástralía - Spánn 23. júní, klukkan, 20.00 A-riðill: Kamerún - Brasilíu 24. júní, klukkan 16.00 D-riðill: Kosta Ríka - England 24. júní, klukkan, 20.00 C-riðill: Japan - Kólumbía 25. júní, klukkan 16.00 F-riðill: Bosnía - Íran 25. júní, klukkan, 20.00 E-riðill: Ekvador - Frakkland 26. júní, klukkan 16.00 G-riðill: Bandaríkin - Þýskaland 26. júní, klukkan, 20.00 H-riðill: Suður Kórea - Belgía Fótbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Stöð 2 Sport 2 sýnir 18 leiki frá heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem hefst í Brasilíu í næsta mánuði í beinni útsendingu og þá verða allir leikdagarnir gerðir upp í sérstakri HM-messu með GuðmundiBenediktssyni. 365 miðlar og RÚV komust að samkomulagi um þetta í dag en það voru Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri, og Ari Edwald, forstjóri 365 Miðla, sem undirrituðu samstarfssamning stöðvanna í Efstaleiti í dag. Stöð 2 Sport 2 sýnir alla leiki riðlakeppninnar í fyrstu tveimur umferðunum sem hefjast klukkan 22.00. Þar má benda á frábæra leiki á borð við viðureignir Englands og Ítalíu annarsvegar og Bandaríkjanna og Portúgals hinsvegar. Í lokaumferðinni, þegar leikir riðlanna eru spilaðir á sama tíma, sýnir Stöð 2 Sport annan leikinn á móti RÚV en þar á meðal eru leikir Bandaríkjanna og Þýskalands og Kosta Ríka og Englands. Í heildina eru allir leikir Bandaríkjanna sýndir en með liðinu leikur Fjölnismaðurinn Aron Jóhannsson. RÚV sýnir þá leiki sem hefjast klukkan 16.00 og 19.00 á hverju kvöldi en að þeim loknum tekur við HM-messan með Gumma Ben á Stöð 2 Sport 2. Þar verða fyrstu tveir leikir dagsins gerðir upp og hitað upp fyrir leikinn sem hefst klukkan 22.00, leikinn sem sýndur verður á Stöð 2 Sport 2. RÚV sýnir alla leikina í útsláttarkeppninni en þeir verða svo endursýndir á Stöð 2 Sport 2 og látnir rúlla á stöðinni á milli leikja og HM-messunnar. „Við erum mjög ánægðir með að hafa náð þessu samkomulagi við ríkissjónvarpið. Á milli okkar hefur ríkt gott samstarf. Við erum með sérstaklega ánægðir með þá leiki sem við fáum og teljum að fótboltaleikir klukkan 22.00 á kvöldi að sumri til sé skemmtileg tímasetning,“ segir HjörvarHafliðason, dagskrárstjóri Stöðvar 2 Sports, í samtali við Vísi. „Það gleður mig mikið að við skulum sýna alla leiki Bandaríkjanna í riðlakeppninni með það í huga að Aron Jóhannsson leiki með liðinu. Það er hluti af stefnu Stöðvar 2 Sports að fylgjast með glæsilegum íslenskum fyrirmyndum. Það höfum við einnig gert með GunnariNelson í UFC og afrekskonunum AnítuHinriksdóttur og ÁsdísiHjálmsdóttur á Demantamótaröðinni sem við hófum nýlega sýningar á,“ segir Hjörvar. Hjörvar er sjálfur annálaður sparkspekingur og fótboltaáhugamaður en hann hlakkar til að horfa á mótið í Brasilíu. „Loksins er heimsmeistaramótið komið aftur til Brasilíu, sem er á vissan hátt faðir fótboltans ef England er móðurlandið,“ segir hann léttur í bragði. Sem fyrr segir mun Guðmundur Benediktsson halda utan um HM-messuna á Stöð 2 Sport 2 í sumar. „Það hefur verið stefna mín frá fyrsta degi að fá sérhæfða menn til starfsins. Eins og þeir sem þekkja til sportstöðva okkar hafa kynnts nálgumst við fótboltann með fólki sem þekkir íþróttina inn og út. En auðvitað verður smá léttmeti með í för eins og Gumma Ben er einum lagið. Fótboltinn verður samt alltaf í fyrsta sæti,“ segir Hjörvar Hafliðason.Leikirnir á HM sem verða í beinni á Stöð 2 Sport 2: 13. júní, klukkan 22.00 B-riðill: Síle-Ástralía 14. júní, klukkan 22.00 D-riðill: England-Ítalía 15. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Argentína-Bosnía 16. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Gana - Bandaríkin 17. júní, klukkan 22.00 H-riðill: Rússland - Suður Kórea 18. júní, klukkan 22.00 A-riðill: Kamerún - Króatía 19. júní, klukkan 22.00 C-riðill: Japan - Grikkland 20. júní, klukkan 22.00 E-riðill: Hondúras - Ekvador 21. júní, klukkan 22.00 F-riðill: Nígería - Bosnía 22. júní, klukkan 22.00 G-riðill: Bandaríkin - Portúgal 23. júní, klukkan 16.00 B-riðill: Ástralía - Spánn 23. júní, klukkan, 20.00 A-riðill: Kamerún - Brasilíu 24. júní, klukkan 16.00 D-riðill: Kosta Ríka - England 24. júní, klukkan, 20.00 C-riðill: Japan - Kólumbía 25. júní, klukkan 16.00 F-riðill: Bosnía - Íran 25. júní, klukkan, 20.00 E-riðill: Ekvador - Frakkland 26. júní, klukkan 16.00 G-riðill: Bandaríkin - Þýskaland 26. júní, klukkan, 20.00 H-riðill: Suður Kórea - Belgía
Fótbolti Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira