Stúdentar með 25% afslætti Sverrir Páll Erlendsson skrifar 27. mars 2014 07:00 Nú er að líða önnur vika verkfalls í framhaldsskólunum og sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum. Menntamálaráðherra rak skyndilega flein í samningagerðina og tefur verkið. Hann fékk þá flugu í kollinn að hann gæti skorið 25% af námi til stúdentsprófs á samningafundum við kennara. Þá pólitík er erfitt að skilja og fyrir þessari skerðingu hef ég ekki séð nein fagleg rök, einungis fjárhagsleg. Ég er andvígur því að meta nám og skólastarf eftir reiknilíkani. Skóli er ekki verksmiðja. Hann er menningarstofnun. Það er líka erfitt að skilja af hverju ráðherra hamast svona á bóklegu námi – það er ódýrasta námið. Það er ágætt takmark að stytta nám til stúdentsprófs svo nemendur verði stúdentar 19 ára en ekki tvítugir. Það er bara ekki sama hvernig það er gert. Samjöfnuður við annarra þjóða fólk er ekki einhlítur. Fólk sem lýkur stúdentsprófi ári fyrr getur komist ári fyrr í háskóla. En Íslendingar sem ljúka fjögurra ára framhaldsskólanámi hafa unnið með náminu a.m.k. 3 mánuði á ári í 4 ár margvísleg störf. Heils árs vinnureynsla er ekki í veganesti stúdentanna í nágrannalöndunum, sem taka sér gjarnan frí frá námi 1-2 ár áður en þeir byrja í háskóla.Skera, skera! Ríkisendurskoðun hefur sagt að ekki verði lengra gengið í að skera niður framhaldsskólana. Í stað þess að afla skólunum aukins fjár til að bæta upp margra ára stórhættulegan skaða af niðurskurði grípur ráðherrann þetta tækifæri til þess að skerða starfsemi framhaldsskólanna enn meira. Höggva af þeim heilt ár í námi þannig að eftir standi þrír fjórðu hlutar af því sem framhaldsskólarnir eru nú. Það á að spara peninga með því að skera niður nám (og nota eitthvað af þeim peningum sem sparast til að hækka laun kennara!!!). Lengra nær kenningin ekki. Hvar eru hin faglegu rök? Búa reiknimeistarar ráðuneytisins yfir menntunarlegum markmiðum með niðurskurðinum? Mun hann bæta nám eða kennslu? Ekki hef ég heyrt um það talað. Fagleg markmið náms og kennslu ættu þó að ráða þegar fjallað er um breytingar á skóla. Hver eru helstu fagleg rök gegn þessari aðferð styttingar framhaldsskólans? Þau eru í meginatriðum á þá leið að með því að stytta nám um eitt ár af fjórum minnkar yfirferð námsefnis til stúdentsprófs – þ.e. til inngöngu í háskóla – um fjórðung. Einnig mun þjálfun í námstækni og vinnuaðferðum nauðsynlegum fyrir háskólanám skerðast um fjórðung. Í staðinn fyrir 100% stúdent nú stæðum við uppi með 75% stúdent. Er heppilegt veganesti inn í háskóla veraldarinnar að bjóða upp á Bónus-stúdenta með 25% afslætti? Nei.Vantar fjölbreytni Það þarf að taka til í skólakerfinu með öðru en að draga úr námi. Það hefur lengi verið hægt að ljúka stúdentsprófi á 3 árum í áfangaskólum og Kvennaskólinn hefur fundið álitlega leið til þess nýverið. En skólarnir þurfa að geta boðið fjölbreyttari leiðir til náms, sem gætu vakið áhuga þeirra sem ekki ætla í háskóla eða hefðbundna iðn. Einn möguleikinn er að brautskrá nemendur eftir tveggja ára nám með framhalds(skóla)próf. En það þarf að vera markmið með svoleiðis prófi. Það þarf að gefa réttindi svo einhver vilji ljúka því. Ég hef í mínum skóla lagt fram hugmyndir að tveggja ára réttindanámi, sem ekki er hægt að vinna að á meðan niðurskurðarhnífur ríkisins skefur merginn innan úr beinum menntaskólanna, sem er refsað fyrir að vera bara bóknámsskólar. En því skal líka haldið til haga að á undanförnum árum hefur verið unnið gríðarlega mikið þróunarstarf í mörgum