„Algjörlega ósatt að Bandaríkjamenn séu mesta hvalveiðiþjóð heims“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 4. apríl 2014 10:47 Cunningham fer yfir málið og bendir á tölur yfir hvalveiðar. Vísir/aðsent/getty „Það er algjörlega ósatt að Bandaríkjamenn séu mesta hvalveiðiþjóð heims,“ segir Paul Cunningham, upplýsinga- og menningarmálastjóri bandaríska sendiráðsins. „Við höfum séð marga halda þessu fram; stjórnmálamenn og fólk í fjölmiðlum og á samskiptamiðlum. En það er ansi greinilegt að Bandaríkin eru ekki helsta hvalveiðiþjóð heims – hvernig sem á málið er litið,“ bætir Cunningaham við. Hann bendir á tölur frá Alþjóðahvalveiðiráðinu.Ekki efstir í frumbyggjaveiðum Bandaríkin stunda eingöngu frumbyggjaveiðar, tegund hvalveiða sem stundaðar hafa verið á ákveðnum svæðum með svipuðum aðferðum til lengri tíma. Ef litið er á tölur yfir frumbyggjaveiðar allt frá árinu 1985, kemur í ljós að Bandaríkjamenn veiða ekki flesta hvali á heimsvísu, með aðferðum frumbyggja. Frumbyggjar í Rússlandi og Grænlandi hafa veitt fleiri hvali en Bandaríkjamenn nánast öll árin, eins langt aftur og tölur Alþjóðahvalveiðiráðsins ná. Frumbyggjaveiðar Bandaríkjanna eru stundaðar í norðurhluta Alaska, auk þess sem einn ættbálkur amerískra frumbyggja í Washington-fylki hefur leyfi til að stunda hvalveiðar. „Veiðarnar fara að langstærstu leiti fram í Alaska. Eins lengi og menn muna hafa frumbyggjaveiðar farið fram þar,“ útskýrir Cunningham.Vilja kveða mýtuna í kútinn „Við viljum bara kveða þessu mýtu í kútinn. Bandaríkin eru hvergi nærri toppnum þegar kemur að hvalveiðum,“ segir Paul ennfremur. Nákvæm skráning er haldin yfir hvalveiðar, hvort sem það eru tilraunir til þess að veiða hvali eða fjöldi hvala sem veiðimenn ná á land. Skráningar yfir vísindaveiðar og hvalveiðar í atvinnuskyni sýna að Norðmenn eru stórtækastir þegar kemur að hvalveiðum.Hér má sjá bandaríska hvalveiðimenn í Alaska. Um 50 hvalir á ári eru veiddir með aðferðum frumbyggja.Vísir/GettyMinnisblað Obama Cunningam segir einnig mikilvægt fyrir umræðuna að rétt sé farið með ástæður þess að Barack Obama Bandaríkjaforseti ákvað að senda bandaríska þinginu minnisblað um íslenskar hvalveiðar. „Með því að skrifa þetta bréf var Obama ekki að segja að íslenska þjóðin væri slæm á neinn hátt. Bandaríkjamenn eru einfaldlega að benda á að útflutningur á hvalkjöti er á skjön við CITES-samkomulagið. Þetta bréf snýst ekki um hrefnuveiðar Íslendinga og það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því.– heldur snýst þetta um alþjóðleg viðskipti með langreyðakjöt.“CITES-samkomulagið segir í stuttu máli að ekki eigi að stunda viðskipti með dýr eða plöntur í útrýmingahættu.Hvalaskoðun en ekki hvalveiðar Cunningham segir Bandaríkjamenn vel gera sér grein fyrir því að lítill hluti þjóðarinnar stundi hvalveiðar til útflutnings. „Við leggjum áherslu á að eitt fyrirtæki hafi verið að stunda viðskipti með hvalkjöt og við skiljum að þetta snýst um mjög lítinn hluta íslensku þjóðarinnar. Við viljum því hafa áhrif á jákvæðan hátt. Við viljum því ekki setja á harkalegar viðskiptaþvinganir. Við viljum fylgjast með fyrirtækjum sem eru að stunda útflutning á hvalkjöti og eru því að fara á skjön við CITES-samkomulagið.“ Bandaríkjamenn vilja hafa jákvæð áhrif á Íslendinga og miðla reynslu sinni. „Við vorum áður stærsta hvalveiðiþjóð í heimi – ef við förum aftur til nítjándu aldar. Bandaríkin fóru úr því að vera hvalveiðiþjóð yfir í að stunda hvalaskoðun og vernda hvalastofna. Okkar reynsla er að hvalaskoðun er miklu arðbærari en hvalveiðar,“ segir Cunningham og bætir við að lokum: „Bandaríkjaforseti vill því vinna með Íslendingum að fara þessar leiðir.“ Tengdar fréttir Sigmundur svarar Obama: „Mikils virði að menn standi á sínum prinsippum" Forsætisráðherra kallar Bandaríkjamenn mestu hvalveiðiþjóð heims og segir Bandaríkjamenn frekar tengja húsgagnafyrirtækið IKEA við Ísland en hvalveiðar. 