Stöðvaði verkfallsbrot í MR Jón Júlíus Karlsson skrifar 25. mars 2014 20:55 Meiri bjartsýni ríkir um að það takist að binda enda á verkfall framhaldsskólakennara sem hefur staðið í viku. Tilkynnt var um verkfallsbrot í Menntaskólanum í Reykjavík í dag. Framhaldsskólakennarar lögðu niður störf fyrir viku og hafa viðræður milli samninganefndar framhaldsskólakennara og samninganefndar ríkisins litlu skilað. Viðræður hafa gengið fremur illa síðustu daga en meiri bjartsýni gætti á milli viðsemjenda í dag. Undanfarnir tveir dagar hafa verið nýttir til að fara yfir veigaminni mál til að koma skrið á viðræðurnar. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara, segir fjölmörg stór mál enn óljós og óskaði í dag eftir nýju launahækkunartilboði frá samninganefnd ríkisins. „Það bar mikið á milli um síðustu helgi og nú þurfum við að heyra svörin. Þá getum við metið stöðuna og séð hvort við séum að færast nær því að ná samkomulagi. Ég vona að svörin verði þannig að við séum nær því að ná kjarasamningnum,“ segir Aðalheiður.Rektor stöðvaði ólöglega kennslu Um tíu nemendur komu saman í kennslustofu skólans í dag og fengu þar kennslu í ritlist frá fyrrum nemanda skólans. Kennslustundin hafði aðeins staðið í um 30 mínútur þegar ábending barst um verkfallsbrot og stöðvaði rektor skólans kennslustundina. Námfúsir MR-ingar eru ósáttir. „Ég tel þetta ekki vera verkfallsbrot,“ segir Kjartan Magnússon, nemandi í fimmta bekk MR. „Kennarar verða að spyrja sig á hverjum verkfallið bitnar. Það bitnar á okkur nemendum og engum öðrum. Ríkið sparar sér peninga á þessu og það er mín tilfinning að samfélagið beri litla sem enga samúð með kennurum.“ Nánar í myndbandinu hér að ofan. Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Sjá meira
Meiri bjartsýni ríkir um að það takist að binda enda á verkfall framhaldsskólakennara sem hefur staðið í viku. Tilkynnt var um verkfallsbrot í Menntaskólanum í Reykjavík í dag. Framhaldsskólakennarar lögðu niður störf fyrir viku og hafa viðræður milli samninganefndar framhaldsskólakennara og samninganefndar ríkisins litlu skilað. Viðræður hafa gengið fremur illa síðustu daga en meiri bjartsýni gætti á milli viðsemjenda í dag. Undanfarnir tveir dagar hafa verið nýttir til að fara yfir veigaminni mál til að koma skrið á viðræðurnar. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar framhaldsskólakennara, segir fjölmörg stór mál enn óljós og óskaði í dag eftir nýju launahækkunartilboði frá samninganefnd ríkisins. „Það bar mikið á milli um síðustu helgi og nú þurfum við að heyra svörin. Þá getum við metið stöðuna og séð hvort við séum að færast nær því að ná samkomulagi. Ég vona að svörin verði þannig að við séum nær því að ná kjarasamningnum,“ segir Aðalheiður.Rektor stöðvaði ólöglega kennslu Um tíu nemendur komu saman í kennslustofu skólans í dag og fengu þar kennslu í ritlist frá fyrrum nemanda skólans. Kennslustundin hafði aðeins staðið í um 30 mínútur þegar ábending barst um verkfallsbrot og stöðvaði rektor skólans kennslustundina. Námfúsir MR-ingar eru ósáttir. „Ég tel þetta ekki vera verkfallsbrot,“ segir Kjartan Magnússon, nemandi í fimmta bekk MR. „Kennarar verða að spyrja sig á hverjum verkfallið bitnar. Það bitnar á okkur nemendum og engum öðrum. Ríkið sparar sér peninga á þessu og það er mín tilfinning að samfélagið beri litla sem enga samúð með kennurum.“ Nánar í myndbandinu hér að ofan.
Mest lesið Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Von um frið en uggur um efndir Erlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Viðskipti innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Fleiri fréttir Sjónlýsing í fyrsta sinn Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Sjá meira