Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. ágúst 2025 09:30 Framkvæmdum við Fjallaböðin í Þjórsárdal miðar vel en búð er að grafa inn í fjallið Rauðkamba þar sem hótelið og böðin verða. Vísir/Telma Framkvæmdir við Fjallaböðin eru í fullum gangi í Þjórsárdal og er uppsteypa á mannvirkinu sjálfu hafin. Stærsti hluti byggingarinnar verður inni í fjalli. Fjallaböðin verða bæði baðstaður og fjörutíu herbergja hótel sem byggt er inn í fjallið Rauðkamba í Þjórsárdal. Framkvæmdir hófust fyrir rúmum tveimur árum eftir langan undirbúning. Þær eru nú í fullum gangi en um fimmtíu manns starfa á svæðinu. „Nú erum við bara í uppsteypu á mannvirkinu sjálfu. Jarðvegsframkvæmdum er lokið. Við erum búin að leggja veginn inn eftir 10 kílómetra leið og hægt og rólega erum við að koma upp úr jörðinni,“ segir Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna vonast til að geta tekið á móti fyrstu gestunum vorið 2028.Vísir/Sigurjón Byggingin sjálf verður 5.300 fermetrar að stærð en um sextíu prósent af henni verða inni í fjallinu. Lóðin sem byggt er á er í eigu ríkisins sem leigir hana til fjörutíu ára til Rauðkamba sem er fyrirtæki í eigu Bláa Lónsins. Fyrirtækið ætlar einnig að reisa gestastofu Þjórsárdals á svæðinu. „Allir gestir Fjallabaðanna munu leggja sínum bifreiðum í minni dalsins og svo verða reglulegar sætaferðir á okkar vegum inn dalinn tíu kílómetra leið. Í þessari gestastofu verður kvikmyndasýning eða gagnvirk upplýsingasýning. Í því sambandi erum við að taka saman sögu Þjórsárdals til þess að miðla til gesta því að dalurinn er ekki bara einstakur út frá náttúru heldur líka sögu og menningu.“ Stefnt að því að taka á móti fyrstu gestunum vorið 2028. „Þarna mun fólk fara inn í fjall og skipta um föt. Fara svo ofan í vatn inn í fjallinu enn þá og hægt og rólega fara svo fram bygginguna og dalurinn opnast í suðurátt.“ Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hótel á Íslandi Ferðalög Ferðaþjónusta Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Hundruð íbúða byggðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar. 7. janúar 2024 13:32 Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. 18. júlí 2022 13:22 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Fjallaböðin verða bæði baðstaður og fjörutíu herbergja hótel sem byggt er inn í fjallið Rauðkamba í Þjórsárdal. Framkvæmdir hófust fyrir rúmum tveimur árum eftir langan undirbúning. Þær eru nú í fullum gangi en um fimmtíu manns starfa á svæðinu. „Nú erum við bara í uppsteypu á mannvirkinu sjálfu. Jarðvegsframkvæmdum er lokið. Við erum búin að leggja veginn inn eftir 10 kílómetra leið og hægt og rólega erum við að koma upp úr jörðinni,“ segir Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. Magnús Orri Schram framkvæmdastjóri Fjallabaðanna vonast til að geta tekið á móti fyrstu gestunum vorið 2028.Vísir/Sigurjón Byggingin sjálf verður 5.300 fermetrar að stærð en um sextíu prósent af henni verða inni í fjallinu. Lóðin sem byggt er á er í eigu ríkisins sem leigir hana til fjörutíu ára til Rauðkamba sem er fyrirtæki í eigu Bláa Lónsins. Fyrirtækið ætlar einnig að reisa gestastofu Þjórsárdals á svæðinu. „Allir gestir Fjallabaðanna munu leggja sínum bifreiðum í minni dalsins og svo verða reglulegar sætaferðir á okkar vegum inn dalinn tíu kílómetra leið. Í þessari gestastofu verður kvikmyndasýning eða gagnvirk upplýsingasýning. Í því sambandi erum við að taka saman sögu Þjórsárdals til þess að miðla til gesta því að dalurinn er ekki bara einstakur út frá náttúru heldur líka sögu og menningu.“ Stefnt að því að taka á móti fyrstu gestunum vorið 2028. „Þarna mun fólk fara inn í fjall og skipta um föt. Fara svo ofan í vatn inn í fjallinu enn þá og hægt og rólega fara svo fram bygginguna og dalurinn opnast í suðurátt.“
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Hótel á Íslandi Ferðalög Ferðaþjónusta Sundlaugar og baðlón Tengdar fréttir Hundruð íbúða byggðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar. 7. janúar 2024 13:32 Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. 18. júlí 2022 13:22 Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Hundruð íbúða byggðar í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Hundruð íbúða verða byggðar í þéttbýliskjarnanum Árnesi í Skeiða og Gnúpverjahreppi í tengslum við virkjanir í sveitarfélaginu og opnun Fjallabaðanna og Gestastofu í Þjórsárdal. Þá er búið að ákveða að byggja íþróttahús í Árnesi og stækka skólann þar. 7. janúar 2024 13:32
Fjallaböðin á lokastigi hönnunar Fjallaböðin í Þjórsárdal eru á lokastigi hönnunar, en stefnt er að því að byggingarnar verði með þeim allra umhverfisvænstu í Evrópu. Heilt hverfi starfsmannaíbúða mun jafnframt rísa í Árnesi í Gnúpverjahreppi sem unnið er að með heimamönnum. 18. júlí 2022 13:22