2. apríl 2014 16:10 Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Árni Þór Sigurðsson fulltrúi VG í utanríkismálanefnd segir aðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga m.a. geta haft áhrif á fyrirhugaðar fríverslunarviðræður þjóðanna. 2. apríl 2014 13:02 „Business as usual“ Kristján Loftsson hjá Hval hf. segir ekkert nýtt í hótunum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem í minnisblaði sínu til bandaríska þingsins, gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga á langreyði harðlega. 2. apríl 2014 20:35 Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Bandríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. "Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða,“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 2. apríl 2014 11:09 Óttast að hagsmunum sé fórnað Hvalveiðar snúast ekki um veiðigjöld, þær snúast um sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. 3. apríl 2014 06:00 Rangfærslur í ræðustól: Bandaríkjamenn saklausir af íslenskun IKEA Jón Gunnarsson, sem forsætisráðherra sagði í gær að væri fróður um hvalveiðar, líkir aðgerðum náttúruverndarsamtaka við mafíustarfsemi. Hann segir að diplómatískar leiðir sem Obama fari muni engu skila; Íslendingar muni veiða hvali áfram. 3. apríl 2014 15:40 Hvalkjöt ekki lengur eftirsótt í japan Japanir halda áfram að veiða hvali þótt illa gangi að selja það heima fyrir hvalkjötið safnist upp í frystigeymslum. 28. mars 2014 10:00 Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar og Íslendingar hvattir þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. 2. apríl 2014 07:03 Sakar Bandaríkjamenn um tvískinnung Barack Obama forseti Bandaríkjanna vill endurskoða öll samskipti á milli Bandaríkjanna og Íslands vegna veiða Íslendinga á langreyði. Forsætisráðherra segist ekki ætla að láta mestu hvalveiðiþjóð heims stjórna því hvort Íslendingar veiði hval eða ekki. 2. apríl 2014 20:18 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Sjá meira
„Það er algjörlega ósatt að Bandaríkjamenn séu mesta hvalveiðiþjóð heims,“ segir Paul Cunningham, upplýsinga- og menningarmálastjóri bandaríska sendiráðsins. „Við höfum séð marga halda þessu fram; stjórnmálamenn og fólk í fjölmiðlum og á samskiptamiðlum. En það er ansi greinilegt að Bandaríkin eru ekki helsta hvalveiðiþjóð heims – hvernig sem á málið er litið,“ bætir Cunningaham við. Hann bendir á tölur frá Alþjóðahvalveiðiráðinu.Ekki efstir í frumbyggjaveiðum Bandaríkin stunda eingöngu frumbyggjaveiðar, tegund hvalveiða sem stundaðar hafa verið á ákveðnum svæðum með svipuðum aðferðum til lengri tíma. Ef litið er á tölur yfir frumbyggjaveiðar allt frá árinu 1985, kemur í ljós að Bandaríkjamenn veiða ekki flesta hvali á heimsvísu, með aðferðum frumbyggja. Frumbyggjar í Rússlandi og Grænlandi hafa veitt fleiri hvali en Bandaríkjamenn nánast öll árin, eins langt aftur og tölur Alþjóðahvalveiðiráðsins ná. Frumbyggjaveiðar Bandaríkjanna eru stundaðar í norðurhluta Alaska, auk þess sem einn ættbálkur amerískra frumbyggja í Washington-fylki hefur leyfi til að stunda hvalveiðar. „Veiðarnar fara að langstærstu leiti fram í Alaska. Eins lengi og menn muna hafa frumbyggjaveiðar farið fram þar,“ útskýrir Cunningham.Vilja kveða mýtuna í kútinn „Við viljum bara kveða þessu mýtu í kútinn. Bandaríkin eru hvergi nærri toppnum þegar kemur að hvalveiðum,“ segir Paul ennfremur. Nákvæm skráning er haldin yfir hvalveiðar, hvort sem það eru tilraunir til þess að veiða hvali eða fjöldi hvala sem veiðimenn ná á land. Skráningar yfir vísindaveiðar og hvalveiðar í atvinnuskyni sýna að Norðmenn eru stórtækastir þegar kemur að hvalveiðum.Hér má sjá bandaríska hvalveiðimenn í Alaska. Um 50 hvalir á ári eru veiddir með aðferðum frumbyggja.Vísir/GettyMinnisblað Obama Cunningam segir einnig mikilvægt fyrir umræðuna að rétt sé farið með ástæður þess að Barack Obama Bandaríkjaforseti ákvað að senda bandaríska þinginu minnisblað um íslenskar hvalveiðar. „Með því að skrifa þetta bréf var Obama ekki að segja að íslenska þjóðin væri slæm á neinn hátt. Bandaríkjamenn eru einfaldlega að benda á að útflutningur á hvalkjöti er á skjön við CITES-samkomulagið. Þetta bréf snýst ekki um hrefnuveiðar Íslendinga og það er eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því.