framhaldsskólunum og það er alrangt hjá ráðherra að þeir séu úreltir og hafi ekki verið nútímavæddir. Fyrir allmörgum árum var grunnskólanámið lengt um eitt ár, sex ára bekkurinn bættist við, lokabekkurinn varð tíundi bekkur, en ekki níundi, eins og verið hafði. Ég hef engan hitt sem hefur sagt að nemendur komi betur undirbúnir í framhaldsskóla eftir 10 ára grunnskólanám en eftir 9 ár. Í einhverju styttingarkastinu var prófað að flýta fyrir framhaldsskólanáminu með því að senda byrjunaráfanga framhaldsskóla niður í tíunda bekk. Ég hef ekki heyrt að nemendur sem koma úr 10. bekk hafi stærðfræði 103 eða íslensku 103 á takteinum. Ein leið til styttingar væri að stytta grunnskólann um eitt ár. Það má líka nefna það. Sumir framhaldsskólar hafa tekið inn nemendur að loknum 9. bekk. Það hefur gengið vel. Þetta hentar mörgum en ekki öllum, það þurfa heldur ekki allir að vera eins. Þeir sem kjósa þessa leið verða stúdentar ári fyrr, og það mætti fjölga mikið í þessum hópi nemenda. Þeir sem eru andlega, líkamlega og námslega undirbúnir fái að ganga inn í framhaldsskóla að loknum 9. bekk. Tíundabekkingar yrðu svipaðir og gagnfræðaprófsnemendur á tímum landsprófsins og gætu komið í framhaldsskóla síðar. Þegar á allt er litið hlýtur að vera krafa þjóðarinnar að ráðamenn skerði ekki menntun í framhaldsskólum. Það þyrfti að auka hana og bæta. Það verður ekki gert með fjársvelti og niðurskurði, ekki með því að skerða nám til stúdentsprófs. Það verður fyrst og fremst gert með því að rífa skólakerfið úr helfjötrum reiknilíkana og reiknimeistara og sýna því virðingu. Þetta snýst um fólk, nemendur, kennara, nám, kennslu, menntun, menningu, vinnuþjálfun, verkkunnáttu, færni, virðingu, víðsýni og árangur. Ekki tölur í excelskjali. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Nú er að líða önnur vika verkfalls í framhaldsskólunum og sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum. Menntamálaráðherra rak skyndilega flein í samningagerðina og tefur verkið. Hann fékk þá flugu í kollinn að hann gæti skorið 25% af námi til stúdentsprófs á samningafundum við kennara. Þá pólitík er erfitt að skilja og fyrir þessari skerðingu hef ég ekki séð nein fagleg rök, einungis fjárhagsleg. Ég er andvígur því að meta nám og skólastarf eftir reiknilíkani. Skóli er ekki verksmiðja. Hann er menningarstofnun. Það er líka erfitt að skilja af hverju ráðherra hamast svona á bóklegu námi – það er ódýrasta námið. Það er ágætt takmark að stytta nám til stúdentsprófs svo nemendur verði stúdentar 19 ára en ekki tvítugir. Það er bara ekki sama hvernig það er gert. Samjöfnuður við annarra þjóða fólk er ekki einhlítur. Fólk sem lýkur stúdentsprófi ári fyrr getur komist ári fyrr í háskóla. En Íslendingar sem ljúka fjögurra ára framhaldsskólanámi hafa unnið með náminu a.m.k. 3 mánuði á ári í 4 ár margvísleg störf. Heils árs vinnureynsla er ekki í veganesti stúdentanna í nágrannalöndunum, sem taka sér gjarnan frí frá námi 1-2 ár áður en þeir byrja í háskóla.Skera, skera! Ríkisendurskoðun hefur sagt að ekki verði lengra gengið í að skera niður framhaldsskólana. Í stað þess að afla skólunum aukins fjár til að bæta upp margra ára stórhættulegan skaða af niðurskurði grípur ráðherrann þetta tækifæri til þess að skerða starfsemi framhaldsskólanna enn meira. Höggva af þeim heilt ár í námi þannig að eftir standi þrír fjórðu hlutar af því sem framhaldsskólarnir eru nú. Það á að spara peninga með því að skera niður nám (og nota eitthvað af þeim peningum sem sparast til að hækka laun