Átján ára nýliði með tvö mörk í sigri Manchester United | Myndband Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2014 18:15 Manchester United vann 3-1 sigur á Hull City á Old Trafford í kvöld í síðasta heimaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og mögulega 963. og síðasta leik Ryan Giggs fyrir félagið. Ryan Giggs, starfandi knattspyrnustjóri Manchester United frá því að David Moyes var rekinn, setti sjálfan sig inn á tuttugu mínútum fyrir leikslok en Giggs kom þá inn á fyrir annan af tveimur nýliðum sem hann gaf tækifærið í þessum leik. Giggs kom inn á fyrir Tom Lawrence á 70. mínútu en hinn átján ára gamli James Wilson stal sviðsljósinu í sinum fyrsta leik með aðalliði Manchester United. Wilson skoraði tvö fyrstu mörk United, eitt í hvorum hálfleik, en Giggs átti síðan stóran þátt í þriðja markinu sem Robin Van Persie skoraði. Marouane Fellaini átti þátt í báðum mörkum James Wilson, það fyrra kom á 31. mínútu eftir að Fellaini skallaði aukaspyrnu Adnan Januzaj fyrir fætur nýliðans en það síðara skoraði Wilson á 61. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Fellaini. Matty Fryatt minnkaði muninn í 2-1 tveimur mínútum eftir mark Wilson en nýliðinn fékk ekki tækifæri til að fullkomna þrennuna því hann fór af velli fyrir Robin Van Persie á 64. mínútu. Robin Van Persie skoraði þriðja markið á 86. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Ryan Giggs en Van Persie fékk tvær tilraunir til að senda boltann í markið. Ryan Giggs sýndi nokkur góð tilþrif og átti einnig gott skot úr aukaspyrnu í uppbótartíma sem var varið í horn. Enski boltinn Tengdar fréttir Wilson skoraði í fyrsta leiknum sínum á Old Trafford - myndband Hinn 18 ára gamli James Wilson var ekki lengi að skora í sínum fyrsta leik með aðalliði Manchester United en hann fékk tækifærið í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 6. maí 2014 19:27 Giggs skipti sjálfum sér inn á völlinn - myndband Ryan Giggs, starfandi knattspyrnustjóri Manchester United, lék væntanlega sinn síðasta leik fyrir félagið í kvöld þegar hann kom inn á sem varamaður í síðasta heimaleik tímabilsins á móti Hull í ensku úrvalsdeildinni. 6. maí 2014 20:19 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira
Manchester United vann 3-1 sigur á Hull City á Old Trafford í kvöld í síðasta heimaleik liðsins í ensku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og mögulega 963. og síðasta leik Ryan Giggs fyrir félagið. Ryan Giggs, starfandi knattspyrnustjóri Manchester United frá því að David Moyes var rekinn, setti sjálfan sig inn á tuttugu mínútum fyrir leikslok en Giggs kom þá inn á fyrir annan af tveimur nýliðum sem hann gaf tækifærið í þessum leik. Giggs kom inn á fyrir Tom Lawrence á 70. mínútu en hinn átján ára gamli James Wilson stal sviðsljósinu í sinum fyrsta leik með aðalliði Manchester United. Wilson skoraði tvö fyrstu mörk United, eitt í hvorum hálfleik, en Giggs átti síðan stóran þátt í þriðja markinu sem Robin Van Persie skoraði. Marouane Fellaini átti þátt í báðum mörkum James Wilson, það fyrra kom á 31. mínútu eftir að Fellaini skallaði aukaspyrnu Adnan Januzaj fyrir fætur nýliðans en það síðara skoraði Wilson á 61. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Fellaini. Matty Fryatt minnkaði muninn í 2-1 tveimur mínútum eftir mark Wilson en nýliðinn fékk ekki tækifæri til að fullkomna þrennuna því hann fór af velli fyrir Robin Van Persie á 64. mínútu. Robin Van Persie skoraði þriðja markið á 86. mínútu eftir að hafa fengið sendingu frá Ryan Giggs en Van Persie fékk tvær tilraunir til að senda boltann í markið. Ryan Giggs sýndi nokkur góð tilþrif og átti einnig gott skot úr aukaspyrnu í uppbótartíma sem var varið í horn.
Enski boltinn Tengdar fréttir Wilson skoraði í fyrsta leiknum sínum á Old Trafford - myndband Hinn 18 ára gamli James Wilson var ekki lengi að skora í sínum fyrsta leik með aðalliði Manchester United en hann fékk tækifærið í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 6. maí 2014 19:27 Giggs skipti sjálfum sér inn á völlinn - myndband Ryan Giggs, starfandi knattspyrnustjóri Manchester United, lék væntanlega sinn síðasta leik fyrir félagið í kvöld þegar hann kom inn á sem varamaður í síðasta heimaleik tímabilsins á móti Hull í ensku úrvalsdeildinni. 6. maí 2014 20:19 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Sjá meira
Wilson skoraði í fyrsta leiknum sínum á Old Trafford - myndband Hinn 18 ára gamli James Wilson var ekki lengi að skora í sínum fyrsta leik með aðalliði Manchester United en hann fékk tækifærið í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. 6. maí 2014 19:27
Giggs skipti sjálfum sér inn á völlinn - myndband Ryan Giggs, starfandi knattspyrnustjóri Manchester United, lék væntanlega sinn síðasta leik fyrir félagið í kvöld þegar hann kom inn á sem varamaður í síðasta heimaleik tímabilsins á móti Hull í ensku úrvalsdeildinni. 6. maí 2014 20:19