Andri Snær og Þórarinn hlutu verðlaun Reykjavíkurborgar Bjarki Ármannsson skrifar 19. maí 2014 16:00 Andri Snær og Þórarinn hlutu verðlaunin í Höfða rétt í þessu. Vísir/Pjetur/GVA Andri Snær Magnason veitti í dag viðtöku barnabókaverðlaunum skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fyrir bókina Tímakistan. Bókin var hlutskörpust í flokki frumsamdra barnabóka en hún hlaut einnig íslensku bókmenntaverðlaunin nú í janúar í flokki barna- og unglingabóka. Bókin Veiða vind í þýðingu Þórarins Eldjárn var svo valin best þýdda barnabókin. Bókin er upphaflega á færeysku og er eftir þau Rakel Helmsdal, Janus á Húsagarði og Kára Bæk. Þetta er í þriðja sinn sem Þórarinn fær þýðingarverðlaunin en hann hefur tvisvar fengið verðlaun fyrir bestu frumsömdu barnabókina. Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar, og Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, afhentu barnabókaverðlaunin í Höfða nú síðdegis við hátíðlega athöfn. Í tilkynningu segir að Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs þjóni þeim tilgangi að vekja athygli á gildi góðra bókmennta í uppeldisstarfi og á metnaðarfullri útgáfu barnabóka. Dómnefnd var skipuð þeim Margréti Kristínu Blöndal, Mörtu Guðjónsdóttur og Guðrúnu Höllu Sveinsdóttur. Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Andri Snær Magnason veitti í dag viðtöku barnabókaverðlaunum skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur fyrir bókina Tímakistan. Bókin var hlutskörpust í flokki frumsamdra barnabóka en hún hlaut einnig íslensku bókmenntaverðlaunin nú í janúar í flokki barna- og unglingabóka. Bókin Veiða vind í þýðingu Þórarins Eldjárn var svo valin best þýdda barnabókin. Bókin er upphaflega á færeysku og er eftir þau Rakel Helmsdal, Janus á Húsagarði og Kára Bæk. Þetta er í þriðja sinn sem Þórarinn fær þýðingarverðlaunin en hann hefur tvisvar fengið verðlaun fyrir bestu frumsömdu barnabókina. Elsa Yeoman, forseti borgarstjórnar, og Oddný Sturludóttir, formaður skóla- og frístundaráðs, afhentu barnabókaverðlaunin í Höfða nú síðdegis við hátíðlega athöfn. Í tilkynningu segir að Barnabókaverðlaun skóla- og frístundaráðs þjóni þeim tilgangi að vekja athygli á gildi góðra bókmennta í uppeldisstarfi og á metnaðarfullri útgáfu barnabóka. Dómnefnd var skipuð þeim Margréti Kristínu Blöndal, Mörtu Guðjónsdóttur og Guðrúnu Höllu Sveinsdóttur.
Menning Mest lesið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira