Gerir ekki athugasemdir við að starfsfólk leiki á hljóðfæri Bjarki Ármannsson skrifar 31. mars 2014 20:27 Kristín gefur í skyn að Egill Benedikt hafi ekki mætt til fyrirlestrahalds vegna leiks með FLEY. Vísir/Samsett Rektor Háskóla Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að skólinn geri „að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttar Vísis frá því fyrir helgi þar sem Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, sagðist hafa undir höndum bréf frá háskólanum þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt er meðlimur í jazztríóinu FLEY ásamt því að sinna stöðu prófessors við Háskólann. FLEY hefur leikið saman á sjó og landi og meðal annars á skemmtiferðaskipi um nokkurra vikna skeið. Í samtali við Vísi sagðist Egill ekki geta tjáð sig í smáatriðum en segir bréfið banna sér að stunda píanóleik í atvinnuskyni. Í yfirlýsingunni segir Kristín Ingólfsdóttir rektor hinsvegar hljóðfæraleikinn ekki vandamál og að Háskóli Íslands telji „þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar.“ Aftur á móti er ýjað að því að þetta áhugamál Egils Benedikts hafi komið niður á kennslustörfum hans. Þar segir að skólinn geri „alvarlega athugasemd“ við að starfsmenn mæti ekki til fyrirlestrahalds á réttum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum og að „hljóðfæraleikur teljist ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu.“ Yfirlýsing rektors í heild sinni er svohljóðandi:Vegna fréttar á visir.is og í Fréttablaðinu um liðna helgi vill Háskóli Íslands að fram komi að skólinn gerir að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri. Háskólinn telur þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar og leitast við að vera vettvangur samstarfs þessara greina.Háskólinn gerir aftur á móti alvarlega athugasemd ef starfsmenn mæta ekki til fyrirlestrahalds með nemendum á boðuðum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum eða hafi viðhlítandi skýringar á fjarveru. Að gefnu tilefni skal tekið fram að hljóðfæraleikur telst ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu. Háskólinn telur mikilvægt að allir starfsmenn virði starfsskyldur sínar og skyldur við nemendur.Með bestu kveðju,Kristín Ingólfsdóttir Tengdar fréttir Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að skólinn geri „að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri.“ Yfirlýsingin kemur í kjölfar fréttar Vísis frá því fyrir helgi þar sem Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, sagðist hafa undir höndum bréf frá háskólanum þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt er meðlimur í jazztríóinu FLEY ásamt því að sinna stöðu prófessors við Háskólann. FLEY hefur leikið saman á sjó og landi og meðal annars á skemmtiferðaskipi um nokkurra vikna skeið. Í samtali við Vísi sagðist Egill ekki geta tjáð sig í smáatriðum en segir bréfið banna sér að stunda píanóleik í atvinnuskyni. Í yfirlýsingunni segir Kristín Ingólfsdóttir rektor hinsvegar hljóðfæraleikinn ekki vandamál og að Háskóli Íslands telji „þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar.“ Aftur á móti er ýjað að því að þetta áhugamál Egils Benedikts hafi komið niður á kennslustörfum hans. Þar segir að skólinn geri „alvarlega athugasemd“ við að starfsmenn mæti ekki til fyrirlestrahalds á réttum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum og að „hljóðfæraleikur teljist ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu.“ Yfirlýsing rektors í heild sinni er svohljóðandi:Vegna fréttar á visir.is og í Fréttablaðinu um liðna helgi vill Háskóli Íslands að fram komi að skólinn gerir að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri. Háskólinn telur þvert á móti að vísindi og listir séu óaðskiljanlegur hluti nútíma menningar og leitast við að vera vettvangur samstarfs þessara greina.Háskólinn gerir aftur á móti alvarlega athugasemd ef starfsmenn mæta ekki til fyrirlestrahalds með nemendum á boðuðum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum eða hafi viðhlítandi skýringar á fjarveru. Að gefnu tilefni skal tekið fram að hljóðfæraleikur telst ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu. Háskólinn telur mikilvægt að allir starfsmenn virði starfsskyldur sínar og skyldur við nemendur.Með bestu kveðju,Kristín Ingólfsdóttir
Tengdar fréttir Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Sjá meira
Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04