Lífið

Game of Thrones sprengir alla skala

Skjáskot úr fyrsta þætti en þeir eru að hluta teknir upp hér á landi.
Skjáskot úr fyrsta þætti en þeir eru að hluta teknir upp hér á landi. Vísir/Skjáskot
Nýjasta sería Game of Thrones fór í loftið á sunnudagskvöld á sjónvarpsstöðinni HBO og horfðu samkvæmt áhorfmælingum rúmlega 6,6 milljónir manna á fyrsta þáttinn, en þetta kemur fram á vefsíðu The Hollywood Reporter.

Þá mælist þessi fyrsti þáttur af fjórðu seríu af Game of Thrones með næst mesta áhorf sem mælst hefur, á eftir lokaþætti af The Sopranos árið 2007 en 11,9 milljónir manna horfðu á þann þátt.

Þá hrundi vefur HBO sökum álags þegar þátturinn fór í loftið og er það í annað sinn á einum mánuði sem vefurinn hrynur sökum álags. Hann hrundi einnig þegar að lokaþáttur True Detective fór í loftið fyrir skömmu og 3,5 milljónir manna horfðu á.

Þáttaröðin var að hluta tekin upp á Íslandi.Vísir/Skjáskot
Áhorfið á Game of Thrones hefur aukist jafnt og þétt með hverri seríu og horfðu til að mynda 2,2 milljónir manna á fyrsta þátt í fyrstu seríunni og  4,4 milljónir manna horfði á fyrsta þáttinn í þriðju seríu.

Fyrir utan þessa góðu áhorfsmælingu er þáttaröðinni einnig í fyrsta sæti þegar kemur að þjófnaði því 5,9 milljónir manna hlóðu þáttaröðinni niður með ólöglegum hætti á síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×