Enski boltinn

Messan: Hvernig var ekki hægt að dæma rangstöðu? | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Manchester City vann Southampton, 4-1, í ensku úrvalsdeildinni um helgina en annað mark liðsins skoraði David Silva í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Hann var kolrangstæður þegar hann skoraði.

„Þetta hafði að sjálfsögðu einhver áhrif en ef maður horfði á allan leikinn fannst manni eins og City-liðið væri í heildina sterkara. En hvernig getur hann ekki séð þetta?“ spurði GummiBen kollega sína í settinu.

„Eina útskýringin er að aðstoðardómarinn haldi að Yaya Touré sé að gefa á Silva. Hann sjái hreinlega ekki snertinguna hjá Edin Dzeko sem sendir Silva inn fyrir. Þetta er alveg augljós rangstaða,“ sagði BjarniGuðjónsson.

Umræðu um atvikið sem og fyrsta mark leiksins sem City skoraði úr vítaspyrnu má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Messan: Furðulegur dómur á Upton Park | Myndband

Messumenn ræða tvö atvik sem komu upp í leik Liverpool og West Ham á sunnudaginn þar sem West Ham jafnaði leikinn með umdeildu marki og Liverpool fékk svo umdeilda vítaspyrnu.

City stóð við sitt

Manchester City er komið upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er nú bara einu stigi á eftir toppliði Liverpool.

Pellegrini: Úrslitin ráðast ekki á Anfield

Manuel Pellegrini knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City segir úrslit ensku úrvalsdeildarinnar ekki ráðast þegar lið hans sækir Liverpool heim á Anfield Road um næstu helgi.

Messan: Alltaf gott að skora | Myndband

Gylfi Þór Sigurðsson kom inn á sem varamaður hjá Tottenham í gærkvöldi og skoraði í 5-1 sigri á móti Sunderland. Messumenn fóru yfir markið hjá íslenska landsliðsmanninum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×