Enski boltinn

Wilson skoraði í fyrsta leiknum sínum á Old Trafford - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hinn 18 ára gamli James Wilson var ekki lengi að skora í sínum fyrsta leik með aðalliði Manchester United en hann fékk tækifærið í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.  

Ryan Giggs setti strákinn í byrjunarliðið á móti Hull á Old Trafford og Wilson kom United-liðinu í 1-0 með marki á 31. mínútu.

Wilson hefur raðað inn mörkum með 21 árs liði Manchester United og það hefur lengið verið pískrað um þennan efnilega strák með stuðningsmanna United.

Wilson skoraði markið sitt með skoti úr teignum eftir að Marouane Fellaini skallaði aukaspyrnu Adnan Januzaj til hans. Það er hægt að sjá markið hans hér fyrir ofan.

Wilson bætti síðan við öðru marki í seinni hálfleik og varð þar með fyrsti nýliði Manchester United í tæp tíu ár til að skora meira en eitt mark í sínum fyrsta leik fyrir félagið.


Tengdar fréttir

Giggs skipti sjálfum sér inn á völlinn - myndband

Ryan Giggs, starfandi knattspyrnustjóri Manchester United, lék væntanlega sinn síðasta leik fyrir félagið í kvöld þegar hann kom inn á sem varamaður í síðasta heimaleik tímabilsins á móti Hull í ensku úrvalsdeildinni.

Giggs gaf ekkert upp um framtíð sína í þakkarræðu eftir leik

Ryan Giggs stýrði Manchester United til 3-1 sigurs á Hull í kvöld í síðasta heimaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu en það sem meira er hann skipti sjálfum sér inn á völlinn tuttugu mínútum fyrir leikslok í hugsanlega síðasta leik sínum í búningi United. Eftir leikinn hélt hann þakkaræðu á miðju vallarins alveg eins og Sir Alex Ferguson fyrir ári síðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×