– heldur snýst þetta um alþjóðleg viðskipti með langreyðakjöt.“CITES-samkomulagið segir í stuttu máli að ekki eigi að stunda viðskipti með dýr eða plöntur í útrýmingahættu.Hvalaskoðun en ekki hvalveiðar Cunningham segir Bandaríkjamenn vel gera sér grein fyrir því að lítill hluti þjóðarinnar stundi hvalveiðar til útflutnings. „Við leggjum áherslu á að eitt fyrirtæki hafi verið að stunda viðskipti með hvalkjöt og við skiljum að þetta snýst um mjög lítinn hluta íslensku þjóðarinnar. Við viljum því hafa áhrif á jákvæðan hátt. Við viljum því ekki setja á harkalegar viðskiptaþvinganir. Við viljum fylgjast með fyrirtækjum sem eru að stunda útflutning á hvalkjöti og eru því að fara á skjön við CITES-samkomulagið.“ Bandaríkjamenn vilja hafa jákvæð áhrif á Íslendinga og miðla reynslu sinni. „Við vorum áður stærsta hvalveiðiþjóð í heimi – ef við förum aftur til nítjándu aldar. Bandaríkin fóru úr því að vera hvalveiðiþjóð yfir í að stunda hvalaskoðun og vernda hvalastofna. Okkar reynsla er að hvalaskoðun er miklu arðbærari en hvalveiðar,“ segir Cunningham og bætir við að lokum: „Bandaríkjaforseti vill því vinna með Íslendingum að fara þessar leiðir.“
Tengdar fréttir Sigmundur svarar Obama: „Mikils virði að menn standi á sínum prinsippum" Forsætisráðherra kallar Bandaríkjamenn mestu hvalveiðiþjóð heims og segir Bandaríkjamenn frekar tengja húsgagnafyrirtækið IKEA við Ísland en hvalveiðar. 2. apríl 2014 16:10 Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Árni Þór Sigurðsson fulltrúi VG í utanríkismálanefnd segir aðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga m.a. geta haft áhrif á fyrirhugaðar fríverslunarviðræður þjóðanna. 2. apríl 2014 13:02 „Business as usual“ Kristján Loftsson hjá Hval hf. segir ekkert nýtt í hótunum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem í minnisblaði sínu til bandaríska þingsins, gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga á langreyði harðlega. 2. apríl 2014 20:35 Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Bandríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. "Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða,“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 2. apríl 2014 11:09 Óttast að hagsmunum sé fórnað Hvalveiðar snúast ekki um veiðigjöld, þær snúast um sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. 3. apríl 2014 06:00 Rangfærslur í ræðustól: Bandaríkjamenn saklausir af íslenskun IKEA Jón Gunnarsson, sem forsætisráðherra sagði í gær að væri fróður um hvalveiðar, líkir aðgerðum náttúruverndarsamtaka við mafíustarfsemi. Hann segir að diplómatískar leiðir sem Obama fari muni engu skila; Íslendingar muni veiða hvali áfram. 3. apríl 2014 15:40 Hvalkjöt ekki lengur eftirsótt í japan Japanir halda áfram að veiða hvali þótt illa gangi að selja það heima fyrir hvalkjötið safnist upp í frystigeymslum. 28. mars 2014 10:00 Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar og Íslendingar hvattir þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. 2. apríl 2014 07:03 Sakar Bandaríkjamenn um tvískinnung Barack Obama forseti Bandaríkjanna vill endurskoða öll samskipti á milli Bandaríkjanna og Íslands vegna veiða Íslendinga á langreyði. Forsætisráðherra segist ekki ætla að láta mestu hvalveiðiþjóð heims stjórna því hvort Íslendingar veiði hval eða ekki. 2. apríl 2014 20:18 Mest lesið „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Innlent Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum Innlent Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Innlent Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Innlent Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Innlent Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Innlent Fleiri fréttir Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Leikskólabörn sungu með 89 ára harmonikuleikara í Garðabæ Skorar á verktaka að lækka íbúðaverð Björguðu ketti sem var fastur inni í Teslu Varnaðarorð sálfræðings, auðveldari leið inn á húsnæðismarkað og bangsakvöld Lýst eftir Ólafi í Búlgaríu Þyrlan kölluð út vegna beinbrotinnar göngukonu Vesturbæjarlaug opnar enn á ný Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Skjálfti fannst í byggð Ólafur orðinn nýr þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins „Erfið stund en mikilvæg“ Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Þorgerður á óformlegum fundi ESB Austurland í áfalli, uppstokkun í Valhöll og kjötsúpa fyrir alla Vann fyrir opnum tjöldum hjá bæði saksóknara og PPP Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Náðu fullum þrýstingi í nótt Drengurinn fannst heill á húfi Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Guðrún hrókerar í þingflokknum Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Sjá meira
Sigmundur svarar Obama: „Mikils virði að menn standi á sínum prinsippum" Forsætisráðherra kallar Bandaríkjamenn mestu hvalveiðiþjóð heims og segir Bandaríkjamenn frekar tengja húsgagnafyrirtækið IKEA við Ísland en hvalveiðar. 2. apríl 2014 16:10
Meiri hagsmunum fórnað fyrir minni Árni Þór Sigurðsson fulltrúi VG í utanríkismálanefnd segir aðgerðir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga m.a. geta haft áhrif á fyrirhugaðar fríverslunarviðræður þjóðanna. 2. apríl 2014 13:02
„Business as usual“ Kristján Loftsson hjá Hval hf. segir ekkert nýtt í hótunum Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, sem í minnisblaði sínu til bandaríska þingsins, gagnrýnir hvalveiðar Íslendinga á langreyði harðlega. 2. apríl 2014 20:35
Obama að herða þumalskrúfu gagnvart Íslendingum Bandríkin virðist líta svo á að með samstarfi við Íslendinga séu þau í samstarfi við ríki sem sé í grundvallaratriðum á skjön við alþjóðlegar reglur. "Það er verið að segja að Ísland sé á einhvern hátt orðið hliðarsett í samfélagi siðaðra þjóða,“ segir prófessor í stjórnmálafræði. 2. apríl 2014 11:09
Óttast að hagsmunum sé fórnað Hvalveiðar snúast ekki um veiðigjöld, þær snúast um sjálfsákvörðunarrétt íslensku þjóðarinnar, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra í fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. 3. apríl 2014 06:00
Rangfærslur í ræðustól: Bandaríkjamenn saklausir af íslenskun IKEA Jón Gunnarsson, sem forsætisráðherra sagði í gær að væri fróður um hvalveiðar, líkir aðgerðum náttúruverndarsamtaka við mafíustarfsemi. Hann segir að diplómatískar leiðir sem Obama fari muni engu skila; Íslendingar muni veiða hvali áfram. 3. apríl 2014 15:40
Hvalkjöt ekki lengur eftirsótt í japan Japanir halda áfram að veiða hvali þótt illa gangi að selja það heima fyrir hvalkjötið safnist upp í frystigeymslum. 28. mars 2014 10:00
Obama vill endurskoða samstarf við Íslendinga í ljósi hvalveiða Barack Obama Bandaríkjaforseti sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar og Íslendingar hvattir þess að hætta að vera hvalveiðiþjóð og gerast í stað þess hvalaskoðunarþjóð, líkt og Bandaríkjamenn hafi gert á sínum tíma. 2. apríl 2014 07:03
Sakar Bandaríkjamenn um tvískinnung Barack Obama forseti Bandaríkjanna vill endurskoða öll samskipti á milli Bandaríkjanna og Íslands vegna veiða Íslendinga á langreyði. Forsætisráðherra segist ekki ætla að láta mestu hvalveiðiþjóð heims stjórna því hvort Íslendingar veiði hval eða ekki. 2. apríl 2014 20:18
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir