Lífið

„Ég trúi vini mínum“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Vísir/Getty

Leikkonan Diane Keaton er ekki reið yfir því að Dylan Farrow, dóttir leikstjórans Woody Allen, hafi minnst á sig í opnu bréfi sem hún birti á bloggvef New York Times fyrr á árinu. Í bréfinu sagðist Dylan hafa verið misnotuð kynferðislega í æsku af leikstjóranum.„Þú þekktir mig þegar ég var lítil stúlka, Diane Keaton. Hefurðu gleymt mér?“ skrifaði Dylan meðal annars.„Hvað eiga þau að gera? Hverja fleiri ætla þau að draga inn í þetta? Þau þurfa að draga einhvern inn í þetta. Mér sárnaði ekki, ekki í eina sekúndu,“ segir Diane í viðtali við blaðið Guardian í Bretlandi.„Ég hef ekkert að segja um þetta. Nema: Ég trúi vini mínum.“

Woody með fyrrverandi konu sinni Miu Farrow og börnum þeirra Satchel og Dylan.Vísir/Getty

Woody Allen svaraði bréfi dóttur sinnar stuttu eftir að hún fékk það birt í New York Times.„Að vera kennt að hata föður sinn og að hún hafi verið látin trúa því að hann hafi misnotað hana hefur nú þegar tekið sálfræðilegan toll á þessa yndislegu, ungu stúlku. Nú eru liðin 21 ár og Dylan kemur fram með ásakanir sem sérfræðingar í Yale rannsökuðu og komust að þeirri niðurstöðu að þær væru rangar. Nú er búið að bæta við nokkrum atriðum sem virðast hafa orðið til fyrir töfra á meðan við höfum ekki talast við í þetta 21 ár,“ skrifaði hann meðal annars.


Tengdar fréttir

Opið bréf Dylan Farrow vekur heimsathygli

Virðingin sem Woody Allen nýtur í kvikmyndaiðnaðinum er lýsandi dæmi þess að samfélagið bregst ítrekað fórnarlömbum kynferðisofbeldis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í opnu bréfi Dylan Farrow, dóttur Allens, sem birtist í The New York Times í gærkvöldi, en þar lýsir hún misnotkun af hálfu föður síns.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.