Röskva skorar á ríkisstjórnina að grípa til aðgerða Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. mars 2014 22:39 Röskva harmar að starfsmenn skólans sjái sig knúna til að boða til verkfalls. vísir/anton Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirvofandi verkfalls kennara við skólann. Þar er það harmað að starfsmenn skólans sjái sig knúna til að boða til verkfalls. „Hugur okkar er með starfsmönnum háskólans sem berjast fyrir bættum kjörum. Ef háskólinn á að vera leiðandi afl í menntasamfélagi, innlendu sem erlendu, er það réttlát krafa að kennurum og öðru starfsfólki séu greidd mannsæmandi laun. Það er óviðunandi að kennarar séu ekki metnir að verðleikum því störf þeirra móta framtíðarhorfur nútímasamfélags.“ Samtökin skora á ríkisstjórnina að „láta af atlögu sinni að menntastofnunum landsins og grípa tafarlaust til aðgerða til að rétta hlut þeirra“.Yfirlýsingin í heild sinni:Stærsti vinnustaður landsins lokarRöskva harmar að starfsmenn Háskóla Íslands sjái sig knúna til að boða til verkfalls. Hugur okkar er með starfsmönnum háskólans sem berjast fyrir bættum kjörum. Ef háskólinn á að vera leiðandi afl í menntasamfélagi, innlendu sem erlendu, er það réttlát krafa að kennurum og öðru starfsfólki séu greidd mannsæmandi laun. Það er óviðunandi að kennarar séu ekki metnir að verðleikum því störf þeirra móta framtíðarhorfur nútímasamfélags.Verkfall háskólakennara hefur auk þess mikil áhrif á stöðu nemenda við Háskóla Íslands. Óvissa skapast varðandi skil lokaverkefna og lokapróf í vor. Útskriftarnemar sem stefna á framhaldsnám eru bundnir af því að útskrifast í vor til þess að geta haldið áfram í námi og að auki skapast óvissa um greiðslur námslána til stúdenta.Ríkisstjórnin verður að svara því hvernig framtíðarsýn hún hefur fyrir háskólamenntað fólk. Röskva skorar á núverandi ríkisstjórn að láta af atlögu sinni að menntastofnunum landsins og grípa tafarlaust til aðgerða til að rétta hlut þeirra. Það er mikilvægt að sátt náist um kjör háskólakennara og að ríkið rísi undir þeim réttmætu kröfum sem Félag háskólakennara leggur til.Fjárfesting í menntun er forsenda framgangs og árangurs. Rétt forgangsröðun í fjárlögum til menntakerfisins er nauðsynleg eigi Ísland að viðhalda stöðu sinni sem samfélag þar sem ungu fólki býðst framhaldsmenntun og vinna sem er samkeppnishæf í alþjóðlegu samhengi. Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira
Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna yfirvofandi verkfalls kennara við skólann. Þar er það harmað að starfsmenn skólans sjái sig knúna til að boða til verkfalls. „Hugur okkar er með starfsmönnum háskólans sem berjast fyrir bættum kjörum. Ef háskólinn á að vera leiðandi afl í menntasamfélagi, innlendu sem erlendu, er það réttlát krafa að kennurum og öðru starfsfólki séu greidd mannsæmandi laun. Það er óviðunandi að kennarar séu ekki metnir að verðleikum því störf þeirra móta framtíðarhorfur nútímasamfélags.“ Samtökin skora á ríkisstjórnina að „láta af atlögu sinni að menntastofnunum landsins og grípa tafarlaust til aðgerða til að rétta hlut þeirra“.Yfirlýsingin í heild sinni:Stærsti vinnustaður landsins lokarRöskva harmar að starfsmenn Háskóla Íslands sjái sig knúna til að boða til verkfalls. Hugur okkar er með starfsmönnum háskólans sem berjast fyrir bættum kjörum. Ef háskólinn á að vera leiðandi afl í menntasamfélagi, innlendu sem erlendu, er það réttlát krafa að kennurum og öðru starfsfólki séu greidd mannsæmandi laun. Það er óviðunandi að kennarar séu ekki metnir að verðleikum því störf þeirra móta framtíðarhorfur nútímasamfélags.Verkfall háskólakennara hefur auk þess mikil áhrif á stöðu nemenda við Háskóla Íslands. Óvissa skapast varðandi skil lokaverkefna og lokapróf í vor. Útskriftarnemar sem stefna á framhaldsnám eru bundnir af því að útskrifast í vor til þess að geta haldið áfram í námi og að auki skapast óvissa um greiðslur námslána til stúdenta.Ríkisstjórnin verður að svara því hvernig framtíðarsýn hún hefur fyrir háskólamenntað fólk. Röskva skorar á núverandi ríkisstjórn að láta af atlögu sinni að menntastofnunum landsins og grípa tafarlaust til aðgerða til að rétta hlut þeirra. Það er mikilvægt að sátt náist um kjör háskólakennara og að ríkið rísi undir þeim réttmætu kröfum sem Félag háskólakennara leggur til.Fjárfesting í menntun er forsenda framgangs og árangurs. Rétt forgangsröðun í fjárlögum til menntakerfisins er nauðsynleg eigi Ísland að viðhalda stöðu sinni sem samfélag þar sem ungu fólki býðst framhaldsmenntun og vinna sem er samkeppnishæf í alþjóðlegu samhengi.
Mest lesið Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Sjá meira