Lífið

Chris Martin kennir sjálfum sér um skilnaðinn

Chris Martin
Chris Martin Vísir/Getty
Chris Martin hefur átt erfitt uppdráttar undanfarnar vikur, en hann skildi nýverið við fyrrverandi eiginkonu sína Gwyneth Paltrow.

Í nýlegu viðtali við BBC Radio 1 ræddi Martin skilnaðinn, sem hann kennir sjálfum sér um.

„Þetta var ákveðin uppgötvun. Um að ég þyrfti að fullorðnast. Eins og ég segi, ef maður getur ekki opnað sig, getur maður ekki lært að meta kosti í fari sínu eða annarra. Þannig að maður getur verið með einhverjum sem er kannski frábær, en vegna eigin vandamála kann maður ekki að njóta þess.“ 

Í viðtalinu talar hann einnig um hversu mikill aðdáandi hann er hljómsveitarinnar One Direction.

„Ég held að One Direction sé stærsta hljómsveit í heimi og lögin þeirra eru frábær,“ sagði Martin í samtali við Zane Lowe hjá BBC Radio 1.

„Það sem ég meina er að One Direction er stórkostlegir og ég er ekki að grínast. Vitiði af hverju? Vegna þess að lögin þeirra eru mjög góð og ég held að enginn þeirra ætli að slíta sig frá sveitinni til að hefja sólóferil.“ Hljómsveit Martins, Coldplay, gefur út sína sjöttu breiðskífu, Ghost Stories, þann 19. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×