kennara!!!). Lengra nær kenningin ekki. Hvar eru hin faglegu rök? Búa reiknimeistarar ráðuneytisins yfir menntunarlegum markmiðum með niðurskurðinum? Mun hann bæta nám eða kennslu? Ekki hef ég heyrt um það talað. Fagleg markmið náms og kennslu ættu þó að ráða þegar fjallað er um breytingar á skóla. Hver eru helstu fagleg rök gegn þessari aðferð styttingar framhaldsskólans? Þau eru í meginatriðum á þá leið að með því að stytta nám um eitt ár af fjórum minnkar yfirferð námsefnis til stúdentsprófs – þ.e. til inngöngu í háskóla – um fjórðung. Einnig mun þjálfun í námstækni og vinnuaðferðum nauðsynlegum fyrir háskólanám skerðast um fjórðung. Í staðinn fyrir 100% stúdent nú stæðum við uppi með 75% stúdent. Er heppilegt veganesti inn í háskóla veraldarinnar að bjóða upp á Bónus-stúdenta með 25% afslætti? Nei.Vantar fjölbreytni Það þarf að taka til í skólakerfinu með öðru en að draga úr námi. Það hefur lengi verið hægt að ljúka stúdentsprófi á 3 árum í áfangaskólum og Kvennaskólinn hefur fundið álitlega leið til þess nýverið. En skólarnir þurfa að geta boðið fjölbreyttari leiðir til náms, sem gætu vakið áhuga þeirra sem ekki ætla í háskóla eða hefðbundna iðn. Einn möguleikinn er að brautskrá nemendur eftir tveggja ára nám með framhalds(skóla)próf. En það þarf að vera markmið með svoleiðis prófi. Það þarf að gefa réttindi svo einhver vilji ljúka því. Ég hef í mínum skóla lagt fram hugmyndir að tveggja ára réttindanámi, sem ekki er hægt að vinna að á meðan niðurskurðarhnífur ríkisins skefur merginn innan úr beinum menntaskólanna, sem er refsað fyrir að vera bara bóknámsskólar. En því skal líka haldið til haga að á undanförnum árum hefur verið unnið gríðarlega mikið þróunarstarf í mörgum framhaldsskólunum og það er alrangt hjá ráðherra að þeir séu úreltir og hafi ekki verið nútímavæddir. Fyrir allmörgum árum var grunnskólanámið lengt um eitt ár, sex ára bekkurinn bættist við, lokabekkurinn varð tíundi bekkur, en ekki níundi, eins og verið hafði. Ég hef engan hitt sem hefur sagt að nemendur komi betur undirbúnir í framhaldsskóla eftir 10 ára grunnskólanám en eftir 9 ár. Í einhverju styttingarkastinu var prófað að flýta fyrir framhaldsskólanáminu með því að senda byrjunaráfanga framhaldsskóla niður í tíunda bekk. Ég hef ekki heyrt að nemendur sem koma úr 10. bekk hafi stærðfræði 103 eða íslensku 103 á takteinum. Ein leið til styttingar væri að stytta grunnskólann um eitt ár. Það má líka nefna það. Sumir framhaldsskólar hafa tekið inn nemendur að loknum 9. bekk. Það hefur gengið vel. Þetta hentar mörgum en ekki öllum, það þurfa heldur ekki allir að vera eins. Þeir sem kjósa þessa leið verða stúdentar ári fyrr, og það mætti fjölga mikið í þessum hópi nemenda. Þeir sem eru andlega, líkamlega og námslega undirbúnir fái að ganga inn í framhaldsskóla að loknum 9. bekk. Tíundabekkingar yrðu svipaðir og gagnfræðaprófsnemendur á tímum landsprófsins og gætu komið í framhaldsskóla síðar. Þegar á allt er litið hlýtur að vera krafa þjóðarinnar að ráðamenn skerði ekki menntun í framhaldsskólum. Það þyrfti að auka hana og bæta. Það verður ekki gert með fjársvelti og niðurskurði, ekki með því að skerða nám til stúdentsprófs. Það verður fyrst og fremst gert með því að rífa skólakerfið úr helfjötrum reiknilíkana og reiknimeistara og sýna því virðingu. Þetta snýst um fólk, nemendur, kennara, nám, kennslu, menntun, menningu, vinnuþjálfun, verkkunnáttu, færni, virðingu, víðsýni og árangur. Ekki tölur í excelskjali.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar