Sakar Bandaríkjamenn um tvískinnung Jón Júlíus Karlsson skrifar 2. apríl 2014 20:18 Barack Obama forseti Bandaríkjanna vill endurskoða öll samskipti á milli Bandaríkjanna og Íslands vegna veiða Íslendinga á langreyði. Forsætisráðherra segist ekki ætla að láta mestu hvalveiðiþjóð heims stjórna því hvort Íslendingar veiði hvað eða ekki.Barack Obama sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Forsetinn beinir þeim tilmælum til bandarískra stofnana að allir tvíhliðasamningar við Ísland verði endurskoðaðir vegna veiða á langreyði sem er á lista Cites yfir dýr í útrýmingarhættu. Ekki felst hótun um viðskiptaþvinganir í minnisblaði Obama. Málið var rætt á Alþingi í dag og þar sakaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Bandaríkjamenn um tvískinnung. „Það hlýtur að vera einhvers virði að menn standi á sínum prinsippum og láti ekki mestu hvalveiðiþjóð í heims segja sér að við megum ekki veiða hval. Á meðan Bandaríkjamenn halda áfram sínum hvalveiðum þá ætla þeir að skikka Íslendinga til að hætta að veiða hval,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag.Veiða 770 langreyðar á næstu árum Í minnisblaðinu kemur fram að Alþjóðahvalveiðiráðið meti það sem svo að hægt sé að veiða árlega 46 langreyðar í Norður Atlantshafi án þess að það komi niður á stofninum. Veiða á um 770 langreyðar á næstu fimm árum samkvæmt veiðileyfi sem sjávarútvegsráðherra gaf út í desember síðastliðnum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar segir það óheppilegt og telur fulla ástæða til að taka hótanir Bandaríkjamanna alvarlega. „Ef að forseti Bandaríkjanna felur innanríkisráðherra að endurskoða tvíhliða samskipti við Ísland þá finnst mér við eiga að taka mark á því,“ segir Sigríður Ingibjörg. Mikilvægt sé að fagleg umræða um hvalveiðar Íslendinga fari fram. „Við erum nokkrir þingmenn sem höfum lagt fram tillögu um að fram fari málefnalegt hagsmunamat á hvalveiðum. Ég tel borðliggjandi að við þurfum að samþykkja það núna og meta það hvort hagsmunir okkar af hvalveiðum séu það ríkir að það sé ástæða til að fá upp á móti sér ríki víða um heim, sem og almenning á vesturlöndum.“ Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Fleiri fréttir Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Sjá meira
Barack Obama forseti Bandaríkjanna vill endurskoða öll samskipti á milli Bandaríkjanna og Íslands vegna veiða Íslendinga á langreyði. Forsætisráðherra segist ekki ætla að láta mestu hvalveiðiþjóð heims stjórna því hvort Íslendingar veiði hvað eða ekki.Barack Obama sendi í gær bandaríska þinginu minnisblað þar sem hvalveiðar Íslendinga eru harðlega gagnrýndar. Forsetinn beinir þeim tilmælum til bandarískra stofnana að allir tvíhliðasamningar við Ísland verði endurskoðaðir vegna veiða á langreyði sem er á lista Cites yfir dýr í útrýmingarhættu. Ekki felst hótun um viðskiptaþvinganir í minnisblaði Obama. Málið var rætt á Alþingi í dag og þar sakaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Bandaríkjamenn um tvískinnung. „Það hlýtur að vera einhvers virði að menn standi á sínum prinsippum og láti ekki mestu hvalveiðiþjóð í heims segja sér að við megum ekki veiða hval. Á meðan Bandaríkjamenn halda áfram sínum hvalveiðum þá ætla þeir að skikka Íslendinga til að hætta að veiða hval,“ sagði Sigmundur Davíð á Alþingi í dag.Veiða 770 langreyðar á næstu árum Í minnisblaðinu kemur fram að Alþjóðahvalveiðiráðið meti það sem svo að hægt sé að veiða árlega 46 langreyðar í Norður Atlantshafi án þess að það komi niður á stofninum. Veiða á um 770 langreyðar á næstu fimm árum samkvæmt veiðileyfi sem sjávarútvegsráðherra gaf út í desember síðastliðnum. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, þingmaður Samfylkingar segir það óheppilegt og telur fulla ástæða til að taka hótanir Bandaríkjamanna alvarlega. „Ef að forseti Bandaríkjanna felur innanríkisráðherra að endurskoða tvíhliða samskipti við Ísland þá finnst mér við eiga að taka mark á því,“ segir Sigríður Ingibjörg. Mikilvægt sé að fagleg umræða um hvalveiðar Íslendinga fari fram. „Við erum nokkrir þingmenn sem höfum lagt fram tillögu um að fram fari málefnalegt hagsmunamat á hvalveiðum. Ég tel borðliggjandi að við þurfum að samþykkja það núna og meta það hvort hagsmunir okkar af hvalveiðum séu það ríkir að það sé ástæða til að fá upp á móti sér ríki víða um heim, sem og almenning á vesturlöndum.“
Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Erlent Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Innlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Fleiri fréttir Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Boðar sumarveður inn í september Google Maps beinir ökumönnum um Krýsuvíkurleiðina vegna villu Uppsagnir vegna veiðigjalda, hamfarakólnun og fagnaðarlæti Flokks fólksins Ísland standi frammi fyrir hamfarakólnun verði ekkert gert „Mikill léttir“ af nýjum þingflokksformanni Hafstraumar, menntun, húsnæðisverð og pólitíkin í haust á Sprengisandi Tvö útköll vegna veiðarfæra í skrúfum Ósammála því að jarðvarmavirkjanir séu í losunarbókhaldinu Vilja búa til „friðarfána“ svo ekki þurfi að flagga erlendum fánum „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Þjóðin sé orðin þreytt á málþófi Tókst ekki að flýja lögreglu og var gómaður með þrjá hnífa og meint eiturlyf Sjá meira